Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1988, Page 12

Bjarmi - 01.03.1988, Page 12
Ástríður Haraldsdóttir: Siqrandi tmarlíf Astrídur Haraldsóttir. Sigrandi trúarlíf - er það til? Er hægt að lifa sigrandi trúarlífi í þessum heimi? í Róm. 8:37 stendur: „í öllu þessu vinnum vér fullan sigur fyrir fulltingi hans sem elskaði oss.“ í öllu þessu, þ.e.a.s. í þjáningu, þrenging- um, ofsóknum, hungri, nekt, háska eða sverði. Er hægt að lifa sigrandi trúarlífi þrátt fyrir allt þetta? Já, fyrir fulltingi hans, það eru lykilorðin. Það stendur ekki að þú verðir að sjá til þess sjálfur að sigra og leysa vandamálin sem koma í þinn veg. Nei, fyrir fulltingi hans. Fyrir þig sem erfiðar og berð þungar byrðar, fyrir þig sem lifir í ótta við framtíðina. I öllum aðstæðum eru þetta orðin sem hjálpa. Þetta eru orð- in sem geta haldið okkur uppi þegar lífið er erfitt, leyndardómar iífsins eru óleystir og Jesús er fjarri. 1. Það sem við eigum í Jesú Fyrst skulum við líta á það sem Jesús hefur gert fyrir okkur og unnið okkur til eignar. Lúther sagði: „Guð sagði við Jesúm: Þú átt að vera það sem allir menn eru og hafa verið frá upphafi til enda veraldarinnar. Þú átt að vera Adam sem syndgaði í Paradís. Þú átt að vera Davíð sem myrti og drýgði hór. í stuttu máli, þú átt að vera allt það sem allir menn hafa verið og eru frá upphafi til enda veraldarinnar.“ Jesú var gerður að synd vegna þess að ég og þú höfum syndgað. Guðs orð segir skýrt að við getum ekki átt samfélag við Guð eins og við erum í eðli okkar. Guð er heilagur og þolir ekki synd, þess vegna getur syndarinn ekki staðið frammi fyrir heilagri ásjónu Guðs og lifað. Vegna þess ákvað Guð í vísdómi sínum að senda einkason sinn og láta hann taka á sig dóminn yfir okkur. Það var farið með hann eins og hann væri þú og ég til þess að Guð gæti farið með okkur eins og við værum hann. Grundvöllur hjálpræðis okkar liggur ekki hjá okk- ur heldur fyrir utan okkur. Þegar við höfum tekið á móti Jesú sem frelsara okkar fáum við til eignar það sem hann hefur gert. Hið synd- lausa líf hans verður okkar líf. Reiði Guðs yfir syndinni hefur komið yfir hann í staðinn fyrir okkur. Við eigum hluta í dauða hans og upprisu og erum erfingjar fyrirheitisins um eilíft líf. Við eigum það í trúnni á Jesúm, óháð tilfinningum okkar, vegna þess að Guðs orð segir það. Af náð fyrir trú. „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð og þeir réttlætast án verð- skuldunar af náð hans fyrir endur- lausnina sem er í Kristi Jesú“. (Róm. 3:23-24). 2. ÁrásirSatans Kristinn maður verður ævinlega fyrir árásum hins vonda. Hann vill taka frá okkur lífið í Guði og gera okkur að sinni eign. Hann birtist okk- ur sem öskrandi ljón og engill ljóssins. Takmark hans er að fá okkur til að gera það sem er á móti vilja Guðs. Hann lokkar okkur frá orði Guðs og bæninni, hann gerir syndina freist- andi. Jesús varð líka fyrir freistingum Satans. f Lúk. 4:1-13 getum við lesið um það hvernig Jesús mætti freistar- anum. Hann rak hann á brott með því að nota Guðs orð. Vald Satans var brotið á bak aftur þegar Jesú dó á krossinum og núna er barist um hvern einasta mann. Orð Guðs hefur mátt til þess að hrekja Satan á brott ef við lifum í því og notum það. Ef dálítill tími líður án þess að við höfum tekið til okkur nær- ingu úr orði Guðs er auðveldara fyrir Satan að fá okkur til að láta undan freistingunni. En þegar og ef við föll- um fyrir freistingunni er mikilvægt að við komum til Guðs og segjum honuni allt elns og er og fáum fyrirgefningu þannig að við getum lifað áfram í sam- félaginu við hann. Barn Guðs getur syndgað en það getur ekki lifað í synd- inni án þess að það komi niður á lífinu með Guði. Við getum hvort sem er ekki dulið neitt fyrir honum og hann bíður þess að barnið komi aftur til föður síns og fái fyrirgefningu þannig að samfélagið við Guð rofni ekki. Það er sigrandi trúarlíf. Það er svo auðvelt að hugsa sem svo að viss takmörk séu fyrir því hvað hægt sé að koma með til Guðs, sérstaklega ef um sömu syndina er að ræða aftur og aftur. Svo reynum við að bæta okk- ur en það gengur svo illa. En Guð vill að við komum til hans, hvort sem það er í fyrsta eða þúsundasta skipti, og 12

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.