Bjarmi - 01.07.1983, Side 6
Á Lúthersdri:
Lúther
leiðbeinir
um bænina
,,Með alls konar bæn
og beiðni“
Hver þarfnast ekki tilsagnar,
hvatningar og uppörvunar. þegar
um bænina er að ræða? Þannig
var lærisveinum Jesú háttað. Þeir
voru í þörf fyrir hjálp, og þess
vegna báðu þeir Jesúm: „Herra,
kenn oss að biðja“.
Sjálfsagt höfum við öll einhvern
tíma á lífsleiðinni hitt kristna
menn, sem leiddu okkur til auð-
ugra bænalífs en við áttum áður.
Mér finnst óhugsandi annað en
Marteinn Lúther hafi í þessu atriði
haft mikil áhrif á aðra, og áreið-
anlega er rík ástæða til að hlusta
enn á hreinskilnisleg ummæli hans
um bæn.
Meðal þess, sem móðir mín lét
eftir sig, hef ég fundið bænabók,
sem heitir „Kristilegar bænir“.
Dr. J. H. Pauli safnaði þeim sam-
an. Bókin er prentuð árið 1888,
og þetta var 11. upplag hennar,
svo að hún hefur breiðst mjög út.
Móðir mín hefur fengið hana í
fermingargjöf 4. október 1891 af
prestinum sínum.
Fjölmargar bænir eru í þessari
bók, og eru höfundar þeirra kirkju-
menn frá ýmsum tímum kirkju-
sögunnar. Meginhlutinn er frá
næstliðnum fjórum öldum, en
þarna eru líka bænir frá fyrstu
tímum kristninnar, t.d. eftir Pólý-
karpus, sem dó 167, og Híerónímus,
er dó 420.
Á fyrstu 13 blaðsíðunum er
rækileg lýsing á bænalífi Lúthers,
og hefur hann samið hana sjálfur.
Ég tel það geti verið nokkurs um
vert, að sagt sé frá nokkrum
helstu hugsunum hans. Gæti það
eflaust orðið einhverjum til bless-
unar. Verða hér á eftir tilfærð orð
eftir Lúther einan, að fyrirsögn-
unum undanskildum.
1. Þegar löngunin til bænar
er ekki fyrir liendi
Hér segir Lúther: „Þegar ég
finn, að ég er kaldur og hef enga
löngun til að biðja, vegna alls
konar starfa og hugsana, þá tek
ég sálmabókina mína og fer inn í
herbergið mitt, — eða, ef þetta er
á degi og stund, þegar guðsþjón-
usta er haldin, þá fer ég í kirkj-
una til safnaðarins og fer að hafa
yfir með sjálfum mér boðorðin tíu,
trúarjátninguna og, eftir því sem
tíminn líður, orð Krists eða Páls
eða orð úr Sálmunum, rétt eins
og börnin gera.“
2. Bænin á að vera fyrsta og
síðasta verk dagsins
Lúther: „Gott er að láta bænina
árla morguns og bænina að kvöldi
vera fyrsta og síðasta verkið og
gæta sín alvarlega fyrir fölskum
og svikulum hugsunum, sem segja:
„Dokaðu við! Eftir stundarbil
ætla ég að biðja. Fyrst verð ég
að gera þetta eða hitt“. Slíkar og
þvílíkar hugsanir draga okkur
fyrst burt frá bæninni, og síðan
erum við komin á kaf í alls konar
sýslu, sem tekur fljótlega hug okk-
ar, svo að ekkert verður úr bæn-
inni allan liðlangan daginn.“
3. Þó að vinna geti verið
eins nauðsynleg og
bæn . . .
Lúther: „Rétt er það, að svo get-
ur staðið á verkum, að þau séu
eins góð eða betri en bænin. Eink-
um á það við um störf, sem leysa
þarf af hendi þegar í stað og ekki
má fresta þeim. Um þetta eigum
við orð frá Híerónýmusi, sem dó
árið 420:
„Öll verk trúaðs manns eru
bæn!“ Og til er orðskviður, þar
sem segir, að sá biðji tvisvar, sem
vinni störf sín með trúmennsku.
Þetta ber að skilja svo, að trú-
aður maður óttast og heiðrar Guð
í öllu starfi sínu og hyggur á boð-
orð hans. Hann vill ekki gera nein-
um rangt til, ekki stela, ekki vera
ótrúr. Slíkar hugsanir og slík trú
gera störf hans vissulega að bæn
og þakkarfórn."
„Þó verðum við að gæta þess
vel,“ segir Lúther, „að við venj-
umst ekki af hinni eiginlegu bæn
og teljum okkur trú um, að það sé
svo margt annað, sem nauðsyn-
legt sé að gera, þó að það sé alls
ekki nauðsynlegt, þvi að af þvi
verðum við dauf og þreytt, köld
og sljó í bæninni. Djöfullinn er
hvorki daufur né þreyttur, og hold
okkar er meira en reiðubúið til að
syndga, enda stendur það gegn
anda bænarinnar.“
4. Mcð bvaða orðiun
bætti (‘ifíuni við að biðja?
Hér sjáum við, að Lúther sjálf-
ur fer þrjár mismunandi leiðir, og
6