Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1988, Síða 22

Bjarmi - 01.03.1988, Síða 22
- Friður, segjum við hvert við ann- að og yfirgefum herbergið okkar. Þ egar barnabarnið, hvíti staf- urinn og amma koma loks á þreski- völlinn hefur nautið staðið upp. Það stendur þarna ábúðarmikið og stöð- ugt og étur hálm. Rekur með hvítum hornum allar flugurnar sem vilja inn í augnkrókana. - Hann er að éta hálm, amma! Og barnið sleppir sínum enda leiðarstafsins. Hleypur til skepnu sem honum þykir vænt um. Amma kemur á eftir. Hún ratar vel um hlaðið gamla. Fullorðinn sonur, faðir, er þar. Þegj- andi - orðvana stendur hann þarna á sunnudeginum. Móðir hans klappar bola á bakið. Ved Juletid ■VW £■•■'* vSLrf * í-í'. 'fc Qóðar fréttir frá Afríku - Biblíur afhentar ADDIS ABEBA: Biblíur og Nýja testamenti, samtals 56 þúsund eintök sem prentuð voru erlendis, hafa legið í tollskemmum í Addis Abeba í nokk- ur ár af því að Biblíufélagið í Eþíópíu fékk ekki að Ieysa þær út. Yfirvöld urðu þó við óskum Biblíufélagsins síðastliðið haust en kröfðust þess jafn- framt að greitt yrði geymslugjald. Samkvæmt nýlegum fréttum hefur tekist að semja við ráðamenn um að bækurnar væru látnar af hendi gegn því að borgað yrði fyrir aðeins einn mánuð í stað fjögurra ára. Upphæðin nemur um 285 þús. íslenskra króna. Biblíurnar eru nú komnar í umsjá Biblíufélagsins. Egil Grandhagen, framkvæmda- stjóri Norska kristniboðssambandsins sem íslendingar hafa náið samstarf við í Eþíópíu, hefur látið svo ummælt að yfirvöld hafi sýnt lipurð með því að lækka geymslugjaldið og afltenda Biblíurnar enda sé þetta samkomulag að líkindum merki þess að nú muni verða auðveldara en áður að flytja kristileg rit inn í landið. Sambandið leggur töluverða áherslu á útbreiðslu kristilegs lesmáls í starfi sínu og hyggst halda því áfram. Fram- kvæmdastjórinn bendir á að yfirvöld hafi slakað nokkuð á að undanförnu gagnvart kirkjunum í landinu. „Þess- ar Biblíur eru afar vel þegnar í landi þar sem mikill skortur er á Biblíum,“ segir Grandhagen. Biblíufélagið ætlar sjálft að greiða áðurnefnt leigugjald. Hið íslenska Biblíufélag hafði þegar sent sem svar- aði um 100 þús. ísl. krónum til að styrkja systurfélagið vegna þessa kostnaðar. Félagið í Eþíópíu mun sjá um dreifingu bókanna í landinu. Þeg- ar leyfi hafði verið gefið til að sækja Biblíurnar voru þær fluttar í geymslur Biblíufélagsins. Ekki er að efa að margir kristnir menn hafa beðið fyrir þessu máli. Þeir fagna þessum úrslitum og þakka Guði. Llngur Afriku- drcngur glcðst yflr nýja testamenti sem hann hefur keypt. 22

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.