Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1988, Side 30

Bjarmi - 01.03.1988, Side 30
Ekki sjö sinmim, heldur... manni. Þá hefur þú öðlast réttar for- sendur og þá verður það ekki byrði að reyna einu sinni enn. Jesús ber byrði fyrirgefningarinnar fyrir þig. Áhættan sem þú tekur er sú að sýna öðrum fullt trúnaðartraust. Það getur vakið ótta, en Jesús treystir þér til fulls þegar hann fyrirgefur þér. Með því að gera slíkt hið sama hjálpar þú þeim sem þú fyrirgefur. Jesús getur gefið þér raunverulegt trúnaðartraust því hann ber þínar byrðar svo að þú getir verið með í að bera byrðar ann- arra. Guð vill að við lifum í nýsköpun hans í öllum hlutum. Hann vill gefa okkur það sem við þörfnumst og gera okkur heilsteypt. Hann sem getur skapað af engu getur einnig umskapað menn. Hann tekur leirkerið sem er mis- heppnað í hendur sínar og gerir nýtt. Hann býr tii nýtt ker eins og hann vill hafa það. Nothæft ker sér til dýrðar. Credo 7/85 Páskar Tvær áletranir Það bar til fyrir mörgum árum að tvö leiði í grennd við hina gömlu borg Þessalóniku í Grikklandi voru grafin upp. Annað leiðið var frá því í heiðni en hitt frá kristnum tímum. Á leiði heiðingjans var þessi áletr- un: „I dauðanum engin von.“ En á leiðinu frá kristnum tímum stóð aftur á móti skrifað. „Kristur er líf mitt.“ Dauðinn án Krists og dauðinn með Kristi, hlið við hlið. Annars vegar vonleysi, hins vegar djörfung og von. Slíkri breytingu veldur fagnaðarer- indið um hinn upprisna Jesúm. Það höfðu orðið páskar en þeir vissu það ekki, lærisveinarnir sem voru á leið til Emmaus, og enn er líkt á komið fyrir mörgum. Páskar verða ekki af því einu að okkur er sagt að gröfin sé tóm. Það höfðu þeir heyrt en þeir eignuðust samt ekki páskagleð- ina. Þá fyrst verða páskar þegar við mætum hinum upprisna sjálfum. Það er kraftaverk sem verður að gerast þegar við lesum í Biblíunni okkar. Það var það sem kom fyrir félagana tvo þegar hann hélt biblíulestur með þeim á veginum til Emmaus síðdegis á páskadegi. Og Jesús fór inn til að vera hjáþeim,stóð þar. Ó,aðeggætifund- ið það, segir þú. Já, en það getum við ekki. Við verðum að láta okkur nægja að trúa því. Stundum finnst okkur hann fara. En hann er kyrr. Drottinn hét Jósúa forðum að vera með honum á öllum vegum hans. Það voru ekki aðeins orð til Jósúa. Það eru orð hins upprisna til okkar nú. Axel Pihl Ný brauð daglega Nýjar kökur daglega Opnum kl. 8 daglega Opið laugardaga til kl. 2 sunnudagatil kl. 4 G. Ólafsson & Sandholt Brauð- og kökugerð Laugavegi 36, Reykjavík Sími 12868 & 13524 Orðsending til áskrifenda Bjarma Gíróseðlar, vegna innheimtu ár- gjalds Bjarma, hafa nú verið sendir áskrifendum blaðsins og eru þeir beðnir að gera skil hið fyrsta. Bjarmi þakkar trúfesti og skilvísi við blaðið. Ef einhverjir hafa ekki fengið send- an gíróseðil eru þeir beðnir að láta afgreiðslu blaðsins vita í síma 17536. Sömuleiðis eru þeir sem skipta um heimilisfang minntir á að tilkynna það. Loks eru lesenduur blaðsins hvattir til að afla því fleiri áskrifenda svo að boðskapurinn um Jesúm Krist berist sem víðast. 30

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.