Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 12
Helgi Hróbjartsson var snemma í haust á ferð í Eþíópíu og heimsótti þá meðal annars það svæði sem hann starfaði á sem kristnihoði á árunum 1967— 75. BJARMI fór þess á leit við Helga að hann segði örlítið frá för sinni og var hann fyrst spurður að því hvernig honum hefði þótt að koma aftur til Eþíópíu. — Mér fannst það ákaflega á- hrifaríkt að koma aftur til Addis Abeba og heyra óminn af amhar- ískunni og sjá allt fólkið á götunni og finna lyktina sem gaus á móti mér. í raun og veru var það ekki margt sem kom mér á óvart, lík- lega vegna þess að ég hef reynt að fylgjast með því sem hefur verið að gerast þarna suður frá. Samt þótti mér menn vera opinskáir þeg- ar þeir ræddu um stjórnmála- ástandið í landinu. — Hvernig virtist þér staða kirkjunnar vera í Addis Abeha og Iandinu yfirleitt? — Mekkane Jesus kirkjan, sem er lútherska kirkjan í Eþíópiu, dafnar í Addis og sætir það í raun furðu hve mikil aðsókn er að kirkjum í borginni. Yfirfullt er í öllum kirkjum og jafnvel hefur verið komið fyrir bekkjum fyrir utan þær til þess að fleiri geti not- ið guðsþjónustanna. Það er áber- andi hve mikið af ungu fólki sækir kirkjurnar. Því má segja að ákveð- inn vakningarandi ríki í Addis Abeba. Það kom mér á óvart að hitta ungan mann sem sækir kirkju þarna, en hann hafði verið starfs- maður hjá mér í Neghelli. Hann hafði hlaupist á brott og meira að segja tekið með sér eitthvað af peningum sem hann átti ekki sjálf- ur. Þegar hann frétti af því að ég væri kominn til Addis, kom hann til mín, beinlínis til að biðjast fyr- irgefningar á því sem hann hafði gert og skilaði þar að auki pen- ingunum aftur. Mér þótti gott að verða vitni að því, að þarna var ungur maður sem hafði komist í slíka vakningu, að honum þótti nauðsynlegt að gera upp gamlar skuldir og byrja upp á nýtt. — En hefur kirkjan þá sæmi- legan starfsfrið þama í borg- inni? — Við vitum að höfuðstöðvar kirkjunnar voru teknar eignar- námi fyrir um það bil ári og það hefur haft áhrif á starfið. Þeir eru viðs vegar um bæinn með skrif- stofur og búa mjög þröngt. Ég kom í það sem þeir kalla aðal- stöðvar núna og þar er svo þröngt að við liggur að skrifborðin séu hvert uppi á öðru. En þeir taka þessu vel og þeir fá að starfa í friði. Ef við tölum um landið í heild í þessu sambandi er það aftur á móti misjafnt eftir héruðum hvernig starfsaðstaða er en víða er hún góð. Sums staðar eiga sér þó stað al- ai r ábetand' hv® pa& pa& et . • vttrWl«tna ; atand' un9u áVNe®""' segja x\VS vaVn'n9 p,beba 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.