Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 10
deyi.
manna. Sagan af frelsandi athöfn
Guðs í Jesú Kristi er síður en svo á
enda. Hún er samtíðarsaga. Enn fæst
reynsla af nánd hans, kraftur upprisu
hans, fylling anda hans, sameining við
sigur hans yfir synd og dauða.
Engar útskýringar skapa trú. En
komist menn undir vald Jesú og reyni
mátt hans, þá fær upprisa hans hið
mesta gildi. Öll kristin trúarjátning í
verki eða orði er sprottin fram sem
tjáning tilbeiðslu og þakklætis til hins
upprisna Krists.
Við getum umgengist hann, beðið
hann, numið svar hans, reynt að hann
er frelsarinn, sem enn gerir hið sama
og fyrr, fyrirgefur, huggar, læknar,
leysir. Og upprisa hans er veruleikinn
á bak við hina óskýranlegu en marg-
reyndu vissu kynslóðanna að Jesús lif-
ir og gefur kirkju sinni líf. Hvar sem
tveir eða þrír eru í nafni hans, þar er
hann.
Ný framtíð
í upprisu Jesú er hafin ný sköpunar-
saga. Sýnilegt tákn þeirrar nýsköpun-
ar er það samfélag manna, er nefnist
kristin kirkja - samfélag heilagra. Og
10
þar þýðir „heilagur“ sá sem tilheyrir
honum, frelsaranum. Nútíminn ein-
kennist af fjölhyggju en vantar sam-
félag - þar sem hver lætur sér annt um
annan. í fjöldanum er einstaklingur-
inn afskiptur og einmana. Samfélagið
vantar. En slíkt samfélag hefur hinn
upprisni Kristur skapað. Pað þekkir
engin landamæri né litarhátt, spannar
allar kynslóðir, er raunar hið eina á
jörðu sem getur látið mannlega veru
skynja himnaríki Guðs. En þangað
stefnir einmitt þessi nýsköpun og von
hennar. Nýr himinn og ný jörð í krafti
hins upprisna, sem segir: Sjá, ég geri
alla hluti nýja.
Þannig táknar upprisan nýja von og
lifandi fyrir alla sköpun Guðs. Við lif-
um þá tíma, þegar framtíðarsýn
margra myrkvast, ótti er í öndvegi,
flestir sjá enga von heldur kvíða bók-
staflega því er koma muni yfir heims-
byggðina. Hvernig eigum við þá að
trúa á lífið, ekki einhverja draumsýn
um framhaldslíf, eftirlíkingu þess,
sem er, heldur líf sem merkir samfélag
við Guð alls lífs og sigrandi, eilíft ríki
hans?
Sú framtíð er hvergi til nema í
Kristi. Eins og mannlíf í vonleysi og
synd er neikvætt og andsnúið sjálfu
sér, eins er upprisulíf hins nýja mann-
kyns í Kristi orðið jákvætt og stefnir
allt að upprisu og endurlausn. Það
hófst með upprisu Krists. Þetta gerði
Guð í Kristi. Þar hefur skapari þinn
gefið þér líf og von og kraftinn sinn.
Þú mátt tilheyra þessu nýja mannkyni
sem fulltreystir orðum Jesú: Ég er
upprisan og lífið, hver sem trúir á
mig,mun lifa, þótt hann deyi.
Ógn dauðans afmáð
Aldrei hefur ótti við dauðann verið
slíkt ógnarvald í heiminum sem nú.
Menn vilja síst af öllu ræða þennan
ótta sinn. Dauðann má ekki nefna á
nafn. Margvíslegur flótti er viðhafður
til þess að stugga hugsuninni í aðra
farvegi, sneiða hjá, gefa sér ekki tóm
eða vit til að leiða hugann að þessu. í
einsemd kemur spurning dauðans
upp. En hvergi er svör að fá.
Guð hefur gefið svar sitt í Kristi
Jesú sem dauðann afmáði og leiddi í
ljós lífið og ódauðleikann. Kristinn
maður veit það svar sem nægir. Hann
þekkir Jesú Krist. Og þó svo að skelf-
ing dauðans mæti, þó að sorg og
söknuður gisti bústað okkar, þá meg-
um við treysta því að hvorki dauði né
líf eða neitt annað getur gert okkur
viðskila við þann kærleika Guðs, sem
birsti í Kristi Jesú, sem er fyrir okkur
dáinn og hefur með upprisu sinni gefið
okkur nýtt líf, nýja sköpun, þar sem
Guðs heilagi andi skapar allt á ný í
Kristi. „Lofaður sé Guð og faðir
Drottins vors Jesú Krists sem eftir
mikilli miskunn sinni hefur endurfætt
oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú
Krists frá dauðum.“ (1. Pét.1,3).
Og sé það nú svo, að Jesús, hinn
upprisni, sé þér ómissandi, að þú vald-
ir ekki lífinu án hans, finnir ekkert
samhengi né markmið tilveru þinni,
óttist dauðann, finnir til fátæktar og
vonleysis, þá skaltu halda fast í pásk-
ana þína þar sem Kristur Jesús er þín
vegna dáinn og þín vegna upprisinn til
að gefa þér eilíft líf og von. Þar get-
urðu játað: Lífið er mér Kristur og
dauðinn ávinningur, - nú og um alla
eilífð.
Herran lifir, höldum páska,
hrósum sigri lausnarans.
Synd og dauða, sorg og háska
sigrum vér í mætti hans.
Höldum lífsins hátíð nú,
höndlum nýja von og trú,
upp með Jesú önd vor rísi,
endurfœdd og náð hans lýsi.