Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.1983, Qupperneq 2

Bjarmi - 01.07.1983, Qupperneq 2
Kemur út sex sinnum á ári. Ritstjóri Gunnar J. Gunnarsson. Afgreiðsla Amtmannsstig 2B. Pósthólf 651, 121 Reykjavik. Símar 17536 og 13437. Árgjald kr. 200 innanlands og kr. 220 til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Prentað í prentsmiðjunni Leiftri hf. EFNI: Fagnaðarerindi skirnarinnar 2 Hvað vilt þú að ég gjöri fyrir þig?........................3 Minning: Ebenezer Ebenezersson . . 5 Lúther leiðbeinir um bænina . 6 Gagnar það eitthvað að trúa? 8 Sú blessuð bók...............10 Mót og þing .................12 Sautján ára og sjálfráð . . 14 Um víða veröld...............17 Kristur kallar - í skólum . . 18 Frá starfinu.................21 Kristið uppeldi..............22 Forsíðumynd: Úr Udfordringen FAGNAÐARERINDI SKÍRNARINNAR Á síðuslu mánuðurn hefur átt sér stað nokkur umrœða um skírnina. Hefur'sú umra>ða sýnt að aldrei verður lögð nœg áhersla á að skírnin er gjöf Guðs, hún er fagnaðar- erindi til mannsins, en ekki lögmál sem hann þarf að upp- fylla. I skírninni er það Guð sem er að verki. Sá sem skírð- ur er eignast náðargjöf Guðs, hlutdeild í hjálprœðisverki Krists, fyrirgefningu syndanna og gjöf heilags anda. Þessi gjöf Guðs stendur öllum til boða, óháð aldri, kynþœtti eða stöðu. t skírninni er öllum opin leið til hjálprœðis. Jesús Kristur bauð að gera allar þjóðir að lœrisveinum með því að skira þá og kenna þeim. Þess vegna skírum við. Þess vegna skírum við börn okkar í lúthersku kirkju. Þegar foreldrar bera börn sín til skírnar taka þeir á sig þá ábyrgð að fra>ða þau um skírn sína og ala þau upp í kristinni trú. Á þetta atriði er mikilvægt að leggja mikla áherslu. Gjöf felur i sér að við henni sé tekið. Náðargjöf Guðs í skírninni er engin undantekning. Við tökum á móti henni í trú, trú sem er traust á Jesú Kristi og hjálpræðis- verki Guðs í honum. Fagnaðarerindi skírnarinnar þarf því að hljóma, það þarf að predika svo að fólk uppgötvi hvað það á í skírn- inni og taki á móti gjöf Guðs í henni. Hér þarf samstillt átak foreldra, guðfeðgina, presta, predikara og raunar allra kristinna manna að koma lil. Skírn þarf ekki að endurtaka þegar menn snúa sér til Jesú Krists. Verk Guðs hefur ekki brugðist — það erum við sem bregðumst. Náðar- gjöf Guðs er ætíð til staðar og við henni getur hver skírð- ur maður tekið í trú með því að snúa sér til Jesú Krists. Og þeim sem ekki er skírður stendur skírnin ælíð til boða vilji hann þiggja gjöf Guðs í Kristi. Predikum því fagn- aðarerindi skírnarinnar fyrir öllum. 2

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.