Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 5
synd mína - og synd þína. Að hann gerði það fyrir mig get ég aðeins skilið þegar ég hef upp- götvað syndina í lífi mínu. Þegar mér verður ljóst að sá Jesús, sem ég les um á blöðum Biblíunnar, tók á sig mína synd og þurfti að ganga í gegnum kvöl píslar- göngunnar þess vegna, þá sé ég að synd mín er eitthvað meira en smá yfirsjón eða hugarfar sem ég get litlu breytt. Syndin hlýtur að vera nlvarleg þar sem hún kostaði svo mikið. En kærleiki Guðs verður óskiljanlega stórkost- legur þegar mér er ljóst að hann gerði það fyrir niig! Og krossinn verður tákn hins mesta kær- leika sem hugsast getur. „Enginn á meiri kær- leik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vinisína“ (Jóh. 15,13). Hvað er krossinn fyrir þér? Er hann tákn þess kærleika sem lagði allt í sölurnar fyrir þig? Og þá getum við að lokum spurt hvernig við bregðumst við þessum kærleika. Er hann sjálfsögð gjöf sem við þiggjum í orði en kannski ekki í raun? Hlýtur ekki kærleiki Guðs að breyta lífi okkar? Spyrjum okkur sjálf í alvöru hvaða áhrif krossinn hefur á dag- legt líf. Að þiggja gjöf Guðs er að koma dag hvern fram fyrir hann í bæn um fyrirgefningu ~ og þiggja stöðugt af náð hans til að lifa dag- 'egu Íífi eftir hans vilja. An hjálpar Guðs er þetta ómögulegt vegna þess að við erum í syndinni í andstöðu við Við kross þirm Jesú jafnan vil ég mér hæli fá. Guð. En það er enn eitt stórkostlegt við kross- inn ótalið. Jesús hangir þar ekki Íengur - og hann liggur ekki heldur í gröfinni. Hann er upprisinn! Jesús lifir, hann sigraði dauðann og lifir í dag. Þess vegna getur hann gengið með okkur í daglegu lífi, gefið styrk og von, gleði og frið'sem engu er líkur. Hefur þú reynt það? Við kross þinn Jesú jafnan vil ég mér hœli fá. Par helluhjargið hest égfinn, sem byggt ég traust get á. Pað hœli er í eyðimörk, svo ágæt höfn og blíð, þar sem reika' eg einn um ókunn lönd gegnum angist, neyð og stríð. Og oft ég lít í anda Guðs einkason á kross. Við dauðans berjast dimmu kvöl og dreyra renna foss. Ó, hvílíkt undur, ást og náð, sjá andans dýrsta hnoss, fyrir mig að Ijúfur lausnarinn vildi líða dauða’ á kross. (Pýð. Friðrik Friðriksson) Krossinn á veggnum varpar ljósi á nánasta umhverfi sitt þegar ekki gleymist að kveik ja á honum. Krossinn á Golgata varpar Ijósi á allt líf mannsins - þegar maðurinn lokar ekki aug- unum! 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.