Bjarmi - 01.07.1983, Side 19
Fyrir örfáum árum hóf kristi-
legur fjölmiðlaskóli göngu sína á
Gimlekollen í Kristjánssandi. Þar
hefur Norska lútherska kristni-
boðssambandið komið sér upp fjöl-
miðlasetri. Þarna er útvarpsfélag-
ið Norea, útgáfufélagið Lynor sem
framleiðir hljómplötur og segul-
bandssnældur, og skólinn, en hann
útskrifar hálfan sjötta tug nem-
enda ár hvert. Menntun þeirra
miðast við að þeir starfi að blaða-
mennsku, í útvarpi og sjónvarpi,
að bókaútgáfu o.s.frv. Gildi fjöl-
miðla fer sívaxandi, og því er
nauðsynlegt að til séu kristnir
menn sem hafi áhrif á þessa fjöl-
miðla.
Meðal kristilegra skóla á æðra
skólastigi má nefna kristinboðs-
skólann á Fjellhaug í Osló. Þar
eiga karlmenn kost á f jögurra ára
kristniboðsmenntun, og konur sem
þegar hafa aflað sér menntunar
í einhverri starfsgrein geta gengið
þar í skóla í eitt ár.
Norska kristniboðsfélagið, Det
norske misjonsselskap, rekur
kristniboðsháskóla í Stafangri.
Þar geta menn í senn tekið kristni-
boðapróf og embættispróf í guð-
fræði.
Safnaðarháskólinn í Osló er
sjálfstæður guðfræðiskóli. Flestir
prestar norsku kirkjunnar sækja
menntun sína þangað, svo og
fermingarfræðarar og kristnifræði-
kennarar. Forstöðunefnd skólans
endurnýjar sig sjálf, enda fer hún
með æðstu stjórn hans, og er skól-
inn því ekki þáttur í starfi leik-
mannahreyfinganna í Noregi.
Norski kennaraháskólinn í
Björgvin menntar kennara á há-
skólasviði í uppeldisfræði og
kristnum fræðum, enda hefur skól-
um Noregs bæst fjöldi trúaðra
kennara á siðustu 15 árum fyrir
Þetta er skólinn í Kvitsund á Þelamörk, einn af kristilegu framhaldsskólunum
sem Norska kristniboðssambandið rekur. Starfsemi kristilegu skólanna hefur
haft gífurleg áhrif. Þar heyra margir nemendur kall Krists til fylgdar og
þjónustu.
hans tilstilli. Sjö kristileg félags-
samtök eiga þennan skóla og ann-
ast rekstur hans í sameiningu.
Loks má nefna að á seinni ár-
um hefur kristilegum leikskólum
barna fjölgað stórlega. Kristni-
boðssambandið eitt mun nú eiga
eitthvað 70 leikskóla. Þeir fá opin-
beran styrk. Margir leikskólar eru
í tengslum við kristileg samkomu-
hús. Þannig nýtast húsin vel, og
börnin venjast á að vera í kristi-
legu samkomuhúsunum. En þetta
starf útheimtir allmiklar fjárfest-
ingar svo að kristniboðsvinir verða
að leggja fram mikið fé, þegar
iagt er af stað.
Samkvæmt norskum lögum um
einkaskóla skulu þeir njóta styrks
úr opinberum sjóðum. Ríkið greið-
ir nær allan kostnað lýðháskól-
anna, 85 af hundraði kostnaðarins
við rekstur framhaldsskóla og
biblíuskóla, og skólar á háskóla-
stigi fá 30—40 af hundraði kostn-
aðar greiddan.
Þessir mörgu skólar eru góð
tæki sem okkur ber að þakka fyrir.
Gœlt við grísina. Æskufólk sem vill vinna sveitastörf getur leitað sér mennt-
unar í kristilegum búnaðarskólum. Þessir nemendur ganga í skólann á Val
í Norður-Þrœndalögum. Eigandi skólans er Norska kristniboðssambandið.
Jafnframt höfum við ástæðu til
að minnast orða Biblíunnar um,
að þar sem dyr eru opnar, þar eru
líka margir andstæðingar.
Það er barist um kristilegu
stofnanirnar. Tekist er á um það
hvort við megum sjálfir stjórna
þeim og ráða starfsfólk.
Hver á að ákveða hvernig frjálsu
skólunum skal stjórnað?
í lýðfrjálsu landi ákvarða opin-
berir aðilar hvernig á að stjórna
opinberum skólum. Eins ætti það
að vera sjálfsagður hlutur að eig-
endur kristilegu skólanna væru
sjálfráðir um stjórn skóla sinna.
En þannig er því ekki farið.
Stórþingið í Noregi hefur sett lög
þar sem kveðið er á um hvernig
skipa skal stjórnir skólanna sem
hljóta styrki samkvæmt lögunum
um einkaskóla, svo og stjórnir
lýðháskólanna og leikskólanna.
Skólastjórn skal skipuð með „lýð-
ræðislegum11 hætti. í henni eiga
að sitja fulltrúar hinna margvís-
legu hópa sem eiga hagsmuna að
gæta og eru tengdir stofnununum.
Yfirvöld vilja líka eiga þar full-
trúa.
Það er mikilvæg grundvallar-
regla í kristilegu starfi að öll
kristileg starfsemi lúti stjórn
kristinna manna, einstaklinga sem
hafa náðargáfu til að veita for-
stöðu. En samkvæmt hinum nýju
fyrirmælum laganna er ekki unnt
að tryggja að i stjórnum frjálsu,
kristilegu skólanna sitji eingöngu
kristnir menn.
Eftir mikla baráttu er þó svo
komið að eigendur einkaskóla
ákveða hvernig stjórnin er skip-
uð, þ.e. á hvaða hátt allir fulltrú-
arnir sem hafa atkvæðisrétt eru
19