Bjarmi - 01.07.1983, Page 10
NÝIA TESTAMENTISINS
1. löhannesarbrcf
Þetta bréf er líkara predikun en
almennu bréfin, enda eru hvorki
nefndir höfundar né viðtakandi í
byrjun bréfsins né kveðja í lokin.
Þó hefur það ekki verið sent „út
í bláinn", án þess að í huga séu
hafðir ákveðnir lesendur. Höfund-
ur skrifar mönnum, sem hann
þekkir, því að hann ávarpar þá
„börnin mín“ eða „þér elskaðir".
Þar að auki snýst hann gegn villu,
sem hefur naumast verið útbreidd
um alla kirkjuna.
Höfundur og lesendur
Lítum á upphaf bréfsins, er vér
spyrjum, hver höfundur þess sé.
Sá er sjónarvottur að lifi Jesú,
sbr. 1,1—3. Þegar vér berum þessi
fyrstu orð saman við fyrstu
fjórtán versin í guðspjalli Jóhann-
esar, getur það varla orkað tví-
mælis, að sami maður hafi samið
bréfið og guðspjallið, postulinn Jó-
hannes. Stíll og hugsun bréfsins
eru enda svo lík og í guðspjall-
inu — og raunar sérstæð, að ekki
getur verið um að ræða nema einn
og sama höfund. Dæmin um þetta
eru mörg. Bera má saman 1. Jóh.
l.lnn og Jóh. 1,1 og 14; 1. Jóh.
2,8 ög Jóh. 13,34; 1. Jóh. 3,8 og
Jóh. 8,44; 1. Jóh. 3,16 og Jóh.
15,13; 1. Jóh. 5,6 og Jóh. 19,34;
1. Jóh. 5,12 og Jóh. 3,36; 1. Jóh.
5,13 og Jóh. 20,31.
f erfðageymd kirkjunnar eru
menn líka yfirleitt sammála um
uppruna þessa fyrsta bréfs Jó-
hannesar.
Líklega eru lesendur kristnir
menn í Litlu-Asíu, einkum í Efe-
sus og nágrenni, en þar starfaði
Jóhannes postuli á efri árum, eftir
lát Páls postula. Bréfið ber þess
líka merki, að þar skrifar gamall,
reyndur maður andlegum „böm-
um“ sínum. Þegar hann lítur um
öxl, er langur tími liðinn frá upp-
hafinu, sbr. 2,7,24. Líklegt þykir,
að hann hafi ritað bréfið á eftir
guðspjallinu, 2,13nn.
Jóhannes hefur vissulega ekki
tekið pennan til þess eins að stytta
sér stundir. Villa hefur komið upp
í söfnuðinum. Þar er því hafnað,
að Jesús sé Kristur, 2,22; 5,1,
sonur Guðs, 2,22nn; 4,15; 5,5, eða
að Jesús Kristur hafi komið í holdi,
4,2, sbr. 2. Jóh. 7, hann hafi að-
eins komið í vatni, en ekki í blóð-
inu, 5,6.
Vér áttum oss betur á, hvað um
var að ræða, þegar vér lesum lýs-
ingéu* kirkjufeðranna á „hinni
rangnefndu þekkingu“ (gnósis),
einkum í framsetningu manns
nokkurs, sem Kerint hét. Hann
kenndi, að Jesús hefði aðeins verið
maður, sonur Jósefs, en að hinn
himneski andi Kristur eða sonur
Guðs hefði komið yfir hann í
skírninni („í vatninu", 5,6), en
hafi yfirgefið hann, áður en hann
leið og dó („í blóðinu“), og því
var sá, sem dó, ekki sonur Guðs,
heldur maður einungis. Dauði Jesú
hafði þá að sjálfsögðu ekki gildi
sem friðþæging fyrir syndimar.
Menn þessir hafa verið upp-
blásnir af hroka vegna þessarar
„þekkingar" sinnar. Afneitun
þeirra á guðdómseðli Jesú virðist
hafa fylgt einhvers konar „frelsi"
í breytninni, svo að þeir hafa lítils-
virt almenn boðorð Guðs og eink-
um boðorðið um bróðurkærleikann,
sbr. 1,6; 2,4,9; 3,4-10; 4,8-20.
Þannig bárust hættulegir straum-
ar með þessum mönnum, bæði
varðandi trú og líferni, og kristn-
ir menn voru í hættu, 2,26; 3,7.
Það var ekki aðeins, að hneyksli
krossins væri burtu numið, held-
ur var kenningin með kristilegu
yfirbragði, enda var bæði talað
um guðdómstign Krists og mann-
legt eðli hans og lögð áhersla á hið
kristna frelsi.
Vopnið: Postulavald
Kenningin virtist í margra aug-
um vera ákaflega „andleg", 4,1.
Hvemig gat Jóhannes ráðist gegn
henni? Hann beitir ekki hárbeitt-
um vopnum skynseminnar, heldur
postulavaldi sínu og vitnisburði
um það, sem hann sjálfur og hin-
ir postulamir hafa séð og heyrt
og þeir hafa predikað frá upphafi,
1,1—3, það, sem andi Guðs stað-
festir með vitnisburði sínum, 2,20;
5,6nn. Gamla trúin birtir sann-
leika sinn í breytingunni. Sá einn,
sem hefur soninn, hefur einnig
föðurinn og þar með lífið. Sá einn,
sem trúir, að Jesús sé sonur Guðs,
hefur þekkt kærleikann, sem fað-
irinn hefur auðsýnt, og getur elsk-
að hann á móti og þá, sem eru
fæddir af honum, bræðurna. Og
eins og trúin fæðir af sér kær-
leika, þannig gefur hún lærisvein-
inum líka djörfung til að biðja
og rekur á brott óttann við dóm-
inn.
Þetta eru í stuttu máli þau
atriði, sem lögð er áhersla á aftur
og aftur og með ýmsu móti í fyrsta
bréfi Jóhannesar.
Sérstæð framsetning
Erfitt er að sjá, hvort nokkurt
skipulag er á efni bréfsins. Hugs-
animar eru ekki settar fram i rök-
rænu samhengi hver á fætur ann-
arri, heldur koma þær fram æ á
ný og þá í sífellt stærra sam-
hengi.
Þó er ákveðin stígandi í efnis-
röðun bréfsins. Þegar höfð er í
huga villa sú, sem lýst var hér að
framan, verður eðlilegt, að fram
komi tvö meginatriði, sem bréf-
ritari víkur oft að:
1) Um trúna segir hann, að vér
eigum að trúa á Jesúm sem son
Guös.
10