Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1988, Page 18

Bjarmi - 01.03.1988, Page 18
ástæðan fyrir því að ég tók á mig ábyrgðina á happdrætti skólahreyf- ingarinnar í haust, þó mér finnist eng- an vegin gaman að selja happdrættis- miða, frekar en öðrum. En neyðin og áhuginn á starfinu rekur mann af stað. Það er að sjálfsögðu töluvert dýrara að vera með menn í starfi hér heima heldur en úti, af því að það kostar meira að lifa hér, jafnvel þó við reyn- um að lifa spart. En þörfin er ekki síð- ur mikil hér en í Afríku. - Hvað kom til að þú fórst að læra guðfræði? - Mér fannst tími minn í æskulýðs- starfi kirkjunnar vera á enda. Ég var á vissan hátt þreytt. Það er erfitt - og ég held ekki rétt að vera lengi í svona flökkustarfi. Þörf mín á að vera þátt- takandi í kristilegu starfi hafði hins vegar ekki minnkað þann tíma sem ég var í æskulýðsstarfinu. Ég varð því að nota útlokunaraðferðina. Ég gerði það upp við mig að ég gæti e.t.v. hugs- að mér að verða prestur og þess vegna gæti ég reynt að fara í guðfræðideild- ina. Það hefur oft komið fyrir á æviferl- inum að ég hef orðið að ganga einhver skref og hreinlega segja við Guð: „Ef ég er að vaða út í einhverja vitleysu, þá verður þú að stoppa mig, eða sýna mér einhverja aðra leið“. Ég held ein- mitt að það sé mjög algengt í lífinu, að það Iiggi ekki alveg ljóst fyrir hvað við eigum að gera, en við megum þreifa okkur áfram og biðja Guð um leið- sögn. Á þennan hátt fannst mér hálfpart- inn eins og mér væri þröngvað inn í guðfræðideildina, og mér leið mjög vel þar. Kennslan og námsefnið fannst mér í flestum tilvikum mjög gott, og samfélagið við kennarana og stúdent- ana náið og auðgandi, svo að ég er miklu ríkari að loknu náminu, bæði andlega og mannlega! - En hvað um kvennaguðfræðina svokölluðu? - Ég kann ekkert í kvennaguðfræði og hef ekki fundið þörf fyrir hana. Hins vegar er ég svo þakklát fyrir að vera send með fagnaðarerindi, sem er til allra. Það fyllir mig fögnuði, að mega standa frammi fyrir konum og körlum, allra stétta, börnum oggömlu fólki, og flytja boðskap, sem allirgeta skilið og meðtekið. Það þarf að vísu að orða hlutina misjafnlega eftir þroska manna, en fagnaðarerindið er hið sama, og það er sífelld uppspretta gleði fyrir þann sem vill vera í þjón- ustu Krists. - Nú vígöist þú til starfa sem far- prestur í gær. Hvaða tilfinningar bær- ast með þér í dag? - Auðvitað er þetta allt svolítið óraunverulegt, en þetta var vissulega stór dagur. Það var mér mikil uppörv- un, hve ég hafði marga vini í kringum mig, og mér varð það svo áþreifan- legt, að ég er ekki ein í þessari þjón- ustu. Ég veit að vísu, að Guð er með mér og sleppir ekki af mér hendinni, en prestsstarfið reynir mjög á andlegt þrek, og þá er ómetanlegt að eiga góða vini. Það léttir byrðar og andlegt átak. E.t.v. gleymist okkur það oft í hraða hversdagsins, að við vinnum mikilvægt starf, kannski það mikil- vægasta, með því einu að vera vinir vina okkar. Öllum er nauðsynlegt að eiga fyrirbiðjendur og samstarsfólk, og þá ekki síst presti. - Finnst þér eðlileg tengsl milli íslensku þjóðkirkjunnar og kristilegra leikmannahreyfinga innan hennar? - Mér finnst þau jákvæðari og meiri nú en áður. En ég vildi gjarnan sjá ennþá meira gerast í þeim efnum. Ég verð t.d. stundum öfundsjúk, þegar ég er stödd erlendis við messur og heyri prestinn auglýsa allt það kristilega starf sem unnið er innan sóknarinnar, hvort sem það eru kristniboðsfélög, skólafélög eða annað, því það er allt hluti af starfi kirkjunnar, og mér finnst einmitt mjög jákvætt, að það skuli fleira vera að gerast en það sem prestur og sóknarnefnd sjá um. Eftir því sem fleiri félög og hópar eru starf- andi, hlýtur að vera hægt að vinna meira í Guðs ríki. - Eitthvað að lokum? - Ofarlega í huga mér er þakklœti. Það er þakklæti til Guðs fyrir hand- leiðslu hans alla daga og fullvissu þess, að ég er í hendi hans. í annan stað er ég svo þakklát fyrir að mega eiga heima í kirkju Krists, sem rúmar alla! Þessi lifandi en gamla kirkja, með öll- um sínum gömlu hefðum og með prestum og biskupum, fyllir mig vissu þess að Guð lifir - og hún vekur þann- ig með mér lofsöng til Guðs, sem ég vil gjarnan fá að syngja í söfnuðinum, þar sem allir lærisveinar Jesú fá að mætast - og vera eitt með Guði. I þriðja stað er ég þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp í leikmanna- hreyfingunum, sem við höfum verið að nefna. Þetta starf hefur kennt mér hinn mikilvæga þátt samstarfs. íslenska þjóðkirkjan líður hins vegar fyrir það að vera of mikil prestakirkja og það er því miður allt of algengt, að leikmennirnir séu þar aðeins aðstoð- armenn, en ekki samstarfsmenn. Það þykir mér sárt, því það gerir starfið mun erfiðara, ekki síst fyrir prestinn. Að síðustu langar mig að taka fram, að ég finn mig á engan hátt hæfa til að vera prestur eða til að prédika fagnað- arerindi Krists! Aldrei hef ég staðið jafn „titrandi, með tóma hönd“ frammi fyrir neinu verkefni. En Krist- ur sjálfur kallar mig og knýr mig áfram með því að minna mig á kærleika Guðs. Þess vegna eru líka mörg orð Biblíunnar, sem ónáða mig, eins og þessi: „Prédika þú Orðið. Gef þig að því í tíma og ótíma . . .“ (2. Tím.4,2). „Oss ber að vinna verk þess, er sendi mig, meðan dagur er. Það kemur nótt, þegar enginn getur unnið“ (Jóh. 9,4). Orð Biblíunnar veita jafnframt huggun og uppörvun. Þegar KSS og KSF kölluðu fyrsta skólaprestinn, Jón Dalbú Hróbjarts- son, til starfa, fékk hann í veganesti orð, sem síðan hefur verið ómissandi í mínum eigin nestispoka. Það eru orð- in í Jes. 41,10: „Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfaliast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.“ Innra með mér ómar sama raust og Jesaja spámaður heyrði forðum: „Hvern skal ég senda? Hver vill vera erindreki vor?“ Og vegna þess að Guð hefur að fyrra bragði komið til mín og miskunnað mér, - þá verð ég að svara: „HÉR ER ÉG. SEND ÞÚ MIG“. P.B. 18

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.