Bjarmi - 01.03.1987, Qupperneq 19
Frá ráðstefnu kristniboðanna í Kenýu 6.—11. janúar sl.
Biðjið Quð aðgefa okkur visku
„Mig dreymdi að ég sæi fólkið í
kirkjunni ganga á vegi, sem lá til
glötunar. Allt frá því ég sagði skilið
við Krist, hefur mér liðið illa og nú sá
ég það svo skýrt fyrir mér, að ég gat
ekki efast um að ég væri á glötunar-
vegi. f>ess vegna er ég í kirkjunni hér í
dag til að segja ykkur frá því, að ég hef
snúið aftur og til þess að biðja ykkur
og Guð fyrirgefningar á öllu því, sem
ég hef eyðilagt fyrir söfnuðinum.
„Þessi orð uppbyggðu okkur og stað-
festu það enn einu sinni, að Guð
sleppir ekki hendinni af neinum, sem
yfirgefur hann“, sagði kristniboðinn.
Við erum nú búin að vera í Nairobí
á ráðstefnu kristniboðsins hér í Kenýu
> heila viku, 53 kristniboðar auk barna
og gesta. Við höfum notið samfélags
heilagra í ríkum mæli. Það er ekki á
hverjum degi, sem við höfum slíkt
tækifæri og þess vegna verður það enn
þá dýrmætara fyrir bragðið.
Hér hefur verið rætt um starfið og
deilt bæði gleði og sorg. Þessi svip-
mynd hér að ofan er frá Pókothéraði,
- sorg snerist í gleði. Frá starfinu á
ströndinni bárust þau gleðilegu tíð-
indi, að nú sé búið að fá kristinn Dígó-
mann til starfa sem prédikara. Hann
ávannst fyrir allnokkrum árum af
kristniboða, sem kenndi kristinfræði
við sama menntaskóla og ég, er ég var
þar. Hann er nú nýútskrifaður úr
fjögurra ára biblíuskólanámi. Akur-
inn er víða harður í Dígólandi og því
þarfnast hann sérstakrar fyrirbænar.
Starfið í Mabokoni gengur vel og fólk-
ið er enn ótrúlega opið og jákvætt
gagnvart fagnaðarerindinu af múham-
eðstrúarmönnum að vera. - En við
fengum líka að heyra um sorgir þar.
Þeir einu, sem áunnist hafa á meðal
Dígómanna síðustu 5 árin, Abbas og
Hassan, hafa gengið af trúnni. Þeir
hafa verið beittir gífurlegum þrýstingi
af sínu fólki að segja skilið við „vill-
una“. Þetta var sorg okkar allra og því
gott að geta komið sem hópur fram
fyrir herra uppskerunnar og lagt málið
fram fyrir hann.
Á þessari ráðstefnu ræddum við
starfið frá ýmsum hliðum. Sérstaklega
reyndum við að rannsaka okkur sjálf
og starfsaðferðir okkar. Eru mark-
miðin í starfinu nógu skýr og leiðirnar
til að ná þeim? Eru áherslurnar í starf-
inu réttar eða væri ástæða til að stokka
sumt upp? Ý msar spurningar í þessum
dúr lágu þungt á ýmsum og ákveðið
var að skipa vinnuhópa, sem skoðuðu
þessi mál rækilega og skiluðu niður-
stöðum á næstu ráðstefnu að ári.
Viljið þið biðja Guð að gefa okkur
mikla visku því að hennar þörfnumst
við í mjög ríkum mæli.
Sendum ykkur kveðju með orðun-
um úr Jes. 40,29,31: „Hann veitir
kraft hinum þreytta og nógan styrk
hinum þróttlausa... þeir, sem vona á
Drottin fá nýjan kraft, þeir fljúga upp
á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og
lýjast ekki, þeir ganga og þreytast
ekki.“ Með bæn um blessunarríkt ár
ykkur til handa.
Ykkar fulltrúar á kristniboðsakrinum,
Kjartan, Valdís,
Heiðrún, Ólöf Inger og Jón Magnús.
eitri í þau til að bjarga tréverkinu. Bara að kirkjubekk-
irnir væru nú ekki ónýtir. Hann klöngraðist á hnjánum
milli stólanna í vinnustofunni. Hann þreifaði á hverjum
stólfæti og leitaði verksumerkja eftir litlu meindýrin.
- Skrýtið... Þetta var merkilegt. Pappínó talaði við
sjálfan sig.
- Hvað sagðirðu? spurði Kristur.
- Það var ekki eitt einasta gat í hinum stólunum. Það
var kyndugt að ég skyldi einmitt setjast á eina stólinn
sem var maurétinn.
Kristur svaraði engu og Pappínó leit hissa til veggjar
á Kristsmyndina hjá bókahillunni.
- Allar smásyndirnar, sem geta lagt manneskjuna í
rúst, ef þær fá að fara sínu fram..., endurtók Kristur.
Pappínó hélt áfram: - ... eiga rót að rekja til syndarinn-
ar miklu, að ég set sjálfan mig í öndvegi, vil sjálfur vera
Guð.
Hann gekk hugsi út úr vinnustofunni til að sækja kúst
og fægiskúffu. Brosandi virti Kristur fyrir sér þetta
breiða bak í gættinni. Pappínó dustaði flísarusl af hemp-
unni.
19