Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1983, Side 16

Bjarmi - 01.07.1983, Side 16
En mundi hún þora að fara heim? Örþrifaráð. Hún fékk ekki mikla uppörvun hjá bróður sínum: „Þú verður sjálf að taka á þig ábyrgðina og læra í annað sinn,“ sagði hann. Síðan hringdi hann heim, sagði, hvar hún væri og að hann mundi láta hana fara heim við fyrstu hentugleika. Yumiko var kvíðafull. Hún hafði ekki sofið alla nóttina. Blygðun og ótti gagntóku hana. Hugsun, sem hafði rétt hvarflað að henni daginn áður, tók nú að ásækja hana. Þá hlutu. þau að gera sér ljóst, hversu alvarlegum aug- um hún leit þetta, og fyrirgefa henni. En þorði hún það? Yumiko tók á öllu, sem hún átti til, og gekk niður á stöðina. Hún sagði, að hún væri því miður hindruð frá því að fara. Hvort hún gæti fengið farmiðann endur- greiddan? Sjálfsagt! „Skal — skal ekki,“ hljómaði í huga hennar, þegar hún skundaði til næstu lyfjabúðar og keypti svefntöflurnar „handa mómmu“. Síðan lagði hún af stað upp í bæ- inn. Þar var símklefi. Yumiko hljóp inn í hann, opnaði Iitlu dósina í skyndi og hellti upp í sig öllu, sem í henni var. Um leið og hún hafði gert það, greip hana óðagot. En hún herti sig upp, svo að hún gæfi ekki eftir og færi að hrópa á hjálp. Töflurnar verkuðu fljótt í litl- um, mögrum líkama hennar. Sím- klefinn, allt fór að riða og varð óskýrt. Svo hneig hún niður, hrap- aði og hrapaði og tók um mag- ann . . . Tadashi kom upp brekkuna á gamla mótorhjólinu sínu. Mundi það takast í öðrum gír eða varð hann að skipta í fyrsta gír? Hann þurfti að skipta niður í fyrsta gir og varð svolítið gramur, meðan hann var að glíma við skipting- una. Einmitt þegar hann hafði komið hjólinu í rétt horf og hélt upp eftir með miklum hávaða, kom hann auga á unga stúlku, sem var svo undarleg í gangi. Drukkin núna? Svona ung? Þarna datt hún. Tadashi nam snögglega staðar og hljóp til hennar. Hún var ná- Sauljáit ára og sjálfráð föl og muldraði einhver óskiljan- leg orð. í hvaða snöru hafði hún flækt sig? Mundi hann nú verða að taka þessa stúlku að sér? En ef hann léti hana eiga sig? Hann veifaði til leigubílstjóra og kom henni upp í bílinn. Stúlkan var eins og lífvana. Nokkrir kippir fóru um líkamann. Á sjúkrahúsinu áttuðu menn sig fljótlega á, hvað um var að ræða. Ekki í hættu. Eftir tvo til þrjá daga yrði allt gott aftur . . . Yumiko sat aftur í lestinni — á leið heim með móður sinni. Mamma var ekki blíð á manninn. Henni var þó runnin reiðin að mestu, og nú var hún fegin, að ekki hafði farið verr. Þeir eiga frið. , Yumiko hafði fengið ærið um- hugsunarefni. Hún mundi ekki ýkjamikið frá dögunum á sjúkra- húsinu. Hún hafði verið veik og þreytt, það var allt, sem hún mundi. En þriðja daginn, sunnu- dag, hafði þessi Tadashi-san, sem fann hana, komið aftur. Hann hafði farið með hana í sveitina, þar sem hann gekk í kristilegan búnaðarskóla. Þau fóru á samkomu í kirkjunni þar, og Yumiko fannst hún hefði séð inn í alveg nýjan heim. Reynd- ar skildi hún ekki mikið af lestr- inum úr Biblíunni og ræðunni, en hún fann, að þarna var gott að vera. Þetta var allt annað en dimm og dularfull musterin. Það var öðruvísi en hið sauguga og niðurlægjandi líf, sem hún hafði séð og tekið þátt í í Osaka. Þetta fólk í kirkjunni og skólanum var glatt, ræðið og frjálsmannlegt. Hún minntist lika útlendings, sem hún hafði talað við í síman- um. Einnig hann hafði víst komið á sjúkrahúsið. Hún mundi aðeins óljóst, að hún hafði tekið í hönd, einu sinni þegar hún rankaði við sér úr dáinu. Útlendingurinn hafði beðið um að fá að hitta hana og móður hennar, áður en þær færu heim. Þvi hafði hún lofað og ákveðið, ( hvar þau gætu hist. En móðir hennar tók fyrir það. Þa:r ættu ekki að koma nálægt Kristo-kyo (kristindómi) eða út- lendingum, sagði hún. Yumiko fann þó innra með sér, að hún hafði ekki bitið úr nálinni í þessu máli. í hjarta hennar hafði vaknað löngun til að vita meira, nei, til að eiga þennan djúpa frið og þá sönnu gleði, sem hún hafði nú séð, að menn gátu eignast. En hvernig ætti hún að finna þetta á eigin spýtur? Nokkru síðar kom bréf frá Yu- miko-san til útlendingsins. Hún þakkaði fyrir hjálpina og bað hann að gefa sér ráð til þess að finna einhverja kirkju í námunda við heimili sitt, „því að ég held, að það, sem ég þreifaði á þessa daga, hafi orðið mér dyr inn til lífsins,“ skrifáði hún. , f grýtta jörð. Kæri lesandi. Hér endar þessi stutti, en viðburðaríki æviþáttur! Hann er aðeins einn af mörgum . . . Útlendingurinn hefur aldrei síð- an haft spurnir af Yumiko-san. Vera má, að móðir hennar hafi brennt svarinu, sem hann sendi. Ef til vill hefur Yumiko fallið aftur. Þannig fer oft hér í þessu landi. Það er sem þú skyggnist lítillega inn í mannleg örlög. Þú gefur það besta, sem þú þekkir, fagnaðar- erindið um Jesúm, hann, sem kom til þess að leita að hinu týnda og frelsa það. Það vaknar þrá eftir að eiga það. En erfðavenjur, mammons- dýrkun, lifsleikur eða sinnuleysi ná svo oft undirtökunum. Svo hjaðnar þetta aftur, og eftir verð- ur stórt sár og margar spurning- < ar, bæði hjá honum, sem reyndi að gefa, og hjá honum eða henni, sem „tókst ekki“ að taka á móti. En þetta úrræðaleysi og þessi sár eru kannski erfið en nauðsyn- leg leið, til að ríkuleg uppskera verði í guðsríki í Japan. Tore Játun, Jcristniboði. 16

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.