Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.1983, Qupperneq 7

Bjarmi - 01.07.1983, Qupperneq 7
hann hvetur okkur til að fara eins að. Við getum beðið bænar með okkar eigin orðum (frjálsa bæn- in). Við getum haft yfir Faðir vor (föst bæn). Loks getum við íhugað nánar einstakar bænir i Faðir vor. Gef- um Lúther aftur orðið: a) „Þegar hjartað hefur nú ylj- ast við hið munnlega samtal og hugurinn er við efnið, þá skaltu krjúpa á kné eða standa upprétt- ur. Spenntu greipar og hef upp augu þín til himins. Segðu síðan eöa hugsaðu í stuttu máli: „Æ, himneski faðir, góði Guð, ég er óverðugur, aumur syndari og verðskulda ekki að beina augum og höndum til þín eða opna munn minn og biðja. En með því að þú hefur boðið okkur öllum að biðja og heitið að heyra okkur og hefur meira að segja kennt okkur, fyrir til- stilli elskulegs sonar þíns, Drott- ins Jesú Krists, bæði með hvaða orðum og á hvaða hátt við eig- um að biðja, þá bið ég þig, sam- kvæmt boði þínu, að gefa mér anda náðarinnar og bænarinnar, svo að ég megi með einlægu hjarta og hreinni trú ákalla þig vegna neyðar minnar og allra manna, og að þú heyrir bæn mína fyrir sakir orðs þíns. Ég kem þá vegna orðs þíns og hvatningar . . .“ b) Að lokinni þessari frjálsu bæn fer Lúther með Faðir vor, ná- kvæmlega eins og Jesús hefur kennt okkur og eins og allir kristn- ir menn um víða veröld fara með það. c) Okkur skjátlast, ef við höld- um, að við höfum með þessu lokið okkur af varðandi bænina. Lúther lítur svo á, að þetta sé aðeins byrj- unaræfing. Já, nú ber okkur að hefjast handa og íhuga nánar ein- stakar bænir í Faðir vor. Það yrði of langt mál að fara út í smáatriði. Læt nægja að nefna fáein dæmi um það, hvernig Lúther hugleiðir bænirnar í Faðir vor. „Við fyrstu bænina, helgist pitt nafn, getur þú sagt: „Æ, góði Guð, kæri faðir, helgaðu nafn þitt bæði í okkur og um alla jörð. Truflaðu hina andstyggilegu hjáguðadýrk- un og villutrú, og láttu falskenn- ara og draumóramenn verða að engu. Góði Guð, snú þeim, sem enn er unnt að snúa. Við sjöttu bænina, leiö oss ekJd í freistni, getur þú til dæmis sagt: „Ó, góði Drottinn Guð, vek okkur og haltu okkur vakandi, áhugasöm- um og iðnum í orði þínu og þjón- ustu þinni, svo að við verðum ekki andvaralausir, undanlátssarriir og tómlátir, eins og við værum þeg- ar orðnir fullkomnir, svo að djöf- ulinn komi ekki yfir okkur og taki elskað orð þitt frá okkur og veki tvídrægni og flokkadrætti á meðal okkar o.s.frv." 5. Ýmsar athugasemdir um bæn Lúther: „Að endingu skaltu minnast þess, að þér ber ætíð að hafa amen þitt kröftugt. Þú átt ekki að efast um, að Guð hlusti á þig af náð sinni og svari bæn þinni játandi. — Hættu ekki að biðja, fyrr en þú hefur sagt eða hugsað: „Þessi bæn hefur sannarlega verið heyrð hjá Guði. Það veit eg með fullri vissu, því að amen þýðir það“.‘ „Ég á nú ekki við það, að þú eigir að segja þetta allt orðrétt í bæn þinni, enda yrði það ekki annað en innantóm orð. En ég vil hvetja og fræða hjarta þitt um það, hvaða hugsanir það á að hugsa í Faðir vor. Ef hjartað er vakandi og brennandi í bæninni svo sem vera ber, getur það tjáð slíkar hugsanir með mörgum öðr- um orðum.“ Lúther: „Allt, sem vel skal af hendi leyst, krefst mannsins alls með öllum skilningarvitum og iimum. Sá, sem hugsar um margt í einu, hann hugsar alls ekki og kemur enda ekki neinu góðu til vegar. Hversu miklu fremur verð- ur þá bænin að hafa allt hjartað fyrir sig einan, ef það á að vera góð bæn“. „Enn þann dag í dag sýg ég Faðir vor eins og bam, drekk og nærist af því eins og fullorðinn maður og verð aldrei mettur af. Það er auðvelt að finna, að það er hinn rétti meistari, sem hefur sam- ið hana.“ Lúther: „Það er hörmulegt, að slík bæn eftir þvílíkan meistara skuli vera þulin hugsunarlaust í heiminum án allrar íhugunar. Margir biðja ef til vill þúsund sinnum Faðir vor á ári. Þó að þeir bæðu þannig í þúsund ár, hefðu þeir þó ekki smakkað né beðið bókstaf eða stafkrók í því. Niður- staða: Faðir vor er mesti píslar- vottur á jörðinni, eins og nafn Guðs og orð Guðs, því að hver, sem vill, þjáir það og misnotar. Þeir eru fáir einir, sem uppörva það og gleðja með því að nota það á réttan hátt.“ Ingv. A. Nielsen. 7

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.