Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.11.1982, Blaðsíða 13
grélu af gleði Rætt við Helga Hróbjartsson um för hans til Eþíópíu v9r, . - »r, klrkiu Var * <Zarív* ' tek'nn f£ varlegir atburðir. Á meðan ég var í Eþíópíu gerðist það þann 12. september, á átta ára afmælisdegi byltingarinnar, að forseti Mekkane Jesus kirkjunnar í vestur-synod- unni, Olana Lamu, var tekinn fast- ur ásamt fimm öðrum samstarfs- mönnum, þar á meðal var séra Megarsa Gutu, sem er fram- kvæmdastjóri. Ég hitti þrjá kristniboða frá þessu svæði í Addis Abeba og þeir sögðu mér frá þessu. Því var einnig haldið fram að hinir handteknu væru pyndaðir og ásak- aðir fyrir að hafa skrifað vegg- spjöld með andófs-slagorðum og sett þau upp í bænum Bodji, en þar eru skrifstofur Synodunnar stað- settar. Ríkisstjórnin í Addis Abeba hefur í fyrsta sinn í sliku máli skipað nefnd til að athuga hvort þessar ásakanir séu réttar. Talið er að búið sé að loka um 500 af þeim 700 kirkjum sem eru í Wollega (vestur-synodunni). Þetta er því það svæði sem orðið hefur hvað verst úti í slíkum málum. — Ef við lítum sérstaklega á suður-synoduna, þar sem tslend- ingar hafa verið að störfum, hvað virtist þér um ástand mála þar? — Þar hafa verið tiltölulega góð starfstækifæri og starf kirkjunnar þar hefur víða dafnað ótrúlega mikið, þó að vissar hömlur séu settar. Eftir að ég var kominn til Eþíópíu voru t.d. tuttugu manns fangelsaðir í Kebre Mengist, er til- heyrði mínu starfssvæði þegar ég var í Waddera. Ég hafði hug á að koma þar við á ferð minni, en þetta varð til þess að stjórn kristniboðs- ins í Addis óskaði eftir því að ég færi ekki suður á bóginn fyrr en ég hefði fengið sérstakt fararleyfi. Eftir því varð ég að bíða í átta daga. Að öðru leyti skildist mér að starfstækifæri væru mörg og að það væri tiltölulega opið fyrir prédikunarstarfi og öðru því um líku í suður-synodunni. — Hafðirðu tækifæri til að komast til Konsó? — Nei, það er svo mikið úr leið að ég varð að velja og fór austan megin um það svæði sem ég starf- aði á sjálfur á sínum tíma. Þær fréttir sem ég heyrði af starfinu í Konsó voru allar góðar og allir eru mjög ánægðir með Barrisja Húnde, hann stendur sig vel í sínu starfi. — Þú fórst sem sé um það svæði sem þú starfaðir á í kring- um Waddera. Hvernig þótti þér að koma aftur á þær slóðir? — Það var stórkostlegt, en til að byrja á byrjuninni, þá kom ég fyrst til Kebre Mengist og fékk að heyra söguna um þessa tuttugu sem höfðu verið fangelsaðir. Það hatfði átt sér stað með þeim hætti að hinir kristnu höfðu haft mán- aðarsamkomu á svæði sem er um 10 til 15 kílómetra frá Kebre Mengist. Þar voru saman komnir um eitt þúsund manns. Þangað kom lögreglan og tók höndum þá 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.