Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1983, Side 11

Bjarmi - 01.07.1983, Side 11
NOBEGUR: 2) Um breytinguna segir hann, að oss beri að halda boðorð Guðs og elska hver annan, sbr. 3,23. Ekki verður fullljóst framan af, hvert samhengið er milli þessara tveggja atriða. En þegar líður á bréfið, tengjast þau hvort öðru og fléttast saman, svo að vér áttum oss á, hversu náið samband er á milli gömlu trúarinnar og hins nýja lífs í kærleika, sjá einkum 4.7— 5,6: „Hver er sá, sem sigrar heiminn (svo að hann heldur boð- orð Guðs), nema sá, sem trúir, að Jesús sé sonur Guðs?“ 5,3—5. Jóhannes byrjar bréf sitt með því að benda á það, að postularnir reisi predikun sína á því, sem hann og þeir hafi séð og heyrt, já, þreif- uðu á með höndum, sínum (líklegt er, að Jóhannes hugsi hér um hinn upprisna Jesúm), 1,1—4. Þvínæst kemur fyrsta hugleið- ingarefnið, 1,5—2,17. Það snýst að verulegu leyti um siögœöiö: Guð er ljós. Ef vér viljum eiga sam- félag við hann, verðum vér að framganga í ljósinu. Þá játum vér syndir vorar, en snúum jafnframt baki við þeim og höldum boðorð Drottins, 1,5—2,6. Sá, sem lifir í ljósinu, elskar bræðurna, en vill ekki elska heiminn, sem ferst, 2.7- 17. Að því búnu tekur Jóhannes að rita gegn afneituninni á Kristi. 1 henni skynjar hann eðli and- kristsins. Vilji lesendurnir gefa gaum að vitnisburði andans („smurningin"), munu þeir halda fast við það, sem þeir lærðu í upp- hafi, og þá munu þeir hlakka til endurkomu Krists óttlaust. Vonin um endurkomuna verður í framsetningu postulans kröftug röksemd fyrir því, að lesendur hreinsi sig af allri synd og rang- læti. Með þeim orðum víkur Jó- hannes á ný að breytninni, 2,29 —3,24. Trúaður, kristinn maður getur ekki syndgað, samkvœmt hinu nýja eöli sínu, sakir þess að Guð hefur fætt hann að nýju, því að öll synd er verk djöfulsins, 2,29—3,10. Einkum er hatur milli bræðra af hinu illa. Hins vegar er bróðurkærleikurinn kennimerki á börnum Guðs og sýnir, að þau hafa gengið yfir frá dauðanum til lífs- ins. Kærleikurinn á ekki að koma fram í orðum einum, heldur í und- irgefni og velgjörðum. Sannur kærleikur veitir oss djörfung fyrir Guði, og andi Guðs ber vitni um samfélag vort við Guð, 3,11—24. Varast ber að trúa sérhverjum anda, því að líka er til andi lyg- innar. Kennimerkið á anda Guðs er sú játning, að Jesús Kristur sé kominn í holdi, 4,1—6. Irum a Jesum kveikir kærleikann Eftir þennan nýja kafla gegn af- neituninni á Kristi kemur þáttur um kærleikann, 4,7—21, en það er sérstætt við þennan kafla, að nú fléttast talið um kærleikann sam- an við orð um trúna á Jesúm. Það, sem bindur þetta saman, er, að kærleikur vor er ekki annað en endurskin af kærleika Guðs og að kærleikur Guðs hefur verið opin- beraður í því, er sonur Guðs var sendur til að friðþægja fyrir synd- ir vorar, 4,7—16. „Hver, sem játar, að Jesú sé Guðs sonur, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði“, 4,15. „Sá, sem er stöðugur í kær- leikanum, er stöðugur i Guði, og Guð er stöðugur í honum“, 4,16. Þá bendir Jóhannes á samhengið milli kærleikans til Guðs og kær- leikans til bræðranna, en víkur síðan í 5,1—6 að hinum innri tengslum milli kærleikans, hlýðn- innar og trúarinnar á Jesúm sem son Guðs, hann, sem er kominn bæði í vatninu og blóðinu. Þessu næst fjallar postulinn um þá vitn- isburði, sem Guð hefur gefið Jesú: Sögulegar staðreyndir og áhrif trúarinnar, vitnisburður andans og lífsins, 5,7—12. Lögð er áhersla á það í niður- lagi bréfsins, að kristnir menn hafi rétt til og sé enda skylt að biðja fyrir þeim, sem hafa ratað í villu (meðan þeir hafa ekki syndgað til dauða). Trúaðir menn eru til þess ákvarðaðir að sigrast á syndinni. í Jesú Kristi, syni Guðs, eiga þeir samfélag við Guð og eilíft líf. Son- urinn og faðirinn eru hinn sanni Guð. Allir aðrir eru einungis skurðgoð, sem lesendum ber að varast. Meirihluli fylgjandi kvöldbænum Fyrir nokkru var gerð í Noregi skoSanakönnun um afstöðu full- orðinna til þess að kenna börnum að biðja kvöldbœnir. Niðurstöður sýndu að G2% telja rétt að kenna börnum að biðja kvöldbœnir, jafn- vel þótt foreldrarnir trúi ekki á Guð. 21% töldu hins vegar rangt að kenna börnum að biðja kvöld- bœnir. Um þaö bil 30% þeirra sem spurðir voru töldu sig per- sónulega kristna. BANDARÍKIN: PersónudÝrkun? Langt er sífian kristnir menn í Bandaríkjunum gerðu sér grein fyr- ir notugildi útvarps og sjónvarps við útbreiðslu trúarinnar. I><íir hafa koniið á fót fjölmörgum stöðvum til að útvarpa og sjónvarpa kristi- legu efni, og margir kaupa tima I veraldlegum fjölmiðlum til að vitna um trú sína. Sumir predikaramir njóta mikillar virðlngar, en hinu er ekki að leyna, að deilur hafa risið lun starfsemi ýmissa annarra pre- dikara. Hinir vinsadu sjónvarpspredikar- ar em ekki allir fulltrúar sérstakra kirkjudeilda, heldur duglegir ein- staklingar, seni skilja gildi fjölmiðl- anna. Kirkjudeiidir vestra hafa gagnrýnt suma þessa menn ákaf- lega hart og saka þá um að segja furðusögur og efla ósmekklega per- sónudýrkun í stað þess að boða orð Guðs. I»ó er vfst, að margir leggja hlust- ir við orðum þeirra. Telja sumir varlega áætlað, að áheyrendur þeirra séu um 20 milljönir, og árið 1978 söfnuðust 284 miiljónir dollara handa sjónvarpspredikumm. Þessi velgengni þeirra hefur ekki farið fram Iijá vikublaðinu Time. I»að liefur ritað um kirkjulíf í Bandaríkjunum og segir, að stofu- sófinn sé um það bil að koma í stað- inn fyrir kirkjubekkinn og ávísun til sjónvarpshetjunnar leysi kirkju- baukinn af liólmi. Hvað sem þessu líður, fjölgar fólki í kirkjum í Bandaríkjunum. Alls eru 113 milljónir Bandarikja- manna kirkjufólk. Kaþólskir eru fjölmennastir, um 50 milljónir, en mestir þeim „suður-baptistar“, sem I svo eru kallnðir. Þeir eru fastheldn- Iir við kenningar Biblíunnar og dug- legir trúboðar. Eru þeir 13 milljón- ir. Meðal kunnra manna í þeirri kirkju er Jinimy Carter, fyrmm for- I seti.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.