Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 8
ier Kjellrún Svavarsson: Andstædur á jólum Regntíminn endaði íyrir mörg- um vikum. Sólin skín af heiðum himni frá rismálum til miðaftans. Jörðin verður brúngul og sviðnar æ meir, eftir því sem dagarnir líða, og ekkert lífgar hana upp nema eitt og eitt tré, sem heldur vill vera grænt í þurrki en regni. Súlan í hitamælinum hækkar með hverjum degi. Um jólin stanzar hún á 30 stigum eða heldur ofar. Jólablær? Án kulda og snævar, án verzlana með jólaútstillingum, án jólagatna og jólatrés í miðbænum, já, jafnvel án nokkurs miðbæjar? Já, vissu- lega! Hér í landi, einkum í stærri bæj- unum, hangir víða jólaskraut i búð- argluggum árið um kring. Við er- um löngu hætt að tengja það við jólin. í desember taka sumir fram visnaða jólasveina og hengja upp kort með orðunum „Gleðileg jól“ á ensku, með „greni og snjó“ allt i kring, og þó veit varla nokkur hér, hvað snjór er. Við hliðina á jólakveðjunni hang- ir oft annað kort, „Hare Krishna", og hindúakaupmennirnir bjóða fólki sykurmola Krishna til heið- urs. Og múhameðstrúarmenn halda sínar hátíðir. En fólk sem á heima á afskekktum stöðum. eins og hér í kringum okkur, þekkir alls ekki neinar hátíðir. Þess vegna fórnar það kúm og geitum til þess að bægja í burtu siúkdómum og dauða eða illum öndum, eða til að vernda nýfætt bam eða þungaða konu, eða til að halda ræningjum í burtu frá kúahópnum sinum. Það er margs að gæta, og komi eitt- hvað slæmt fyrir, er ástæðan sú, að einhvern tíma hafa þeir glevmt að færa fóm, ef til vill fyrir mörg- um árum. Bág kjör Meðal granna okkar í næsta ná- grenni við okkur er lítil f jölskylda, móðir, faðir og tvær litlar telpur. Þau eiga heima í kringlóttum kofa með moldarveggjum og stráþaki. Gólfið er þakið kúamykju, hált og fallegt. Rétt hjá stendur eldunarkofinn. Þar eru hlóðir úr þremur steinum, pottur og plastbrúsi undir vatn. Friður og ró virðist hvila yfir öllu. Já, en það nær aðeins til hins ytra. Kristína, eiginkonan, er kristin. Hún hefur látið skira börnin sín. Maðurinn drekkur, og hann lemur konuna næstum því á hverjum degi. Hann hefur fulla heimild til þess, t.d. ef hún á ekki sykur í teið handa honum. Hann á pening- ana, sem hún vinnur inn með því að rækta baunir á akrinum hans, og refsingu skal hún hljóta, þó að hann hafi ekki fengið henni neitt til að kaupa sykur fyrir. Hann á aðra konu, sem er eldri en Kristína. Hún átti fjögur börn. Yngsta barnið dó úr berklum fyrir tveimur mánuðum. Kristína hefur verið gift áður. Hún varð ekkja og átti þá tvö börn. bæði ung. Seinni maðurinn vill ekkert af þeim vita. Þau búa hjá föður hennar, svo að hún fær ekki að sjá þau nema einu sinni eða tvisvar á ári. Samt er það hennar hlutverk að sjá þeim fyrir fötum og gæta þess, að þau sæki skóla. Nú hefur faðir hennar lofað henni þvi, að þau skuli fá að koma hingað í jólaleyfinu. Hitt er annað mál, hvort eiginmaðurinn, Lokodoreng, vill leyfa þeim að koma. önnur kona, Veroníka. er ein síns liðs með fimm börn. Maðurinn fór frá henni til að vera hjá nýrri konu, án þess að gefa henni svo mikið sem svolítinn akurskika sér til lífsbjargar. Ég gæti sagt frá mörgum fleiri. Hagur flestra kvenna er með þeim hætti, að það gæti gert stein að kvenréttindakonu! Þær ganga kaupum og sölum eins og kýr, vinna baki brotnu á akri manna sinna og gæta húsdýra hans. Móð- irin ein ber ábyrgð á börnunum. meðan þau eru lítil og þarfnast umhyggju, en þegar dæturnar gift- ast, hirðir faðirinn brúðarverðið. Og þegar synirnir hafa lokið skólagöngu eða geta unnið hag- nýtt starf með því að taka til hend- inni, tilheyra þeir föðurnum. Norsk-íslenzk jól í Afríku En ég ætlaði að segja frá jóla- haldi okkar hérna. Bömin okkar fimm koma heim úr skólanum í Nairóbí í jólaleyfi nokkrum dögum fyrir jól, og þá bökum við og búum til jólasælgæti saman. Við reynum að nota það, sem við höfum handa á milli til að halda „norsk“ jól. Segulbandstækið gengur lát- laust, og við heyrum norska, ís- lenzka og afríska jólatónlist. í frí- stundum er stungið saman nefjum inni í herbergjunum. Heimatilbún- ar jólagjafir eru teknar fram og þeim pakkað inn. Á Þorláksmessu hefur mamma ein umráð yfir hús- inu. Þá er jólaskrautið hengt upp, en pabbi og börnin sækja jólatré upp í fjallshliðina, kýprusvið eða furu, eftir því hvað þau finna. Loksins rennur aðfangadagur upp. Súrkálslyktin berst um allt húsið. Kálið er nýtekið upp úr okkar eigin garði. Jólatréð er búið skrauti og ýmiss konar barrköngl- um, sem „gullmálningu“ hefur verið sprautað yfir. Við reynum að nota sem mest það, sem við getum búið til sjálf, og skreytum jóla- borðið eftir beztu getu. Hnetur og ávextir er tekið fram, en eplin vantar, þau eru ekki þrosk- 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.