Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1988, Page 28

Bjarmi - 01.03.1988, Page 28
FRÁ STARFIN U „Á valdi Drottins" Kristilegt stúdentamót, sem bar yfirskriftina: „Á valdi Drottins“, var haldið í Ölveri, helgina 12.-14. febrúar sl. Gestur mótsins var norsk- ur prédikari, Roar Haldor- sen og sá hann um efni flestra samverustundanna. Túlkur var Ragnheiður Harpa Arn- ardóttir. Roar Haldorsen er fram- kvæmdastjóri „Operation Mobilization “ hreyfingarinn- ar í Noregi, en það er alþjóð- leg hreyfing sem vinnur að því að þjálfa og senda ungt Kristrún ■ Ölveri unir sér vel í hópi þátttakenda á kristilegu stúdentamóti. fólk í boðunarferðir víðs veg- ar um heim. Síðdegis var mótsgestum skipt í námshópa og var hægt að velja um fræðslu í leiklist í kristilegu starfi, hjálp við persónulega boðun, og æfingar í notkun teiknitöflu við kristna boðun. Um 40 manns sóttu mótið, en því lauk með guðsþjón- ustu í umsjá sr. Guðna Gunnarssonar, skólaprests, síðdegis á sunnudag. Á sunnudagskvöld sá KSF um samkomu í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg. Par talaði Roar Haldorsen, en einnig fengu samkomugestir að kynnast nokkru afþví sem þátttakendur höfðu lært á mótinu í Ölveri. Húsakaup kristniboðsvina Kristniboðsfélag kvenna og Kristniboðsfélag karla í Reykjavík sem starfað hafa undanfarna áratugi í húsi sínu Betaníu við Laufásveg seldu húsið 11. febrúar sl. Kaupandi var Fríkirkju- söfnuðurinn í Reykjavík. Sama dag undirrituðu félögin ásamt Sambandi ísl. kristni- boðsfélaga samning um kaup á húsnœði í verslunarhúsinu Miðbœ við Háaleitisbraut. Nánar verður sagt frá þessu í nœsta blaði Bjarma. Heimsókn Sr. Bent Reidar Eriksen, prestur í Noregi og stjórnar- maður í norska heimatrúboð- inu, dvaldi hér á landi í nokkra daga í lok febrúar. Hann kom hingað á vegum Landssambands KFUM og KFUK, m.a. til að kynna Lausanne-hreyfinguna. Fór hann víða þessa daga, m.a. til Akureyrar, og sagði frá starfi hreyfingarinnar. Sunnudag- inn 28. febrúar talaði hann á samkomu í húsi KFUM og KFUK við Amtmannsstíg og fjallaði um endurkomu Jesú, mikilvœgi þess að standa stöðugur í trúnni og hvernig eftirvœntingin eftir komu Jesú á að hvetja okkur til að útbreiða fagnaðarerindið. Samkoman var mjög vel sótt og heimsókn sr. Bent Reidars hin ánœgjulegasta. í Hafnarfirði og Keflavík Tvær kristniboðsvikur voru haldnar í febrúar, sú fyrrí í Hafnarfirði dagana 1,- 14. febrúar á vegum Kristni- boðsdeildar KFUM og K þar í bænum. Voru almennar samkomur öll kvöld vikunn- ar í félagshúsinu við Hverfis- götu og lögð áhersla á að kynna kristniboðið en einnig flutt orð Guðs í tali og söng. „Kristniboðskaffi“ var selt eftir hverja samkomu og voru þeir margir sem notuðu sér það og sátu stundarkorn og spjölluðu saman. Tekið var við gjöfum til starfsins að venju. Benedikt Arnkelsson stjórnaði samkomunum. Seinni vikan hófst 14. febrúar í félagsheimili KFUM og K við Hátún í Kcflavík. Að henni stóðu Kristniboðsfélagið íKeflavík og kristniboðsfélag það sem ungt fólk í bænum stofnaði fyrr í vetur og kallast „Ljómar“. Samkomurnar voru með hefðbundnum hætti. Unga fólkið stjórnaði og lagði lið og drjúgur hópur ungmenna var meðal þeirra sem komu og hlustuðu. Seinni sunnudaginn pre- dikaði Guðlaugur Gunnars- son í Keflavíkurkirkju en sr. Ólafur Oddur Jónsson þjón- aði fyrir altari. Fjölmenni var í kirkjunni. Tekið var við gjöfum til starfsins í guðs- þjónustunni og á samkomun- um. Guðlaugur og Benedikt Arnkelsson heimsóttu grunnskólanemendur í Keflavík meðan vikan þar stóð yfir. A DÖFINNI: Mng Ping Landssambands KFUM og KFUK verður haldið um hvítasunnuna 21.- 23. maí nk. íár eru tíu ár síð- an Landssamband KFUM og KFUK var stofnað og verður þess minnst á þinginu. Sumarbúðir Innritun í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst nú í apríl. Byrjað verður að skrá í Vatnaskóg 18. apríl og Vind- áshlíð og Ölver þann 25. Skráning fer fram á Aðal- skrifstofunni, Amtmannsstíg 2B. Skráning í Kaldársel og Hólavatn mun hefjast um svipað leiti og fer fram hjá félögunum í Hafnarfirði og á Akureyri. Almenna mótið Akveðið er að almenna mót- ið í Vatnaskógi verði helgina 24.-26. júní n.k. Nánar verð- ur greint frá því síðar. Mót og námskeið Kristniboðsmót verður á Löngumýri í sumar, dagana 15.-17. júlí. Þá er ráðgert biblíunámskeið í Ólveri 19.- 23. ágúst. 28

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.