Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.10.1985, Blaðsíða 20
— 4 • • FJORUTIU ARA FARSÆLT STARF 4 Þakklæti, fögnuður og sóknarhugur einkenndi landsmót Gídeonfélaga á íslandi, sem haldið var að Hrafnagili í Eyjafirði, dagana 30. ágúst til 1. september sl. Gídeonfélagar höfðu sannarlega mikið að þakka Guði fyrir, því fyrsta mótsdaginn voru liðin 40 ár frá stofn- un fyrsta Gídeonfélagsins hér á Iandi. Á þessum 40 árum hafa Gídeonfélag- ar úthlutað yfir 172 þúsund eintökum af Biblíum og Nýja testamentum í skólum, hótelum, sjúkrahúsum og víðar. Mest hefur verið úthlutað af Nýja testamentum til skólabarna, alls 137.534 eintök, um 6 þúsund Biblíur hafa verið lagðar inn á hótelherbergi og um átta þúsund Biblíur og testa- menti á sjúkrahús, svo nokkuð sé nefnt. Gídeonsamtökin eru alþjóðlegur félagsskapur kristinna verslunar- manna og sérmenntaðra manna, sem vilja boða fagnaðarerindið um Jesúm Krist í lífi og starfi en sérstaklega með því að dreifa Biblíunni, Guðs orði, sem allra víðast. Félagsskapurinn er bandarískur að uppruna og var Gíde- onfélagið á íslandi fyrsta félagið sem stofnað var utan Ameríku. Nú starfa Gídeonfélög í 134 löndum víðs vegar um heim. Samkvæmt ársskýrslu síðasta árs starfar Gídeonfélagið nú í 8 félags- deildum, eru þrjár þeirra á Reykja- víkursvæðinu, en hinar á Akranesi, Akureyri, Vestmannaeyjum, ísafirði og í Keflavík. Félagar eru nú 121 á landinu öllu. Á mótinu að Hrafnagili voru við- Fimm af stofnendum Gídeonfélagsins ásamt fulltrúa alþjóðaútbreiðslunefndar Gídeonfé- laeja. Talið frá vinstri: R. Don Efird, Hermann Þorsteinsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Friðrik Vigfússon, Ami Sigurjónsson og Helgi Elíasson. staddir fimm þeirra 17 manna sem stofnuðu Gídeonfélagið árið 1945. Voru þeim og öðrum stofnfélögum, sem ekki gátu verið viðstaddir, færðar innilegar þakkir. Gídeonfélagar sjá sjálfir um alla fjáröflun til kaupa á Biblíum og testamentum sem dreift er hér á landi, en á mótum sem þessu hefur einnig skapast sú hefð að eitt kvöldið er safnað fé til dreifingar heilagrar ritningar í öðrum löndum. Að þessu sinni var safnað til kaupa á nýrri þýðingu á Nýja testamentinu á máli Pókotmanna í Kenýju. Inn komu rúmlega 27 þúsund krónur og verður testamentum fyrir þá upphæð dreift af íslensku kristniboðunum í Kenýju fyrir milligöngu Gídeonfélagsins þar í landi. Gídeonfélagið hefur frá upphafi verið í nánu samstarfi við hliðstæð félög í öðrum löndum og þá einkum í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. Tveir erlendir fulltrúar voru viðstadd- ir afmælismótið, þeir R. Don Efird frá Bandaríkjunum og Odd Haanes frá Noregi. Fluttu þeir kveðjur og boðskap úr Guðs orði svo og fréttir frá starfi Gídeonfélaga víðs vegar um heim. Stjórn Landssambands Gídeonfé- laga skipa nú: Kári Geirlaugsson, formaður, Sigfús Johnsen, varafor- maður, Sigurður Gústafsson, gjald- keri, og Steinar Waage, kapellán. Á þessu hausti efna Gídeonfélagið og Hið íslenska Biblíufélag til rit- gerða- og myndasamkeppni meðal barna um verkefni tengt lestri Nýja testamentisins. Gídeonfélagar munu því um leið og þeir fara í skóla í haust og úthluta Nýja testamentum, einnig afhenda myndskreytt leiðbeiningarrit 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.