Bjarmi - 01.03.1988, Qupperneq 21
Þannig var hún vön að komast að
°rði. Jafnframt lagði hún tvo fingur-
góma á gagnaugun. Og kumraði við
gestunum. Þá komu gulu tennurnar í
Ijós, þær einu sem elli og dauða voru
eftir skildar. Önnur í efri góm, hin í
neðri. Þær virtust standast á. Samt
varð aldrei árekstur. Þær smugu létti-
lega hvor fram hjá annarri, gular og
gamlar - bæði þegar brosað var við
sendiboða og bitið í heita flat-
köku . . .
o g aftur tilbeiðsludagur.
Þetta er árið 1932. Og það eru ár
vakninganna í Miðríkinu, hinu gamla
Kína. Drottinn vitjar lýðs síns. Hann
kemur til stórra og lítilla hópa. Kemur
líka í litla herbergið í þorpsgötu sem
við fengum leigt fyrir samkomurnar
okkar á sunnudögum. Ekkert þak er
°f lágt eða þröskuldur of hár fyrir
bennan gest - Jesúm Krist.
Ég stend upp til að tilkynna númer-
'ð á söngnum. Þá er það að barna-
barnið stígur yfir þröskuldinn okkar
°g inn á moldargólfið. Hann heldur í
annan endann á langa, hvíta stafnum.
Amma hefur gott tak á hinum endan-
um.
Þau ganga alla leið að innstu sætun-
um. Þar eru baklausir kollar. Gamla
konan er með reyrða fæturog í litlum,
bröngum tuskuskóm. Sonarsonurinn
er berfættur. Fæturnir ná ekki niður á
golfið okkar. Það er ekki nema begar
hann teygir fótinn vel að honum tekst
aö krota rittákn með stóru tánni í
'uusa moldina. Þannig er gólfið okkar
°g bannig er drengur sem gengur í
hofskólann. Það kemur fyrir að litlir,
orólegir fæturnir snerta buxnaskálmar
ömmu:
~ Vertu kyrr, barn! Við erum í húsi
Guðs!
Hún segir það hátt. Það verður hluti
guðsþjónustunni okkar.
Texti sunnudagsins er: „Við Betes-
dalaUg“. Við erum komin saman í
^'klum súlnagöngum. Frelsarinn er
bar. Hann kemur auga á bæklaðan
mann sem varð of seinn að laugar-
harminum þegar engill ýfði vatnið.
Hann á enga von og fer aftur á mott-
una sína.
Allt í einu stendur Jesús fyrir fram-
an hann:
- Statt upp, tak rekkju þína og
gakk!
Ef til vill brýndi ég svolítið raustina
einmitt þarna því að jafnskjótt kemur
undarleg máttug bylgja til prédikar-
ans þarna á moldargólfinu austur í
Asíu. Andi og kraftur vakningarinnar
var líka undir þessu lága hálmþaki.
Þess vegna varð stundarþögn í her-
berginu þegar lamaði maður'nn stóð
þarna skyndilega á fætur fyrir augum
okkar, vafði mottuna sína saman og
fór úr súlnagöngunum.
p
JL. að er á þessari kyrrðarstund
sem gamla konan á fremsta bekk rís á
fætur. Blinda andlitið snýr beint að
sendiboðanum:
- Getur Guð líka læknað kú,
prestur?
Á sömu stundu verður kyrrðin
ennþá meiri í litla herberginu okkar
sem er með veggjum úr þjöppuðum
leir. Spurningin svífur uppi undir
hálmþakinu. Allra augu beinast að
sendiboðanum, einnig augu barna-
barnsins við hlið gömlu konunnar.
Tvö skásett augu mæna á mig þarna
hinum megin við skakkt borð sem var
prédikunarstóll. Þettaskilurhann. Nú
erum við aftur á vettvangi hversdags-
lífsins. Við erum á þreskivellinum
heima. Þar liggur plógnautið með
hausinn í þurrum hálmi og þaninn
kviðinn. Þau helltu og helltu upp í
skepnuna en allt kom fyrir ekki. Núna
þegar þau fóru í guðshúsið löfðu eyr-
un á bola. Froða í annarri nösinni.
Hausinn sökk ennþá dýpra í hálminn.
Engin von, sagði pabbi, sonur gömlu
konunnar.
Og gamla konan gengur einu skrefi
nær borðinu mínu. Barnið líka. Tvö
blind augu. Tvö dökk, ung og björt.
Vakandi Asíu-augu einblína á sendi-
boða. Bíða svars.
Þetta er áskorun á sendiboðann.
Guðfræðin sem ég kom með að
heiman sagði ekkert um veikar skepn-
ur sem draga plóga. En amman fyrir
framan mig þekkti enga slíka guð-
fræði. Hún átti aðeins svolitla, dýr-
mæta trú og mikið traust til þess Guðs
sem hún hafði hleypt inn í dimma ver-
öld sína.
Síðan rísa aðrir samkomugestir úr
sætum. Þeir standa þétt hlið við hlið
að baki þeim tveimur. Enginn bað þá
um það. Það gerðist bara.
Samtaka áskorun.
Prófið mitt . . .
p
m á kemur meistarinn allt í einu
gangandi föstum skrefum út úr súlna-
göngunum. Hann kemur alla leið að
skakka, ómálaða prédikunarstólnum
mínum. Er hann hryggur? Sorgbit-
inn? Vonsvikinn vegna þjóns sem
hann sendi til Asíu búinn krafti frá
sjálfum helgidóminum? Ætlar þú að
bregðast mér hér í dag - setja almætti
mínu skorður?
Það er þá sem sendiboðinn tekur
saman minnisblöðin úr prédikun sinni
- erfiði heils laugardags, og stingur
þeim inn í kínversku Biblíuna sína.
Síðan ýtir hann henni til hliðar á borð-
inu. Og eitthvað óskiljanlegt nær tök-
um á mér. Ég boða þeim tveimur sem
eru beint fyrir framan mig, aldraðri
konu og ungum dreng, líka öllum
mörgu andlitunum fyrir aftan þau -
þau snúa öll í áttina að borðinu mínu:
- Meistarinn er hér. Einmitt núna
er hann hérna. Líka í hlaðvarpanum.
Hann er á þreskivellinum. Núna, ein-
mitt núna, reisir hann nautið ykkar á
fætur!
- Amen, sagði amma.
- Amen, sagði sonarsonur. Bekkja-
raðirnar fyrir aftan tóku það upp eftir
þeim. Þess vegna varð það sterkt - allt
til síðasta bónda á stráskóm á aftasta
kolli.
Nú getur presturinn haldið áfram
að prédika.
Það er amma gamla. Hún hefur sest
aftur. Einsogsonurinn. Ogallirhinir.
En ég finn ekki aftur það sem eftir
er af prédikuninni minni.
Við syngjum sálm.
21