Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1988, Side 17

Bjarmi - 01.03.1988, Side 17
ignaðarerindi, tilallra Rætt við sr. Stínu Qísladóttur ^ynna fyrir lesendum Bjarma. 'tarfi hinna kristilegu leikmanna- j’Jarrna. Um tíma var hún kenn- úúi þjóökirkjunnar, eða þar til nð nema guðfræði. ^h'nu. 24. janúar sl. vígðist hún |Ur>nar. Útsendari Bjarma heils- nta. ir eðlilegum kringumstæðum ekki til hugar að setja af stað starf með einum starfsmanni! - Síðustu árin hefur þú m.a. tekið virkan þátt í starfi Kristniboðssam- bandsins og Kristilegu skólahreyfing- arinnar. Hvað viltu segja um tengsl starfsins ytra og hér heima? - Eg vil ekki gera skarpan grein- armun á starfinu ytra og hér heima. Hvort tveggja er kristniboð. Eins og ég sagði áðan, sleit ég barnsskónum í sunnudagaskóla Kristniboðsfélag- anna, fór síðan í KSS og varð nánast sjálfkrafa þátttakandi í KFUK-starf- inu líka. Fyrir mér eru þessi félög ein heild. Kristniboðið hefur alla tíð átt tölu- vert ríkan þátt í lífi minu. Það hefur verið mér sjálfsagður hlutur að það sé nauðsynlegt að ná með fagnaðarer- indið til þess fólk sem er fjarri okkur. Mér er mjög minnjsstætt frá sunnu- dagaskólaárunum hve oft var sagt frá einhverju nýju sem var að gerast á kristniboðsakrinum. Það var á þeim arum, þegar kristniboðarnir í Kína voru að koma heim. Þeir heimsóttu okkur í sunnudagaskólann, og okkur fannst við þekkja þá. Þeir voru vinir okkar. Þetta var líka á þeim árum, þegar kristniboðsstarf var að hefjast í Konsó og ég minnist þess enn hve ég varð glöð, þegar okkur var sagt frá fyrsta Konsómanninum sem tók kristna trú og varpaði öllu út úr seið- mannskofanum sínum. Ég hef oft verið spurð hvort ég hafi aldrei hugsað mér að verða kristni- boði. Ég hef hins vegar alltaf svarað, að mér finnist mín köllun vera hér heima, og það hef ég fundið hvað sterkast, þegar ég hef verið stödd er- lendis. Þá hefur mér þótt kallið hljóma að flýta mér heim og starfa af alhug meðan dagur er. Það hefur því verið mér gleðiefni að mega m.a. taka þátt í starfi Kristilegu skólahreyfing- arinnar. Langflestir í félögunum okk- ar hafa verið í KSS og eiga kannski sínar bestu æskuminningar þaðan, en sorglega fáir virðast þó hafa löngun til að fórna tíma eða fjármunum til þessa starfs. - Þú ert sögð útsjónarsöm hvað varðar fjáröflun til kristniboðs og ann- ars kristilegs starfs. Ertu alltaf með eitthvað á prjónunum í þeim efnum? - Það getur vel verið að ég sé oftast með eitthvað á prjónunum í þeim efnum, bæði í bókstaflegri og yfir- færðri merkingu. Við verðum auðvit- að að horfast í augu við það, að ekkert er hægt að gera í neinu starfi nema hafa peninga. Ég held að það að láta eitthvað af hendi rakna hljóti að vera liluti af því að eiga trú á Jesú Krist, því að kristin trú er ekki aðeins það að sitja á fundum og hlusta á Guðs orð, heldur er hún einmitt þetta, að ég gef mig alltaf Guði með öllu sem ég á og eignast. Gjafaþjónustan er þess vegna eðlilegur liður í þjónustunni við Guð. - Eru íslendingar tregir til gjafa? - Ég verð að játa að ég fæ stundum sting innra með mér þegar ég verð vör við hve miklu auðveldara er að fá fólk til að skilja þörfina fyrir kristniboð í fjarlægu landi, heldur en þörfina fyrir starfi hérna heima. Mér finnst það með vissum hætti svolítið sárt. Ég held að ég beri jafnmikla umhyggju fyrir hvoru tveggja og vilji gjarnan að hvort tveggja dafni sem best. En ytra starfið hlýtur að byggjast á heima- starfi. Og starfið á meðal skólaæsk- unnar, sem hefur verið vakningarstarf og náð með allt öðrum hætti inn á gafl hjá fólki en margt annað starf, tel ég mjög mikilvægt. Þess vegna hefði ég gjarnan viijað teyma fleiri með til að leggja þessu starfi lið, og það er m.a. 17

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.