Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 20
ALLIR HAFA Einar Th. Magnússon er skrifstofumaSur og starfar hjá Eimskipafclagi íslands. FENGIÐ KALLID >rFariö því og gjöriö allar þjóöir aö lærisveinum“ (Matt 2g> lg) Það er Jesús sem er að beina þessum orðum til lærisveina sinna. Því spyr ég mig: Hef ég heyrt hann beina þessum orðum til mín? Við vitum að kristniboðamir hafa heyrt þetta og þess vegna orð- ið kristniboðar. En hvað með okkur hin? Við viljum eflaust öll heita lærisveinar Krists, en hvar sést það á lífi okk- ar eða starfi að við höfum heyrt kallið? Páll postuli segir um sína köllun í Galatabréfinu, 1, 11—12: „Það læt eg yður vita, bræður, að fagnaðarerindið sem ég hef boð- að yður er ekki mannaverk. Ekki hef ég tekið við þvi af manni né látið kenna mér það, heldur fengið það fyrir opinberun Jesú Krists.“ Nú spyr ég sjálfan mig — og þú getur spurt þig: Hvernig heyrði ég þetta kall? Ég var lítill drengur heima í Ól- afsvík þá er ég heyrði það fyrst. Vissulega var mér kennt. Ég man engar frásagnir betur en þær sögur sem faðir minn sagði mér um kristniboða. Þær greyptust inn í hugskot mitt á þann hátt að fátt átti stærra rúm í huga mínum á æskuárum en einmitt þær. Það var því ekki lítill viðburður fyrir mig að fá að sjá og heyra kristniboða í eigin persónu þegar Ólafur Ólafs- son kom í fyrsta skipti í heimsókn til foreldra minna. Það sat líka margt eftir í huga mínum þá er Ólafur kvaddi, ekki síst frásagnirnar af þeim kristni- boðum sem enga uppskeru fengu að sjá, þó svo að þeir væru búnir að starfa á sama svæðinu í mörg ár. Þeir voru samt fullvissir þess að þeir væru að hlýða kallinu og vissu að þeirra væri aðeins að sá, en vöxturinn kæmi þegar Guði þókn- aðist. Þessi ár voru vissulega lærdóms- ár. En unglingsárin voru ekki síður lærdómsrík, því þegar leið mín lá til Reykjavíkur eignaðist ég félaga í K.F.U.M. Þar var ég ekki búinn að vera lengi þegar ég frétti af kristni- boðsflokki K.F.U.M., en þar öðlað- ist ég samfélag sem ég mun aldrei gleyma. Þar fengum við að heyra frásagnir af kristniboðsstarfi manna sem hlýtt höfðu kalli Krists. Leiðtogi þessa flokks var Hróbjart- ur heitinn Arnason. Ég held ég megi segja að þar hafi enginn verið sem ekki heyrði kallið persónulega til sín talað. Við urðum líka vitni að þeirri baráttu sem hver og einn átti í, hvernig Felix Ólafsson, Benedikt Jasonarson, Þórarinn Jónsson, Jó- hannes Ólafsson, Helgi Hróbjarts- son og hinir sem ekki fóru glímdu við sitt kall. Það var ekki hægt fyrir alla að fara í sömu spor, en Drottinn sýndi þá aðrar leiðir sem hægt var að fara, ekki hvað síst þá að ganga í lið með þeim sem köll- uðust kristniboðsvinir, taka upp starf með þeim, minntir á orð Krists: „Þér eruð vinir minir ef þér gjörið það sem ég býð yður“ (Jóh. 15, 14). Margar urðu stundirnar er tilfinningarnar hitnuðu. — En hvar eru verkin min? Guð fyrirgefi mér vanrækslu mína. Og enn spyr ég sjálfan mig: Hvernig get ég samrýmt mína reynslu og orð Páls sem ég vitnaði áðan til? Á þessum unglingsárum bar ég fallegan gullkross í barminum. Ég týndi honum, en er ég sagði síra Magnúsi Runólfssyni frá því sagði hann: „Gerir það nokkuð til? Var þetta ekki líka of fínn kross til að minna þig á kross Krists? Það er meira um vert að þú týnir ekki þeim krossi.“ Hann hafði fylgst með trúarbar- áttu minni og vissi hve mikið hjóm það var sem ég hafði átt og þóttist geta byggt á. Jafnvel allt það sem ég hafði lært af öðrum hafði ég notað sem yfirskin til þess að sýn- ast fyrir mönnum. Orðið var farið að tala til mín. Orðið sem upplýsir hvern mann hafði afhjúpað mig, sýnt mér veik- leik minn, sekt mina og galla, en upplýst krosstréð sem frelsari minn hékk á. Þetta hafði enginn maður getað kennt mér. Jesús, oröiö sem Guð sendi mér, oröiö sem heilagur andi býr í, upplýsti mig og gerði að fagnaðarerindi fyrir mig sem átti ekkert í sjálfum mér til að byggja á, en fékk að eignast frelsara, sem vildi frelsa. Ennþá verð ég að leita í þetta eina skjól, líka til þess að mega kallast kristniboðsvinur. Orðið er mín eina von, því að þar segir: „Guð er auðugur að miskunn. Af mikilli elsku sinni, sem hann gaf oss, hefur hann endurlífgað oss með Kristi þegar vér vorum dauðir vegna misgjörða vorra. Af náð er- uð þér hólpnir orðnir" (Efes. 2, 4-5). Þetta er fagnaðarerindið sem enginn maður getur lært heldur að- eins öðlast fyrir opinberun Jesú Krists. Einar Th. Magnússon. 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.