Bjarmi - 01.03.1987, Qupperneq 24
scxman
Hampiðjan framleiðir nú drenrör fyrir
jarðvatnslagnir, auk röra fyrir regnvatnslagnir
og skolp.
Þar með geta menn nú iagt flestar tegundir
frárennslis með plaströrum frá Hampiðjunni.
Efnisþykkt og mál drenröranna eru þau sömu
og á 110 mm skolprörum, tengi- og
breytistykki fyrir allar tegundirnar eru hin
sömu.
Því er vandalaust að ná endum saman, beygja
upp, beygja niður, út og suður að vild.
Drenrörin eru úr hörðu Polyvinylchlorid (PVC)
án mýki- og fylliefna og götuð (sbr. mynd).
Þessi rör má jafnframt nota í sameiginlega
Dren- og regnvatnslögn, þar sem
jarðvatnslögnin er eingöngu notuð til að ræsa
fram og þurrka lóð.
Drenrörin frá Hampiðjunni eru framleidd í 1
m, 2 m, og 5 metra lengdum. Þau eru
endingargóð og auðvelt er að leggja þau.
Drenrörin frá Hampiðjunni eru íslensk
gæðavara sem fæst í byggingavöruverslunum
víða um land. Á sölustöðunum liggja frammi
upplýsingabæklingar, sem segja nákvæmlega
til um eiginleika röranna og hvernig beri að
ganga frá þeim I jörð.
HAMPIOJAN HF