Bjarmi - 01.03.1988, Síða 27
KfriA:
Sumir kristnir á laun
Kína er kommúnistaríki. Þess
vegna er ekki óeðlilegt að yfirvöld
reyni að hindra að hugmyndafræði
og menning Vesturlanda festi ræt-
ur í Kína. Þau vilja koma ■ veg fyrir
að „vestrænt, borgaralegt ftjáis-
lyndi" spilii andrúmsloftinu.
Innræting er mikil í kennslu og
fjölmiðlum í Kína. Pólitísk fræðsla
er höfuðatriði á dagheimilum og í
grunnskólum og framhaldsskól-
um. Stjórnmálafundir eru haldnir
vikulega á vinnustöðum og fólki
ieiðbeint um marxiskan hugsana-
gang.
Mikill áhugi ríkir meða kín-
verskra æskumanna á því að læra
um þjóðir utan Kína, ekki síst á
Vesturlöndum. Þeim gefast ýmis
tækifæri til þess. Um 40 þúsund
útlendingar eiga heima í höfuð-
borginni, Beijing (áður Peking), og
stöðugt streyma ferðamenn inn I
landið. Góð og vond vestræn áhrif
berast þvi inn yfir landamærin.
Ferðamaður sem kom fyrir
skömmu til Beijing hitti kristna
stúlku í einni af þremur mótmæi-
endakirkjunum í borginni. Stúlkan
var nemandi i stórum háskóla í
borginni. Þar eru 12 þúsund
nemendur. Einungis tveir þeirra
þorðu að ganga fram fyrir skjöldu
og játa trúna á Jesúm Krist. Stúlk-
an kvað fleiri eiga fifandi kristna
trú en þeir þyrðu ekki að segja
bekkjarsystkinum sínum frá því.
Þessi stúlka hafði orðið kristin
fyrir þremur árum. Það var pró-
fessor í háskófanum sem hafði
vitnað fyrir henni og geflð henni
Biblíu. Stúlkan sagði að nokkrir
kennarar háskólanna væru
kristnir. Skýringin var m.a. sú að
Þeir höfðu hfotið menntun á Vest-
urlöndum og hitt kristna samstúd-
enta. Sumir draga enga dul á trú
sína en flestir umgangast lyrst og
kemst nánustu fjölskyldu og vini —
af ótta við hugsanlegar afleiðingar
opinberrar játningar fýrir böm og
barnabörn.
Erfltt er að segja til um hversu
margir séu kristnir í einræðisiönd-
um. Samkvæmt opinberum tölum í
Kina em mótmælendur þar þrjár til
fjórar milljónir. Henn ■ Hongkong
sem era fróðir um kirkju og krist-
indóm í Kina gera hins vegar ráð
fyrir 20—50 miiyónum. Sagt er að
sums staðar í suðlægum strand-
héraðum sé allt að því helmingur
íbúanna kristinn.
Minna líf er í kirkjunni í Bejjing.
Þijár kirkjur mótmælenda era
opnar. Allur þorri kristinna manna
er hins vegar í hússöfnuðunum.
Þar koma nánir vinir saman til lest-
urs Biblíunnar og bænar. Sam-
kvæmt upplýsingum áðurnefndrar
háskólastúlku era þeir æ fleiri í
hópi æskufólks sem taka trú á hinn
krossfesta og upprisna Jesúm
Krists.
ORÐINU DREIFT:
Meðal ólympíufara
Ólympíuleikarnir verða haldnir í
sumar í Suður-Kóreu. Kristnir
menn sjá þar tækifæri til að vitna
um Jesúm Krist og útbreiða Bibl-
íuna. Fyrirtækið Living Bible Int-
ernational ráðgerir að senda hálfa
milljón eintaka af Biblíunni til
dreiflngar meðal ólympíufara í
Suður-Kóreu.
Ætlunin er að Biblíumar verði á
25 tungumálum. Þær verða gefnar
ýmsum söfnuðum og samtökum
sem búa sig undir að flytja fagnað-
arboðskapinn í tengslum við leik-
ana. Auk þess fá allir íþrótta-
mennirnir Nýja testamentið að
gjöf.
Gjöf til indíána
Bandaríska Biblíufélagið hefur
tilkynnt að það hafl sent
skipsfarm, tíu þúsund Biblíur, til
Perú og sé þetta gjöf til ketsjúa,
þjóðflokks indiána í landinu. Þýð-
endur Biblíunnar höfðu komið
saman í Bandaríkjunum. Þar
heyrðu þeir þær fréttir að þjóð-
flokkurinn hefði lent í ættbálka-
skæram án þess að hafa átt sökótt
við granna sína. Vora þá tekin sam-
skot og keypturáðumefndur farm-
ur af Biblíum sem síðan var sendur
til Perú.
Spænska og tunga ketsjúa era
höfuðtungur Perúmanna. fbúamir
em um 19 miiyónir. Landið er um
12 sinnum stærra en fsland og
höfuðborgin heitir Líma. Um 96 af
hundraði landsmanna teljast til
kaþólsku kirkjunnar en um 1,25%
era mótmælendur. Kristniboðar
eru allmargír í landinu, m.a. frá
Norðurlöndum.
40 tonn lesefnis
Kristnir menn í Evrópu og Afríku
hafa bundist samtökum og sent
um 40 tonn af kristilegu lesefni til
Nígeríu og Sambíu í Afríku. Kristi-
legar bókmenntir hafa verið nær
ófánlegar ■ þessum löndum síðan
árið 1981. Astæðan er fyrst og
fremst erflðleikar i gjaldeyrismál-
um svo að engar bækur hefur verið
unnt að kaupa frá útlöndum. Kirkju-
leiðtogi í Nígeriu hefur látið svo um
mælt að ef þeim berist ekki hjálp
verði þeir að loka strax 15 af 35
kristilegu bókabúðunum í land-
inu.
Biblíur að gjöf
Það hefur oft komið fram hér í
blaðinu að mikill skortur er á
Biblíum í Sovétríkjunum. Þar er
ekki ein einasta bókabúð sem sel-
ur Biblíur á almennum markaði.
Ýmsir vinir Sovétmanna reyna að
bæta úr þessu, m.a. með þvi að
smygla Biblíum inn í landið. Sumir
gefa ferðamönnum og farmönnum
frá Sovétrikjunum Biblíur. Þannig
var þess getið fyrir nokkra í erlend-
um blöðum að rússncskir sjómenn
sem koma í land í Singapore fái að
gjöf hver sína Biblíu og má þakka
þetta liðsinni norska sjómanna-
trúboðsins. Margir sjómennirnir
hafa látið í Ijos gleði og þakkiæti
fýrir gjöfína. Aðrir sögðu að þeir
þyrðu ekki að fara heim með Bibl-
íuna af ótta við að verða fyrir
óþægindum.
27