Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1987, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.03.1987, Blaðsíða 20
BREF Bréf frá Konsó í Eþíópíu: Guð agar og hreinsar Fyrri hluta ársins 1986 gekk starfið hér í Konsó mjög vel. Viðgátum hald- ið mörg námskeið bæði á stöðinni og úti í héraðinu t.d. byrjað með reglu- bundin trúfræðinámskeið í sóknun- um, þar sem flestallir leiðtogar safn- aðanna komu saman einu sinni í mán- uði daglangt. Síðan kenndu þeir hver í sínum söfnuði einu sinni í viku hluta af því sem þeir höfðu numið. I haust varð hins vegar að hætta slíkum heimsóknum út í héraðið. Kom það til af neikvæðum viðbrögð- um valdsmanna, er þótti lítið koma til allra þessara héraðsferða útlendings- ins. Engin uppgjöf Um þetta leyti hófust einnig ofsóknir víða í héraðinu. Margir voru fangelsaðir, einkum predikarar og sjálfboðaliðar í safnaðarstarfinu. Markmiðið var augljóslega að hefta sem mest starf kirkjunnar og að hræða hina kristnu. Biblíur voru teknar af mörgum unglingum og nokkrum kirkjum lokað eða breytt í íbúðarhús, geymslu o.þ.h. Þetta gerðist rétt um það leyti sem Benedikt Arnkelsson kom hingað í heimsókn og setti því nokkurt strik í reikninginn varðandi áætlanir okkar um heimsóknir út í söfnuðina. Hins vegar fékk Benedikt að kynnast svo- lítið spenningnum við starfið hér úti og hitti m.a. nokkra þeirra sem setið höfðu í fangelsi og aðra sem bjuggust við því að verða teknir þá og þegar. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hafa leiðtogar sóknanna reynt að halda áfram með mánaðarnámskeiðin í 3 af sóknunum, jafn vel þótt Guðlaugur geti ekki komið og kennt. Þetta erf- iða ástand hefur ekki orðið kirkjunni í alla staði þungt áfall. Við höfum heyrt að víða hafi söfnuðirnir vaknað. Þeir sem e.t.v. voru sljóir í trúarlífi sínu koma nú reglubundið til kirkju. Sumir söfnuðirnir hafa neyðst til þess að breyta samkomutíma sínum þar sem yfirvöld hafa skipað fyrir um skylduvinnu flestalla sunnudaga. í stað þess að aflýsa samkomu hafa hin- ir kristnu komið saman eldsnemma á sunnudagsmorgnum, jafnvel frá kl. 4- 6 að morgni! Það hafa heldur ekki færri komið en áður. Sumir hafa sagt okkur að kirkjan sé oft þéttsetin, miklu fleiri komi nú svona að nætur- þeli en áður komu á venjulegum guðs- þjónustutíma. Mikið er unnið að því að hamla kristnum mönnum að koma saman. Hvarvetna fara sendiboðar um og banna kirkjuferðir og hóta mönnum ella fangelsum og sektum. Fundir eru haldnir og menn beðnir að gefa sig fram sem segjast vera kristnir. Það er skiljanlegt að sumir verði hræddir og hætti að koma. Þó gleðjumst við yfir þeim mörgu sem sýna djörfung og áræði og vilja reynast trúir allt til enda. Bæn gömlu konunnar Nokkru áður en þetta ógnarástand hófst hér í Konsó fannst okkur oft bera nokkuð á deyfð í safnaðarstarf- inu. Við minnumst þess að gömul, kristin kona stóð upp í kirkjunni að lokinni heilagri kvöldmáltíð. Hún bað einkennilegrar bænar: Guð, þú sérð deyfðina hjá okkur kristnu. Þú veist um alla sem hafa snúið við eða dregist aftur úr. Við biðjum þig um vakningu yfir Konsó á ný. Sendu okkur erfið- leika til að vekja okkur. Sendu ofsóknir og mótlæti yfir kirkju þína til að hreinsa hana. Okkur ér ijóst að Guð heyrði bæn þessarar konu. Það þarf mikla djörf- ung og mikla trú til þess að biðja bæn- ar sem þessarar. Við lítum því á þessa erfiðleika að vissu leyti sem vilja Guðs. Guð agar þann sem hann elskar. Þess vegna leyfir Guð þetta. Við viljum minna ykkur á að biðja áfram fyrir söfnuði Guðs hér í Konsó. Biðjið að ofsóknirnar verði til þess að vekja og hreinsa. Biðjið að þær verði ekki of þungbærar. Biðjið um þolgæði, djörfung og gleði þeim ofsóttu til handa. Við vitum líka að ofsóknirnar eru merki um líf. Þegar Guð starfar í hjörtum manna, þegar menn snúa við frá villu síns vegar þá fer einnig óvin- urinn, djöfullinn, af stað. í lok ársins gat Guðlaugur ekki far- ið neitt úr í hérað af nefndum orsök- um. Hins vegar er nóg að gera hér á stöðinni. í byrjun desember hófst t.d. þriggja mánaða biblíuskólanámskeið með 25 nemendum. Þar er mikil kennsla og þörf á að biðja fyrir nem- endunum að þeir skilji orð Guðs og það rótfestist í hjörtum þeirra og þeir verði þroskaðn og betur undir „góðu baráttuna“ búnir þegar þeir halda hver heim til sín. Post. 4:18-21 og 5:40-42. Guðlaugur, Valgerður, Katrín og Vilborg. 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.