Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1987, Page 12

Bjarmi - 01.03.1987, Page 12
SKÍRNirS Quðmundur Quðmundsson: Starf KFUM oq K oq skimarfræðsla klrkjonnar Guðmundur Guðmunds- son er guðfræðingur og starfar sem æskulýðsfull- trúi þjóðkirkjunnar. Tvennt lærði ég fljótlega eftir að ég varð sveitastjóri í Yd KFUM á Holta- vegi. Forstöðumaðurinn leiddi mig inn í þessa tvo leyndardóma starfsins. Þeir voru aðalatriðið í öllu sem við gerðum og ljóslifandi á bænastundun- um sem við sveitastjórarnir áttum saman eftir að drengirnir voru farnir frá okkur. Fyrri leyndardóminn sagði hann mér, þegar hann kallaði mig til starfa. í deildarstarfinu fengi ég tæki- færi til að vitna um trú mína fyrir öðrum. Seinni leyndardóminn fann ég út af atferli hans og ræðum frekar en hann segði mér hann berum orðum. Við erum að vinna að skírnarfræðslu kirkjunnar í deildarstarfinu. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar, en þessar tvær staðhæfingar standa enn fyrir sínu hreinsaðar í eldi reynslunnar. Vil ég staðnæmast við þær í þessum skrifum. Það er bæði gagnlegt og nauðsyn- legt fyrir okkur í KFUM og K að hugsa um merkingu smáorðsins og í heiti greinarinnar „Starf KFUM og K og skírnarfræðsla kirkjunnar". Það skiptir sköpum að skilja það rétt. Með því vil ég, lesandi góður, vekja þig til umhugsunar um stöðu þína frammi fyrir Guði, í kirkju hans og meðal samferðamanna þinna, að trúarlíf þitt taki fjörkipp mönnum til blessun- ar. 1. Vitnisburður trúarinnar. Lifandi vatn, sem Guðs orð talar um, þekkir enga kyrrstöðu. Forar- pollur er trú, sem vill eiga fagnaðarer- indið fyrir sig. Hún er ekki ljós í myrkri, heldur enn meira myrkur. Lif- andi vatn er ekki hægt að hindra. Það vellur fram og veitir örfoka landi gró- andi. Jóhannesarguðspjall segir frá lifandi vatni. Konan við brunninn í Jóh. 4. sá að Jesús var Kristur, Guð kominn til okkar. Svo glöð var hún að hún kom borginni í uppnám með vitn- isburði sínum. Lokaorð frásagnarinn- ar undirstrika það: „Og miklu fleiri tóku trú, þegar þeir heyrðu hann sjálfan. Þeir sögðu við konuna: „Það er ekki lengur sakir orða þinna, að vér trúum, því að vér höfum sjálfir heyrt hann og vitum, að hann er sannarlega frelsari heimsins“ (Jóh.4,41-42). Hvað er þetta Iifandi vatn, sem Jesú varð svo tíðrætt um? Það er útskýrt í Jóh. 7. Þar segir Jesús: „Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki. Sá sem trúir á mig, — frá hjarta hans mun renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir.“ Og þá kemur skýringin: „Þarna átti hann við andann, er þeir skyldu hljóta, sem á hann trúa“ (Jóh. 7,37-38). Okkur ber að vera þannig farvegur náðar Guðs. Og félögin gefa okkur tækifæri til þess. Við þurfum að hafa fyrir því að koma okkur í þá stöðu að við fáum tækifæri til vitnisburðar. Vitnisburður er með ýmsu móti. Þátt- taka í safnaðarstarfi og deildarstarf- inu er vitnisburður um það sem við viljum standa fyrir. Við eigum að taka upp krossinn, kannast við markmið okkar og vinna að framgangi Guðs ríkis. Leggðu af stað í trú og þú reynir það að lifandi vatn sprettur fram, ekki fyrir þig, heldur fyrir aðra og það er lífsgjöf þín. Köllunin til starfa kemur oft við fyrirbæn, við erum minnt á einhverja í hópnum, við biðjum fyrir þeim, leit- um þeirra, sinnum þeim og þjónum. En köllunin þarf að þroskast og eflast. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því til hvers við erum að starfa fyrir þau sem okkur er trúað fyrir. Skírnar- skipunin í Matt. 28. er okkar köllun og þar er markmiðið ljóst „að gera alla að lærisveinum." Þau orð ættum við alltaf að hafa í huga í starfinu. Þá verður vitnisburður trúarinnar og skírnarfræðsla kirkjunnar sami hluturinn. Við erum kölluð til að fræða börnin til skírnar eða það sem algengara er að kenna þeim til hvers 12

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.