Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 2
Kemur út sex sinnum á ári. Ritstjóri Gunnar J. Gunnarsson. Afgreiðsla Amtmannsstig 2B. Pósthólf 651, 121 Reykjavik. Símar 17536 og 13437. Árgjald kr. 100,00 innanlands og kr. 120,00 til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Prentað í prentsmiðjunni Leiftri hf. EFNI: Þegar Guði er gleymt ... 2 Eigi var rúm fyrir þau ... 3 Litið jólalag....................5 Andstæður á jólum .... 8 Sú blessuð bók — Jakobsbréf ð — Þeir grétu af gleði — Viðtal við Helga Hróbjartsson . . 12 Jólakvöldið hans Heimis . 16 Frá starfinu . 18 Allir hafa fengið kallið . . . 20 Um víða veröld .... . 21 Aldraðir vitna .... . 22 Forsiðumynd: Gustave Doré Staldrað við / fjölhyggjuþjóSfélagi nútímans er mjög misjafnt á hverju menn byggja líf sitt og lífsviöhorf. Algengt e.r að þeir búi sér til guSi að eigin geðþótta og þörfum. Þannig hefur traustið á hinu efnislega komið í stað trúar á Guð hjá mörgum. Þeir eru einnig margir sem gera framfarir, vísindi og þekkingu mannsins að guði sínum. Nú er ekkert rangt við eignir, framfarir, vísindi og þekkingu, en þegar það kemur í stað Guðs og honum er gleymt, brestur grund- völlurinn og tilgangsleysið verður algjört. Þá er sama hve langt verður náð á sviði vísinda og þekkingar og efnislegrar velferðar, án Guðs er það gagnslaust. Eflirfarandi umrilun á 23. Davíðssálmi er að finna í bók nokkurri og sýnir hún þetta glöggt: Vísindin eru minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á'mjákum svampdýnum láta þau mig hvílast og leiSa mig eftir malbikuSum götum. Þau hressa sál mína á hressingarhœli, sjálfs mín vegna. Jafnvel þótt kjarnorkusprengjur ógni mér óttast ég ekkert illt, því aS þú ert hjá mér, gagnsprengjur þínar hugga mig. Þú býrS mér borS frammi fyrir milljónum sveltandi manna. Þú klœSir höfuS mitt meS permanenti, staup mitt er barmafullt. Já, lífeyrir og tryggingar fylgja mér alla œvidaga mína og á elliheimili bý ég langa œvi. Ef þessi orð eru borin saman við 23. sálminn í Biblíunni sést glöggt að eitthvað vantar. Þegar Guði er sleppt verður sálmurinn hjáróma og tilveran fölsk. Þekking án Guðs er gagnslaus og vísindi og framfarir til einskis ef Guði er gleyml. Þegar maðurinn byggir eingöngu á sjálfum sér, þekkingu sinni og eignum, byggir hann á sandi og þegar á reynir hrynur allt. Orðin úr Sálmi 127 eru enn í fullu gilili: „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýlis.“ Þelta gildir um.allt líf mannsins og lífsviðhorf og allt það sem hann tekur sér fyrir hendur. Án Drottins er allt til ónýtis. 2

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.