Bjarmi - 01.03.1988, Qupperneq 11
SIGUR
Með 10-15 þúsund manns
á páskahátíð í Sovétríkjunum:
Þar sem
upprisutrúin lifir
Hvernig geta þeir verið svona
vissir? spyr eg sjálfan mig.
Svariðeralltafþaðsama. Þeir
hafa fetað í fótspor hans veg
krossins upp til Golgata. Þeir
hafa lifað af ár Stalíns í þján-
ingu og verið sviptir efnis-
gæðum, setið í fangelsi.
Oll heimili hafa misst ástvin.
Þess vegna ræða þeir ekki um
hvort upprisan hafi átt sér
stað. Þeir hafa reynt hana
í eigin lífi.
Eg stóð í kirkjunni í algjöru myrkri.
Eg sá fáa frá þar sem eg var í litlu „her-
bergi“ fyrir framan söfnuðinn en eg
vissi að kirkjan hlaut að vera fullskip-
uð, ekki aðeins vegna þess að við
höfðum orðið að troðast í gegnum 10-
15 þúsund manna hóp heldur af því að
eg fann spenninginn, hina andlegu
eftirvæntingu trúaða fólksins.
Nú heyrum við fjarlægan, daufan
sorgarsöng. Þeir nálgast nú kirkju-
dyrnar með prestinn í broddi fylking-
ar: „Þeir hafa tekið Drottin minn í
burtu og eg veit ekki hvar þeir hafa
látið hann.“ Einhver hljóð eiga að
merkja að stórar dyr hafi verið opnað-
ar. „Að hverjum leitið þér?“ „Að lík-
ama Jesú.“ „Hann er ekki hér. Hann
er upprisinn — Khristos voskrese!"
Hinn voldugi söfnuður rauf nú
þögnina í fyrsta sinn. Menn töluðu
ákaft í hálfum hljóðum, rétt eins og
þeir gætu naumast trúað stórtíðindun-
um sem þeir endurtóku nú sjálfir:
Voistinu voskrese. Sannarlega uppris-
inn.
Svo sást ljós. Einhver sem var
mjög aftarlega í kirkjunni hafði kveikt
fyrsta páskaljósið. Það var lítill, dauf-
ur logi sem megnaði ekki að útrýma
myrkrinu. Síðan annað ljós. Enn eitt.
Mörg. Eldurinn barst úr einni hend-
inni í aðra. Smám saman sáum við það
sem myrkrið hafði hulið: Allir í kirkj-
unni héldu á kerti.
Áður en mínúta var liðin var kirkj-
an eins og ljóshaf. — Nei, ekki með
ópersónulegum raflömpum. Það voru
fimm þúsund einstakir logar sem sam-
einuðust í einni trú. Hver logi varpaði
birtu á andlit fyrir aftan hann, andlit
sem bar merki sorgar, harmsögu sem
viðkomandi hafði reynt sjálfur. En
eftir því sem ljósið umlukti hann í
faðmi sínum breyttist þjáningin í
gleði, í örugga vissu þess að Drottinn
væri sannarlega upprisinn.
Allt frá þessari miðnæturstund á
páskum fyrir 22 árum þegar eg var
stúdent í Moskvu hef eg hugleitt í
undrun hvað þessar mínútur kenndu
mér um djúpa upprisuvissu. Þær gáfu
mér meira en lestur hundrað guð-
fræðibóka á námsdögunum.
Hvernig gátu þeir verið svona
vissir? spurði eg sjálfan mig. Svarið
var alltaf það sama. Þeir hafa fetað í
fótspor hans veg krossins upp til Gol-
gata. Þeir hafa lifað af ár Stalins í
þjáningu og verið sviptir efnisgæðum,
setið í fangelsi. Öll heimili hafa misst
ástvin. Þess vegna ræða þeir ekki um
hvort upprisan hafi átt sér stað. Þeir
hafa reynt hana í eigin lífi. Það eru
ekki þeir sem hafa varðveitt trúna
þrátt fyrir fjandsamlegan heim. Þaðer
trúin sem varðveitir þá. Já, sannar-
lega, gleði þeirra er sem vísbending
um það sem er handan við forhengið
er skilur okkur frá himninum.
Úr bókinni Kristus lever, eftir M.
Bourdeaux. Ungdom og Tiden.
11