Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 14
- Þeir . að sUHA'f V>e,ríat ' gletf- grétu... sem þeir töldu vera leiðtoga fólks- ins og sögðu þeim að þessi sam- koma væri ólögleg. Á kristniboðs- stöðinni í Kebre Mengist hitti ég konur og börn þessara fanga og það var sérstök reynsla að hitta þá sem áttu sína nánustu í fangelsi, en það var auðséð að Guð gaf þeim styrk til að bera þessa byrði. Nú, ég hélt áfram suður á bóg- inn og kom til Waddera. Ég gat ekki farið inn á kristniboðsstöðina því að hún var lokuð og hafði ver- ið gerð að herstöð. Ég sá að kross- inn á kirkjunni hafði verið tekinn niður og kirkiuklukkan var horfin og merki byltingarinnar var utan á kirkjunni. Inni í kirkjunni var mynd af Kristi sem átti að túlka orð hans er hann segir: „Komið til mín, allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíid.“ Ég frétti af því að hermennirnir hefðu gert sér leik að því að skjóta mörgum skotum í myndina og eyðileggja hana. Ein- hverjum þótti nóg um og málaði yfir myndina. Hinir kristnu sögðu: „Þið getið eyðilagt þessa mynd, en þið getið ekki eyðilagt þá mynd af Kristi sem er í hjarta okkar." Mér þótti stórkostlegt að fá að heyra þessi orð, að viðbrögðin skyldu vera á þennan veg. Ég gat aðeins stansað stutta stund í Wadderabæ og hitti nær engan, en er ég fór þaðan var hugur minn fullur af spurningum og þá fyrst og fremst þeirri spurn- ingu hvort söfnuðurinn væri enn til eða hvort hinir kristnu hefðu látið yfirbugast á þessum erfiðu tímum sem gengið hafa yfir þetta svæði. Áætlunarbíllinn kom loks til lít- ils bæjar sem heitir Hara Kalló og liggur mitt á milli Waddera og Neghelli. Daginn sem ég kom var markaðsdagur. Á meðan bíllinn beið þar gekk ég út. Áður en varði var kominn hópur í kringum mig og í hópnum voru alls staðar þekkt andlit. Fólkið spurði mig. „Ertu í raun og veru kominn aftur?“ Ég stóð þarna fylltur gleði yfir að sjá vini mína á ný. Brátt voru það sennilega um eitt hundrað manns sem stóðu þarna í þyrpingu kring- um mig og spurningunum rigndi yfir mig. Ég lofaði þeim að ég skyldi koma aftur að nokkrum dögum liðnum. — Þú hefur þá væntanlega komið þarna aftur nokkrum dögum síðar og átt ánægjulegar stundir með þessum vinum þín- um? — Já, ég gerði það og mér varð strax ljóst að þarna var söfnuður sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, hópur sem hafði staðist alla storma, því þarna höfðu ver- ið skæruliðar frá Sómalíu sem höfðu allt þetta svæði á valdi sínu um tíma. Ég var ákaflega spennt- ur að koma þarna, því að við upp- haf starfs míns í Eþíópíu var ég oft á þessum slóðum. Ég kom þarna aftur á laugar- degi og við höfðum ákveðið að hitt- ast á hæð nokkurri fyrir utan þorpið. Allan eftirmiðdaginn komu hópar syngjandi úr öllum áttum. Það hreif mig mikið að sjá þessa hópa fólks koma. Fyrst heyrðum við sönginn í fjarlægð og svo færð- ist hann nær og nær þar til fólkið kom upp hæðina. Þá stóðu þeir sem fyrir voru upp og gengu til móts við hópinn. Hann hvarf síðan inn í heildina og eftir það settust allir. Innihald söngvanna sem þetta fólk söng var meðal annars: „Jesú, kom þú til mín, kom þú til mín, ég er í fangelsi. Mig lang- ar til að sjá þig, opnaðu hjarta mitt, að ég fái séð þig. Heimurinn er mér brött fjallshlíð. Þegar ég reyni að hlaupa til þín, týnist ég á leiðinni. Ég er týndur, hjálpaðu mér. Guð berstu, Guð berstu, Drottinn minn berstu. Tak burt byrði mína, hreinsa hjarta mitt af allri synd. Ég vil játa allar syndir mínar fyrir þér.“ Söngvarnir voru margir og mér fannst vera mikill fögnuður og samheldni í hópnum, fögnuður og friður sem Jesús einn getur gefið. Andlitin ljómuðu. Mér kom í hug myndin af Jesú í Wadderakirkju og þótti sem mynd Jesú Krists væri í raun og veru máluð á andlit þessa fólks. Þarna uppi á hæðinni undir Hluti af hópnum sem Helgi hitti á hæðinni fyrir utan Hara Kalló. 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.