Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1983, Side 12

Bjarmi - 01.07.1983, Side 12
' Almenna mótið Almenna, mótið í Vatnaskógi var haldið helgina 1.—3. júlí s.l. og var yfirskrift þess „Við fætur Jesú . . .“ Hófst mótið á föstudagskvöldi með sam- verustund. Þar talaði stjórnandi mótsins, Benedikt Arnkelsson, út frá orðunum „Oss langar að sjá Jesúm.“ Síðan var bænastund. Á laugardagsmorg- uninn var biblíulestur í umsjá Sigurðar Pálssonar um efnið „Vakna þú sem sefur“, úr Efesusbréfinu. Á sama tíma var barnatími. Síðdegis á laugardeg- inum var fjölbreytt fjölskyldusamkoma, sem bar yfirskriftina „Barn Guðs“. Um kvöldið var svo vitnisburðar- og lofgjörðarsamkoma. Hófst hún með því að Emelía Guðjónsdóttir úr Keflavík tal- aði, Laufey og Rósa sungu og margir stóðu upp og vitnuðu um Drottin og lífið í honum. Sunnudagurinn hófst með messu í umsjá sr. Ólafs Jóhannssonar, skólaprests. Á sama tíma var sunnu- dagaskóli fyrir börnin. Eftir hádegið var kristni- boðssamkoma, þar sem hjónin Kjellrún og Skúli Svavarsson töluðu út frá yfirskriftinni „Farið þér einnig í víngarðinn". Lesið var úr bréfum frá öll- um kristniboðunum og Æskulýðskór KFUM og K söng. Á lokasamkomunni síðdegis töluðu þeir sr. Gísli Jónasson og Jón Viðar Guðlaugsson um efnið „Musteri Guðs — lifandi steinar". Mótið var f jölsótt að vanda, en flest var á sunnu- deginum. Veður var að vísu ekki hið ákjósanleg- asta, en menn létu það ekki á sig fá og röbbuðu saman á milli stunda, t.d. yfir kaffibolla í kaffi- teríunni sem starfrækt var í gamla skálanum á meðan á mótinu stóð. Þing StK Að loknu almenna mótinu hófst þing Sambands ísl. kristniboðsfélaga og stóð það frá mánudegi fram á miðvikudag. Þingið sátu tæplega 50 full- trúar hinna ýmsu kristniboðsfélaga og styrktar- félaga Sambandsins, auk nokkurra kristniboðs- vina. Á þinginu voru fluttar skýrslur af starfinu bæði ytra og heima og skýrðir reikningar. Talsvert var rætt um fjáröflunaraðferðir og heimastarfið. Dag hvern var byrjað með hugleiðingu úr frá Guðs orði eða biblíulestri og voru þessir liðir í um- sjá Margrétar Hróbjartsdóttur, Benedikts Arnkels- sonar og Höllu Bachmann. Einnig ávarpaði Francis Grim þingið, en hann var hér á landi á vegum Kristilegs félags heilbrigðisstétta. Kvöldvökur voru í umsjá Kjellrúnar og Skúla Svavarssonar og Kristni- boðsflokksins Tíunnar. í lok þingsins fór fram stjórnarkjör. 0r stjórn áttu að ganga þeir Ingólfur Gissurarson og Páll Friðriksson, sem báðir voru endurkjörnir, og Bald- 12 Mót og þincjí MVS vjiaola^

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.