Bjarmi - 01.03.1988, Qupperneq 4
Krossinn
„Vér fórum allir villir vega sem sauðir,
stefndum hver sína leið, en Drottinn lét
misgjörð vor allra koma niður
áhonum. “
(Jes. 53,6).
Ég sit í stóra salnum í KFUM & K húsinu
við Amtmannsstíg. Við mér blasir stór kross,
sem er þar á veggnum. Krossinn vekur athygli
mína, en ég átta mig ekki strax á því hvers
vegna, ég hef séð hann svo oft áður. Eftir
nokkra umhugsun rennur þó upp fyrir mér
Ijós: Það er slökkt á krossinum! Venjulega
sendir hann frá sér ljósgeisla en nú hefur
gleymst að kveikja á honum. Pessi kross er
mér stöðug áminning þess hver ég er-og hvað
Jesús er mér. Krossinn er tómur - Jesús er
upprisinn! En krossinn minnir mig á það sem
Jesús lagði á sig mín vegna.
Jesaja spámaður setur hlutina oft fram á
augljósan og afgerandi hátt. „Vér fórum allir
villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið,
en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður
á honum." Það er ekki mikið rætt um syndina
í dag. Kannski viljum við helst gleyma henni
og einbeita okkur að því að hugsa um kærleika
Guðs. Það er nauðsynlegt að gleyma ekki kær-
leika Guðs, en gerum við okkur nokkurn tíma
grein fyrir kærleika Guðs ef við útilokum
hugsun um synd?
Mig langar til þess að biðja þig að staldra við
augnablik og lesa rólega orðin sem Páll postuli
— ogég!
skrifaði einu sinni: „Hið góða sem ég vil, gjöri
ég ekki en hið vonda sem ég vil ekki það gjöri
ég“ (Róm. 7,19). Kannast þú við þessa tilfinn-
ingu? Ég þekki hana a.m.k. mjög vel. Og
þessi orð lýsa vel hvernig syndin er í daglegu
lífi okkar. Syndin er ekki bara eitthvað hug-
tak sem við notum í prédikun og kristilegum
hugleiðingum. Syndin er staðreynd í lífi okkar
- allra. Ef við erum heiðarleg gagnvart okkur
sjálfum, verðum við að viðurkenna það. Og
það er svo harla lítið sem við getum gert til að
losna við syndina. Syndin er alvarleg - það
getum við lesið um bæði í Gamla- og Nýja
testamentinu. Syndin er andstaða gegn Guði
sjálfum og hversu oft grípum við okkur ekki í
því að vilja og gera annað en það sem orð
Guðs segir afdráttarlaust að sé vilji hans.
Er þá kærleiki Guðs fólginn í því að hann
„sér í gegnunt fingur“ þar sem hann veit að
syndin er í okkur og við getum aldrei losnað
við hana hversu mikið við reynum? Nei. Kær-
leiki Guðs til okkar mannanna birtist fyrst og
fremst á krossinum á Golgata. Par vannst sig-
ur fyrir mig - og fyrir þig, sigur sem kostaði
meira en við getum nokkurn tíma hugsað
okkur. Lestu píslarsöguna hægt og rólega og
þú skynjar kannski brot af því. Ef við sleppum
krossinum verður allt tal um kærleika Guðs
hjáróma - og hvernig getum við talað urn
krossinn nema tala einnig um syndina? Syndin
er ástæðan fyrir því að Jesús Kristur, sonur
Guðs, var negldur á krossinn. Hann tók á sig
4