Bjarmi - 01.03.1988, Qupperneq 15
i.Nei, nú get ég ekki meira! Þú hefur
heðið mig svo oft um fyrirgefningu á því
sarna að nú er nóg komið! Hvenær ætl-
arðu eiginlega að bæta þig?“
An þess að við gerum okkur grein
^yrir þv{ væntum við breytingar til hins
ðetra hjá þeim sem við fyrirgefum. Sú
vænting getur jafnvel falið í sér kröfu
um betrun. Við ætlumst til að sá sem
hefur brotið af sér hætti rangri breytni
sinni eftir að hann hefur beðist fyrir-
gefningar. Það er sanngjörn krafa sam-
kvæmt mannlegum hugsanagangi. En
Þar með er fyrirgefningin orðin liáð
skilyrðum og vonbrigðin verða mikil í
hvert sinn sem við sjáum að sá sem við
höfum fyrirgefið hefur ekki betrumbætt
sig.
Fyrirgefning með
skilyrðum er engin
fyrirgefning
Það er erfitt að sætta sig við hrösun
annarra, erfitt að fyrirgefa án skilyrða.
i-i hann eða hún hætta þessu eða hinu
‘>a skal ég vissulega fyrirgefa. Ef aðrir
§eta séð um sig og ég fæ það sem ég
Þarfnast fyrst, svo að mér líði vel, þá get
eg vel fyrirgefið. Eigin þarfir og langan-
jr verða mikilvægastar. Oft snúast
'’amirnar til Guðs einnig um þær fyrst
°g fremst. Þær snúast um að fá hjálp til
að halda út og að Guð geri eitthvað við
aðra. Það er erfiðara að biðja Guð um
að breyta okkur sjálfum. En það sem
viö biðjum um og vonumst eftir gerist
e'kki. Aðstæðurnar breytast ekki og líf-
jö heldur áfram með allt sitt basl og
e>ðindi. Málin eru tekin til umræðu og
hilað út um þau og sameiginleg niður-
s>aða sú að nú skuli byrjað upp á nýtt.
veyna einu sinni enn. Fyrst í stað geng-
Ur það vel, eða þangað til fyrsta and-
sfreymið kemur, þá hrynur allt og ekk-
ert gagnar. Við gefumst upp.
Ij’annig fer fyrir fólki sem lifir í fyrir-
gefningu með skilyrðum. Það lappar
UPP á það gamla, reynir að taka sig
spntan í andlitinu, leitast við að láta allt
•ta vel út. En það þarf svo lítið til að allt
. rynji og sárin verða dýpri og sársauk-
lnn meiri í hvert sinn.
Eins og Quð fyrirgefur
skalt þú fyrirgefa
Hvernig færi fyrir þér ef Guð sýndi
þér takmarkaðan kærleika og fyrir-
gæfi með skilyrðum? Þú færð fyrir-
gefningu, en ef þú fellur einu sinni
enn . . . Nei, þannig er Guð ekki, -
hann fyrirgefur og gleymir. Hann
gleymir fullkomlega því ranga sem þú
hefur aðhafst, það er afmáð! Þannig
eigum við einnig að fyrirgefa hvert
öðru - fyrirgefa og gleyma. En það er
óframkvæmanlegt! í Biblíunni er
dæmisaga um þjón sem fékk upp
gefna stóra skuld, en rétt á eftir gat
hann ekki fyrirgefið samþjóni sínum
nokkurn skapaðan hlut. Þar með glat-
aði hann fyrirgefningu húsbónda síns
og varð að greiða skuldina að fullu.
Fjötraður eða frjáls
Þegar þú vilt ekki fyrirgefa fjötr-
arðu bæði sjálfan þig-og aðra. Fyrir-
gefningin er lykillinn að himninum.
Með þeirri fyrirgefningu sem þú fyrir-
gefur náunga þínum verður þér einnig
fyrirgefið. Ef þú kemur fyrst auga á
hvað Guð hefur fyrirgefið þér, og að
þú þarft sífellt á fyrirgefningu hans að
halda, þá verður auðveldara fyrir þig
að fyrirgefa öðrum það sem þeir gera
á hlut þinn vegna þess að það eru
smámunir í ljósi fyrirgefningar Guðs.
En ef þú getur ekki fyrirgefið skaltu
biðja Guð að sýna þér hvað hann hef-
ur fyrirgefið þér og biðja hann um að
breyta þér. Ef þú vilt ekki fyrirgefa þá
fjötrarðu sjálfan þig og það kristna
samfélag sem þú tilheyrir. Það felur í
sér hroka og synd að vilja ekki fyrir-
gefa og byrðar eru lagðar á aðra, byrð-
ar sem erfitt er að bera, og allur líkam-
inn þjáist. „íklæðist því eins og Guðs
útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans
meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hóg-
værð oglanglyndi. Umberið hverann-
an og fyrirgefið hver öðrum, ef ein-
hver hefur sök á hendur öðrum. Eins
og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo
skuluð þér og gjöra. En íklæðist yfir
allt þetta elskunni, sent er band
algjörleikans“ (Kól. 3,12-14).
Guð vill að þú fyrirgefir öðrum eins
og hann fyrirgefur.
Quð gefur það sem
hann krefst
Þegar þú finnur að þú átt að fyrir-
gefa eins og Guð, en það reynist þér
um megn, þá fyllist þú örvæntingu.
Við slíkar aðstæður getur Guð komið
til þín og unnið sitt verk í þér. Ekki
með því að breyta öðrum eða aðstæð-
um þínum, heldur með því að breyta
þér. Þú ert háður fyrirgefningu Guðs
og það sem hann krefst af þér verður
hann einnig að gefa þér, hann verður
að skapa eitthvað nýtt í þér. Jesús hef-
ur beðið þess að fá að komast að og
gefa þér það sem þú þarfnast. Hann
vill umvefja þig fyrirgefningu sinni,
sem þú þarfnast sjálfum þér til handa
og til að geta fyrirgefið öðrum. Það er
Jesús sem skapar eitthvað nýtt í þér,
þannig að eyðilögð sambönd verða
heil á ný og nýtt samfélag skapast. J es-
ús tekur burt og setur nýtt í staðinn.
Hann kom til að endurreisa rofið sam-
band Guðs og manna. Hann kom og
skapaði nýtt tækifæri til að sættast við
Guð. „Þaðer fullkomnað!“ Samband-
inu við Guð var komið í lag, hann
gerði okkur kleift að byrja upp á nýtt.
Hann lappaði ekki upp á hið gamla,
heldur gaf okkur nýtt samband. Hann
endurskapaði samfélagið milli Guðs
og manna svo að önnur eyðilögð sam-
bönd manna á milli yrðu ný og heil.
Jesús varð að deyja til að koma þessu
til leiðar. Það sama á við um okkur.
Við verðum að deyja til að rísa upp til
nýs lífs. Deyja sjálfum okkur og synd-
inni sem loðir svo fast við okkur. Þeg-
ar Jesús fær að vinna sitt verk í okkur
og taka burtu hið gamla, þá hverfur
hið gamla og eitthvað nýtt kemur í
staðinn.
Fyrirgefningin felur í
sér nýja byrjun
Jesús breytir þér þegar hann fær að
annast þig með fyrirgefningusinni, þú
verður nýr maður. Og þá geturðu einn-
ig mætt öðrum á nýjan hátt. Kröf-
urnar á hendur þeim eru horfnar og
það skiptir miklu máli í erfiðri
aðstöðu. Það sem pirraði þig áður
pirrar ekki lengur. Að byrja upp á nýtt
er að leyfa Jesú að gera þig að nýjum
15