Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1983, Side 9

Bjarmi - 01.07.1983, Side 9
afsakanir og undanbrögð, þegar samviskan ónáðaði mig. Tíminn leið án þess að ég vakn- aði til alvarlegrar umhugsunar um sálarvelferð mína. Þó hafði Guð ekki gleymt mér, því að ýmislegt varð þess valdandi að ég gat ekki alltaf sofið sætum svefni í sinnu- leysi. Systir mín fór að lesa Nýja testa- mentið. Svo fór ég stundum á sam- komur inn á Akureyri, en þar höfðu þá starfað lengi Sjónarhæð- arsöfnuður og Hjálpræðisherinn. Arthur Gook var rökfastur ræðu- maður, sem hafði gott vald á ís- lenskri tungu. Það vakti athygli hér í bænum, þegar hann rökræddi opinberlega við forystumenn spírit- ista og guðspekinga, er hér voru á ferð, og hélt uppi vörn fyrir boð- skap Biblíunnar. Hjálpræðisherinn hafði oft á að skipa dugandi foringjum ásamt heimamönnum. í Glerárþorpi hóf fyrstur sunnudagaskólastarf Sæ- mundur G. Jóhannesson. Þá bar hann út Noröurljósið hér í þorp- inu, en faðir minn var kaupandi að því. Þetta hafði óneitanlega góð áhrif á mig. Því er ég Guði þakklátur fyrir alla trúaða vini, lífs og liðna, sem beint eða óbeint bentu mér á Jesúm Krist, krossfestan og upp- risinn mér til lífs og frelsunar. „En Pétur fylgdi álengdar“ (Lúk. 22,54). Nú var orðið mál fyrir mig að rísa af svefni. Það er ekki hægt til lengdar að fylgja Kristi álengdar. „Þá stígur þú sporið, sem aldrei þig iðrar“ Svo gerðist það 1933, að fámennt og fátækt félag, Kristniboðsfélag kvenna á Akureyri, ræðst í það stórvirki að byggja samkomuhúsið Zíon. Við skulum hafa það í huga, að á þessum tíma var hér kreppa, atvinnuleysi og fátækt. Því þurfti mikla trú til að ráðast í slíka fram- kvæmd, en trú þeirra varð sér ekki til skammar. , Starfsmaður Kristniboðsfélags- ins var fyrst í stað Jóhannes Sig- urðsson prentari, maður vekjandi og hvetjandi. Hann kom líka út í Þorpið og með honum hópur með strengjahljóðfæri og hélt samkom- ur í skólanum. Það kom fyrir að ég fór á samkomu — þó að ég kærði mig ekki um að fara. Guðs orð og andi voru farin að vekja óróa í hjarta mínu. Nú get ég þakkað Guði fyrir að svo var komið. Það var haustið 1936, að loks rann upp sú stóra stund, að ég ákvað að leita Krists, leita fyrir- gefandi náðar hans. Þetta gerðist, þegar norsku stúdentarnir voru hér á ferðinni og héldu samkom- ur i Zíon kvöld eftir kvöld við mikla aðsókn. Túlkur þeirra var ungur guðfræðinemi, Gunnar Sig- urjónsson. Bænastundir voru að samkomu lokinni, og þeim gefið tækifæri, sem vildu leita Krists og helga honum líf sitt. Einn stúd- entanna kom til mín og benti mér á orð í Jóh. 1,12. Við krupum nið- ur og báðum. Ég held að mín bæn hafi verið sundurlaus og stutt, en höfum það í huga, hvernig bæn tollheimtumannsins var: „Guð, vertu mér syndugum líknsamur". Varstu ekki alsæll, svífandi skýj- um ofar, laus við alla galla og efa- semdir? Einhver kynni að spyrja þannig. Nei, mín reynsla var ekki á þann veg. Trúarlífið er barátta, barátta við hið gamla, synðuga eðli. En ég stóð ekki einn í þessari baráttu. Ég mátti ætíð leita til frelsara míns um fyrirgefningu, hjálp og styrk. Páll postuli skrif- aði Tímóteusi: „Berstu trúarinnar góðu baráttu“. Nú hafði ég stigið sporið, sem mig hefur aldrei iörað, og á það bendir Hugrún réttilega í ljóðlín- unni, sem ég vitnaði í hér að ofan. — Engum trúuðum manni er það hollt að einangra sig. Það er mikil nauðsyn að hafa samfélag (ef því verður við komið) og samskipti við aðra trúaða. Samkomur og sam- bænastundir sótti ég í Zíon. Þar mætti ég vinum, sem sýndu mér traust, hvöttu mig til að taka ein- hvern þátt í starfinu þar, en þetta var engan veginn létt né auðvelt fyrir mann, sem var hlédrægur og óframfærinn. En Kristur er mátt- ugur og hjálpar þeim, sem vilja við hann kannast. Þátttaka mín í kristilega starf- inu hefur verið mér lærdómur, er hefur sýnt mér hve skammt ég er kominn áleiðis í skóla trúarinnar. Margt og mikið hef ég vinum mínum, sem komið hafa saman í kristniboðshúsinu Zíon, að þakka, sömuleiðis félögum í KFUM og KFUK, Kristniboðsfélagi kvenna og Kristniboðsfélagi karla, að ógleymdu Gídeonfélaginu. Að lokum þetta: Að trúa á Drottin Jesúm Krist er ekki að- eins gagnlegt, heldur skiptir það öllu máli. Hann er sá eini sem get- ur frelsað sekan og glataðan mann, gefið lífinu tilgang og stórkostlegt .mark að keppa að. Páll postuli skrifar í II. Tímót. 4,7: „Ég hefi barist góðu baráttunni, hefi fulln- að skeiðið, hefi varðveitt trúna“. Ef við varöveitum trúna, þá mun trúin varöveita okkur. Reynir Þ. Hörgdal. — Svo gerSist þaS 1933, aS fámennt og fátœkt félag, KrístniboSsfélag kvenna á Akureyri, rœSst í þaS stórvirki aS byggja samkomuhúsiS Zíon. KristniboSshúsiS Zíon á Akureyrí. 9

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.