Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1987, Qupperneq 6

Bjarmi - 01.03.1987, Qupperneq 6
SKlRNIN Skírnin er viðfangsefni í brennidepli að þessu sinni. Hér er á ferðinni mikilvægt efni þar sem skírnin er einn af grundvallar- þáttum kristinnar trúar og svo virðist að fólki sé ekki alltaf Ijós merking og gildi skírnarinnar. Yið reynum að líta á nokkrar hliðar málsins. Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: Wáð sem næqir þér Hátíðir kirkjunnar Þegar ég var beðinn að leggja eitthvað til mála í umræðu um skírn- ina hér í Bjarma, voru jólin nýliðin. Nú er fastan að nálgast. Síðan koma páskarnir. Af hverju er ég að taka þetta fram? Það er ekki út í bláinn í þessu sam- bandi. Mér finnst ástæða til að hugsa út í þá „einföldu“ staðreynd, að hátíð- ir kirkjunnar eru sendar í veg fyrir mig án þess að ég sé spurður. Þær voru fyr- ir í þeim heimi, sem ég fæddist inn í, andblær þeirra, ómur og orð settu mót á vitundarlíf mitt áður en ég vaknaði til sjálfsvitundar. Þær marka hvert ár, sem ég fæ að lifa, óbrigðulir gestir og förunautar, óháðir öllum umskiptum atvika og reynslu í lífinu, öllum geð- brigðum mínum. Þær eiga ekki upp- runa sinn í huga mínum né í hugsun eða trú nokkurs manns. Ég hef ekki valið þær handa mér. Þær voru mér gefnar um leið og ég fæddist og aldrei teknar frá mér aftur. Vissulega hefur það getað verið upp og ofan, hvernig ég hef haldiö heilagt á hátíðum, ég hef vafalaust svikið þær oft eða svikið mig um þær, en þær hafa aldrei svikið mig. Sá sem gaf þær í upphafi, heldur áfram að gefa þær, þó að hvorki ég né aðrir höldum þær eins og ber. Og hann er svo auðugur að miskunn, að hann er sífellt að ljúka upp og miðla að nýju af þeirri auðlegð > sinni, sem í þeim vitjar mín. Sá er kristinn, sem veit sig vera að taka út ávöxt af ósegjanlegum rík- dómi, sem Guð hefur ánafnað manni fyrirfram, að fyrrabragði, án eigin verðskuldunar eða tilverknaðar. Þannig er að þiggja skírn og meta hana síðan, lifa í ljósi hennar. En víkj- um nánar að hátíðunum. 6 A

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.