Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 6
LÍTIÐ JÓLALAG.. . undirleik á píanóið. Það sem Wall- én hringjari gat ekki sagt með orðum, sagði hann með tónlist. Alveg fram á elliár orti hann eldheit ástarljóð, sem hann samdi lög við. Frú Önnu fannst engin jólagjöf jafnast á við það að fá þessi ljóð. Tekinn til bæna En frú Önnu grunaði, að það kæmi ekkert ástarljóð til hennar þessi jólin. Hafi haustmánuður nokkru sinni verið dapurlegur, þá var það þessi nóvember, sem varð æ dimmari — með dómsdagssunnu- daginn sem síðasta sunnudag, þeg- ar gamli hringjarinn átti að kveðja orgelið og söfnuðinn. „Ef þú gætir aðeins rætt út um þetta við mig!“ sagði Anna kvöld nokkurt, þegar þau voru háttuð og höfðu slökkt ljósið. „Það er ekkert um að tala,“ svaraði Anders stuttlega. Frú Anna færði sig nær honum og vafði hann örmum. „Talaðu, ástin min, talaðu!“ sagði hún. Hann fann tár hennar við vanga sinn . . . „Heldurðu, að ég skilji þig ekki?“ hvíslaði hún með grátstaf. „Þakka þér fyrir!“ sagði hann og klappaði henni. „Þakka þér fyr- ir, að þú skilur mig.“ „Geturðu ekki orðið svolítið glaður?“ sagði hún biðjandi. „Við erum þó saman." „Glaður?“ sagði hann. „Auðvit- að er ég glaður . . . að ég skuli eiga þig. Ef ég hefði þig ekki . . Frú Anna hlustaði með ákefð. Að hugsa sér, ef hann talaði nú .. . En Anders þagði. „Þegjandinn, þegjandinn!“ það var eins og þetta bergmálaði svo inni í henni, að hún var dauðhrædd um, að hún mundi hrópa það hátt. En hún varð að reyna að hjálpa honum til þess að komast yfir þetta. „Anders,“ sagði hún, „viltu hlusta á mig?“ „Ég heyri,“ sagði hann. „Ég skil það, Anders, að þú eigir erfitt, að þér finnist þú vera . . . já, særður, í hreinskilni sagt. Og það svíður í sár. Heldur þú, að ég skilji þig ekki? En hvað stoðar að taka þessu eins og þú gjörir? Þú ert sár við sóknarnefndina. Þú ert sár út í sóknarprestinn. Þú er sár út í nýja hringjarann . . .“ „Kirkjuorganleikarann,“ greip Anders hæðnislega fram í. „Jæja, kirkjuorganleikarann þá. En hann hefur ekkert illt gjört þér. Hann hefur gjört hið bezta, sem hann heíur getað. Ágæt meðmæli. Ágæt skírteini. Ágæt æfing. Þú viðurkenndir það sjálfur, þegar þú hafðir hlustað á hann og tekið í hönd honum eftir æfinguna, — af því að þú varst svo öruggur um það, að þrátt fyrir allt mundi hann ekki fá stöðuna. Þú vildir hafa þann, sem efstur var á listanum, gamla nemandann þinn, Ekelöf. Þú hafðir bitið þig svo fast í þetta — og það hve ánægjulegt samband ykkar yrði — að það hrundi allt fyrir þér, þegar hann fékk ekki stöðuna. „Já, það er hverju orði sann- ara,“ heyrðist frá manni hennar. „En Anders, hugsaðu þér nú, ef þú gætir unnið sigur á sjálfum þér. Hvers vegna þarftu að hleypa í þig þessum ofsa út í sóknarnefnd og sóknarprest og allan söfnuðinn — og gegn nýja manninum, sem tekur við af þér. Gleðurðu nokkurn með þessu? Geturðu ekki yfirunn- ið þig? Hugsaðu um hina, hugsaðu líka svolítið um mig. Þú segir, að þér þyki vænt um mig — í öllum söngvunum þínum, sem mér þykir svo gaman að syngja. Við verðum að vera glöð, bráðum kemur að- venta og jól . . .“ „Og dómsdagssunnudagur!“ sagði Anders. „Dómdagssunnudag- ur! Dómurinn yfir öllu starfi mínu i áratugi í þessum söfnuði. Þá á ég að fá þakkirnar. Maður ætti sannarlega að afþakka slíkar þakk- ir!“ Kona hans lá lengi hljóð. Svo hljóð, að Anders spurði að lokum: „Ertu vakandi?" Langa stund kom ekkert svar. Loks heyrði Anders þunga stunu. Hann þekkti tæpast rödd konu sinnar, þegar hún loks talaði. „Já, ég er vakandi. Og ég sé mjög vel. Enda þótt það sé kol niða myrkur, sé ég vel. Ég sé, að þú, Anders, gætir gjörbreytt þess- um dómsdagssunnudegi í ljómandi þakkargjörðardag. Þú ættir að geta gleymt öllu aggi og beygt þig frammi fyrir Guði og lært að þakka. Þakka fyrir allt, sem veitzt hefur á þessum mörgu árum, sem í heild hafa verið gæfurík. Heimil- ið okkar, kirkjan okkar, söfnuður okkar, orgelið þitt, kirkjukórinn þinn, litla hljómsveitin þín, hljóm- listin þín . . . þú ættir að þakka. Þú ættir að vera glaður. Þú ættir að bjóða hann velkominn — nýja, unga manninn — þú ættir, þú ættir . . “ Anders heyrði, að kon- an snéri sér frá honum og huldi andlitið í koddanum til þess að hylja grát sinn og tár. Hann rétti út hönd sína, klappaði henni var- lega og hvíslaði: „Góða, góða Anna, gráttu ekki! Ég skal reyna, ég skal reyna.“ Þungbúinn nóvemberdagur Og Anders reyndi. Þessi nóvember varð annasamur tími. Um hálfur mánuður fór í flutninga. Wallénhjónin höfðu keypt lítið einbýlishús með garði umhverfis. Það stóð niður við ána í útjaðri kirkjuhverfisins. Jafn angurvært og það var að yfir- 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.