Bjarmi - 01.07.1983, Blaðsíða 8
Reynir Þ. Hörgdal
er fyrrverandi verkstjóri og á heima
á Akureyri.
Björt voru barnsárin
Það fyrsta sem mér kemur í hug
í sambandi við trúna er bænin.
Þegar ég var lítill drenghnokki,
kom móðir mín að kvöldi, settist
við rúmið mitt og hafði yfir kvöld-
bænirnar með mér. Þetta voru ein-
faldar bænir og bænavers, sem
veittu mér þann frið og öryggi,
er barnsleg og einlæg trú á Guð
og frelsarann ein getur gefið.
Þegar ég minnist þess nú er mér
þakklæti efst í huga, að Guð gaf
mér móður sem hafði skilning og
tíma til að vera heima hjá okkur
börnunum og hugsa um okkar
andlegu þarfir eigi síður en þær
líkamlegu.
Ekki man ég eftir því, þegar ég
var að vaxa úr grasi, að hlutverk
húsmóðurinnar væri talið lítilfjör-
legt og leiðinlegt, en sjálfsagt hef-
ur það ekki verið virt né þakkað
sem bar, og ekki höfum við þrosk-
ast stórlega í þeim efnum í seinni
tíð, þegar látlaust er deilt um það
hver eigi að gera hvað á heimil-
inu til þess að „jafnréttinu“ verði
sem best fullnægt.
Þó að húslestrar væru ekki iðk-
aðir á heimili mínu, voru í heiðri
hafðir helgidagar og hátíðir og
það hafði sín jákvæðu áhrif á
okkur börnin. Víst má ég vera
Guði þakklátur fyrir að hafa átt
heimili þar sem lífsfræi trúarinn-
ar var sáð í hjarta mitt, þegar
ég var barn.
Þess vegna er bjart yfir þessum
árum.
Gerviblóm
Með tímanum óx ég að vexti, en
ekki að sama skapi að vizku. Bæn-
Reynir Þ. Hörgdal:
Gagnar það
eitthvað að trúa?
um fækkaði, trúin missti mátt
sinn. Ekki var þó um að kenna
hávaða veraldarinnar því að hann
var stórum minni þá en nú, svo
að tóm hefði átt að gefast til að
hugsa og hlusta. Biblían var til á
heimili mínu, en því miður las ég
sjaldan eða aldrei í henni. í barna-
skóla var venja að læra Biblíusög-
ur utanað en ég var feginn, þegar
sleppa mátti smáletruðum köfl-
um.
Kristilegt æskulýðsstarf var
ekkert á þeim tíma í Glerárþorpi,
þar sem ég er fæddur og uppalinn,
en í Sandgerðisbót, þar sem ég
átti heima, var skólahúsið, sem
jafnframt var samkomustaður
þorpsbúa. Stundum komu Sjónar-
hæðarsöfnuður eða Hjálpræðis-
herinn og héldu þar samkomur.
Þó að ég færi að hlusta, vaknaði
ég ekki, — eða vildi ég það ekki?
Sem dæmi um deyfð mína get ég
nefnt, að þegar Ólafur Ólafsson,
kristniboði, kom til Akureyrar
1928 og hélt hér samkomur, sem
voru vel sóttar og áhrifamiklar
hafði ég enga löngun til þess að
fara þangað, þrátt fyrir það að
faðir minn og systir færu til að
hlusta á Ólaf.
Til spurninga gekk ég upp í
Lögmannshlíðarkirkju. Það var
ekki laust við að ég væri hálf-
kvíðandi, að mig ræki í vörðurn-
ar, þegar presturinn færi að spyrja
út úr kverinu, sem ég hvorki kunni
né skildi of vel. í eitt skipti gaf
umræðuefnið tilefni til þess, að
prestur varpaði fram þeirri spurn-
ingu, hvað það væri, sem greindi
gerviblóm frá blómum vallarins.
Ég þóttist góður að geta svarað
að þau vantaöi lífiö.
Þetta hefði átt að vera mér al-
varlegt umhugsunarefni, en ég
gerði mér ekki grein fyrir því að
ég var sjálfur gerviblóm, og átti
ekki lífiö, sem syndugur maður
öðlast fyrir trú á Drottin Jesúm
Krist, sem kom til að frelsa og
fyrirgefa, já, jafnvel mér. Þó að
fermingin markaði ekki tímamót
í lífi mínu, lét hún mig ekki ósnort-
inn.
Síðar komst ég að raun um það,
að vilji Guðs er, að ég og þú, sem
lest þessar línur, verðum lifandi
lærisveinar Krists, en ekki lífvana
gerviblóm.
„Vakna þú, sem sefur“
Þrátt fyrir andlegan sljóleika
minn átti ég einhverja innri sann-
færingu um tilveru Guðs, og að
leita hans i bæn væri í raun og
veru eina úrræðið, þegar sorg,
sjúkleika eða annan mikinn vanda
bar að höndum. En þetta var mér
feimnismál, sem varð að fara
fram í felum. Ekki þekkti ég þann
boðskap, sem stendur í Préd. 3,11:
„Allt hefir hann gjört hagfellt á
sínum tima, jafnvel eilífðina hefir
hann lagt í brjóst þeirra“. Þess
vegna bærðist í brjósti mér þrá
eftir því sem eilíft er og óhaggan-
legt.
En hver gat bent á slíkan grund-
völl, og var ekki nægur tími að
fara að hugsa um eilíföarmálin,
þegar maður var orðinn gamall
og þreyttur á öllu veraldarvafstr-
inu? Einnig gat ég huggað mig
með því að ég væri ekki verri en
aðrir jafnaldrar mínir. Svo var nú
sitthvað sagt um þetta trúaða
fólk. Fátt var auðveldara en finna
8