Bjarmi - 01.03.1987, Blaðsíða 16
Eino á ti**'
éta ll,íon'
iltö'
Trúfræðsla í léttum
eftir Johan Wilhelm E
I
þcssu tölublaði Bjarma byrjar nýr fram-
haldsþáttur undir heitinu „Einn á kjaftinn, séra
minn!” Hér er um trúfræðslu í léttum dúr að ræða,
þar sem sögur úr lífi Pappínós, sóknarprests,
kenna okkur sitthvað um nokkur grundvallaratr-
iði kristinnar trúar og breytni. Kaflarnir eru þýdd-
ir úr bókiuni „Knock out for sokneprest Pappino“
eftir norska prestinn Johan Vilhelm Eltvik. Papp-
ínó er sókarprestur í litlum bæ á Italíu. Hann er
bæði skapbráður og hjartastór. Sögurnar af hon-
um eru í senn gamansamar og lærdómsríkar og
miðla á aðgengilegan hátt dýpstu sannindum
kristindómsins.
1. Um synd
Skammt fyrir utan þorpið hans séra Pappínós rann
árspræna. Pað hljóp í hana vöxtur á vorin og hún varð
djúp og breið. Glitrandi urriðar byltu sér í vatnsborð-
inu. Arla morguns rölti Larúsó, smiðurinn í þorpinu,
yfir akrana og hélt á veiðistöng í annarri hendi og dós
með ánamöðkum í hinni. Þessi smiður fékk venjulega
það sem hann vildi. 130 kg. af uppsláttarvöðvum gerðu
sitt gagn. Þegar þau dugðu ekki til beitti hann öllu því
valdi og virðuleik sem fylgja máttu formannsstöðunni í
„Silunga- og fluguveiðifélaginu“.
Ókunnugir - þ.e. þeir, sem ekki bjuggu í litla þorp-
inu, þar sem Pappínó þjónaði - áttuðu sig venjulega
ekki á mikilvægi þessa félags. Nafnið var dálítið skringi-
legt og gaf ekki ótvírætt til kynna hvort það var silungur
ellegar fluga sem reynt var að veiða. Þorpsbúar höfðu
dúr,
tvik.
hins vegar vanist því fyrir löngu að miklvægustu hags-
munamál þorpsins væru afgreidd í „Silunga- og flug-
uveiðifélaginu“. Larúsó hafði verið formaður þar svo
lengi sem elstu menn mundu.
Smiðurinn nálgaðist kjarrið á árbakkanum og grun-
lausir fiskarnir í ársprænunni nutu morgunkyrrðarinn-
ar. Þá heyrði hann skyndilega brak og bresti. Hann
stansaði og furðaði sig á þessum undarlegu hljóðum.
Svo læddist hann inn á milli runnanna og sá hvaðan
óhljóðin komu. A jörðinni fyrir framan hann lá næstum
tveggja metra langur maður, klæddur slitinni svartri
hempu. Hjá honum lá svartur hattur, bambusstöng,
beitudós og gömul Biblía.
Séra Pappínó hraut af öllum lífs- og sálarkröftum.
Brjóstkassinn lyftist og hneig eins og físibelgur undir
hempunni. Hann svaf værum svefni. Larúsó brosti
breitt. Hann hafði ekki staðið frammi fyrir slíkri freist-
ingu síðan á hvítasunnu fyrir tveimur árum, þegar Papp-
ínó sneri öklann og Larúsó hafði falið altariskertin
lengst upp í kirkjuturni.
Klukkutíma síðar vaknaði Pappínó af værum blundi
og teygði vel úr gildum skrokknum. Hann opnaði augun
og sá svarta hattinn sinn á floti í miðjum straumnum.
Áður en hann var almennilega vaknaður fleygði hann
sér út í ískalt vatnið og svamlaði í átt að hattinum. Það
var þá sem hann áttaði sig á að hatturinn hékk á færinu
eins og flotholt. Hann skreið á land, gegnblautur og viti
sínu fjær af reiði. Honum tókst með harmkvælum að
kveikja bál og hugsaði nú ráð sitt. Fötin þornuðu við
eldinn, en hefndarþorstinn logaði hið innra og tók úr
honum versta hrollinn. Síðla þann sama morgun sá
einmana geitahirðir undarlega sýn. Hempuklæddur
svoli læddist laumulega um kjarrið. Á höfði bar hann
krumpaðan hattkúf og hélt á langri, gildri birkigrein.
Við bugðu á ánni fann Pappínó það sem hann leitaði
að. Larúsó sat hálfdottandi með veiðistöng í hendi og
hallaði sér upp að stóru tré. Pappínó læddist áfram
hljóðlátur sem köttur og beið síðan grafkyrr handan
runnanna. Þolinmæði var ekki hans sterkasta dyggð, en
nú sat hann sem fastast. Sólin hækkaði á lofti og það tók
að hlýna. Þá - loksins - dró til tíðinda. Flotholtið á færi
Larúsós hvarf og veiðstöngin bognaði. Larúsó stóð
16