Bjarmi - 01.03.1988, Qupperneq 24
Frásaga
frá
Cheparería:
Unglingsstúlkan brosti hamingju-
samlega og sagði með árherslu: „Já,
mamma hefur lagt mikið á sig til að
hjálpa mér með það sem ég þarf til
skólans. Hún fer um allt og selur maís
og ég veit ekki hvað.“
Þessi spengilega og fallega stúlka
var Kristine, á að giska 16-17 ára dótt-
ir Veroniku, fyrrverandi þvottakonu.
Móðirin hafði eignast hana með
manni, sem átti margar aðrar konur,
en hún sjálf varð kona nokkurra
manna og eignaðist alls fimm börn
áður en hún varð kristin. Einstæða
móðirin hafði því búið við mikla
fátækt og basl.
Kristine sjálf fór sárlega á mis við
föðurumhyggju á gelgjuskeiðinu og
varð móðurinni mjög erfið. Við kristni-
boðarnir hjálpuðum henni því ásamt
nokkrum öðrum fátækum stúlkum til
náms á stúlknaheimavistarskólanum í
kristniboðsstöðinni í Chesta.
Það leyndi sér ekki að stúlkan sem
stóð fyrir framan mig hafði þroskast.
Hún var lífsglöð og kunni nú að meta
móður sína rétt. Hún átti trú og traust
á Jesú sem frelsara.
Kristine hverfur
Jólafríið leið. Kristine tók af mikl-
um áhuga þátt í kórstarfi unglinganna
og fór í ferðalög með þeim til að vitna
fyrir fólki í sveitinni og syngja. Hún
heimsótti pabba sinn sem er heiðingi
og býr mjög afskekkt. Hann slátraði
geit henni til heiðurs en neitaði algjör-
lega að hjálpa henni með nokkra
skólapeninga. Ef hún væri svo vitlaus
að vilja hanga í gangslausum skólum í
stað þess að gifta sig, þá skyldu hún
bara sjá fyrir því sjálf.
Þær vinkonurnar fengu síðan með
sér fé til skólagjalda í lokuðu umslagi
til skólastjórans, kvöddu broshýrar og
Uppgjör
á síðustu stundu
lögðu af stað með rútu. En nú gerðist
nokkuð óskiljanlegt og dularfullt.
Kristine kom aldrei í skólann. Hún
hvarf hreinlega og enginn vissi hvert!.
Móðurinni hugkvæmdist engin
skýring. Skólasystirin skrifaði okkur
bréf og hafði eftir Kristine, að hún
hefði viljað skreppa til ömmu sinnar
en kæmi strax aftur.
Eftir nokkrar vikur fékk ég ein-
kennilegt bréf frá Kristine. Hún sagði
mömmu sína vera svo vonda við sig,
kalla sig hóru, þegar hún væri úti síð-
degis með hinum unglingunum í
kórnum, hún berði sig með priki, svo
að hún hefði bara ákveðið að hverfa
og koma aldrei aftur. Við skyldum
ekki leita að henni hún væri í bæ í 130
km fjarlægð. Henni þætti nú samt
ennþá vænt um mömmu sína . . .
Veronika var alveg agndofa yfir
bréfinu. Auðvitað hafði hún skamm-
að stelpuna fyrir að koma of seint
heim, þ.e. þegar rökkvaði, en það var
skylda hennar; hitt væri ósatt og hér
hlyti að búa fleira undir. Hún fór því
með bréfið til yfirvalda í sveitinni, en
þeir nenntu hreinlega ekki að hjálpa
henni. Þá fór hún til lögreglunnar sem
skammaði hana fyrir að koma ekki
fyrr.
Eftir margra vikna óvissu birtist
Kristine allt í einu, þögul og tekin.
Hún sat lengi gegnt móður sinni án
þess að segja orð. Allt í einu brast
stúlkan í grát, og sannleikurinn kom í
ljós: Hún var ófrísk af völdum gifts
manns. Hann hafði boðið henni í mat
og síðan neytt hana til lags við sig.
Þegar hún uppgötvaði afleiðingarnar,
hafði hún ekki þorað að segja mömmu
sinni sannleikann. „Þetta verður ekk-
ert vandamál,“ sagði barnsfaðirinn og
keypti átta töflur af alsterkasta malar-
íumeðalinu, sem til er, og lét hana
gleypa.
í stað þess að líkaminn losaði sig
samstundis við fóstrið, varð hún
stöðugt veikari. Hann hafði því fund-
ið upp það ráð að láta hana hverfa og
skrifa bréf til að plata móðurina og
kristniboðana á meðan hún færi langt
í burtu í meðferð á spítala. Þegar
henni batnaði ekki, vildi hann, að þau
færu til konu, sem kynni að losa slíkt
úr líkamanum. En nú var stúlkan upp-
gefin af af lygunum, hrædd og veik og
fór heim til mömmu.
í grýtta jörð
Eitt það hryggilegasta við þetta var,
að barnsfaðirinn hafði verið kristinn í
kirkjunni okkar, meira að segja starfs-
maður um tíma, gifst yndislegri stúlku
í kirkjunni, en síðan fallið frá og átt
tvisvar barn með skólastúlku. Síðan
hafði hann snúið við og játað syndir
sínar í guðsþjónustu, en var nú fyrir
nokkru enn hættur að koma í kirkj-
una. Tveimur öðrum stúlkum hafði
hann gert börn fyrir giftingu.
Veronika afþakkaði ákveðið að
taka við sáttargjöf mannsins, svolitl-
um sykri og mat. Um þetta leyti varð
hún að fara úr húsinu, sem hún hafði
átt heima í og var heimilislaus, átti
engan akur, plægði hvorki né sáði, svo
að útlitið var dökkt. Fjarskyldir ætt-
ingjar leyfðu henni að búa á lóðinni
hjá sér eins og hverju öðru barni.
Kristine varð sífellt veikari og lá á
spítala í niargar vikur. Allt virtist fara
úr skorðum og hjartað fór að stansa.
Þegar fóstrið var um 6 mánaða, fædd-
ist örlítið stúlkubarn, sem lá í súrefnis-
kassa í mánuð. Þá virtist flest vera
komið í lag hjá Kristine nema hjartað,
svo að hún var send heim, þó án allra
leiðbeininga um meðferð ungbarns-
ins.
24