Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.04.1985, Blaðsíða 16
Steinunn A. Björnsdóttir Indæl pílagríms Steinunn Arn- þrúður Björns- dóttir. D ^^.útan silaðist upp bratta fjallshlíðina. Svitinn perlaði á enni bílstjórans og farþegarnir stundu og dæstu því að sólin skein skært og miskunnarlaust á rútuna og hitinn inni var næstum óbærilegur. Þá blasti hún skyndilega við, sýnin langþráða: Jerúsalem, borgin helga. Pílagrímarnir réttu úr sér, gleymdu hitamollunni og störðu bergnumdir á múrana sem blöstu við þeim og á bláa moskuna með gyllta þakinu sem bar við himin. Það var eftirvænting í loftinu, ekki aðeins í rútunni heldur í allri borg- inni, páskar voru í nánd. Þúsundir eða tugþúsundir pílagríma streymdu til helgustu borgar kristninnar til þess að minnast þar pínu, dauða og upp- risu frelsara sína. Þeir komu hvaðan- æva að, voru úr ýmsum kirkjudeild- um, en öllum var hið sama efst í huga: Þeir áttu að fá að ganga götuna sem Kristur gekk; fá að fylgja honum frá innreiðinni í Jerúsalem, sitja til borðs með honum við síðustu kvöld- máltíðina, þjást með honum í Getse- mane, líða með honum og fagna við upprisu hans á páskamorgun. Pílagrímurinn, sem fyrstur vatt sér niður úr rútunni, hefði komið okkur kunnuglega fyrir sjónir á götu. Hann Via Dolorosa — Vegur þjáninganna.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.