Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 3
Kristilegt tímarit.
Útgefendur:
Kristilega skólahreyfingin,
Landssamband KFUM og KFUK,
Samband ísl. kristniboðsfélaga.
Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson.
Ritnefnd: Benedikt Arnkelsson, Anna Magnús-
dóttir og Gunnar H. Ingimundarson.
Afgreiðsla: Aðalskrifstofan v/Holtaveg,
pósthólf 4060,124 Reykjavík, s. 678899.
Árgjald: Kr. 1.950.- innanlands, kr. 2.450.-
til útlanda.
Gjalddagi: 1. mars.
Prentun: Borgarprent
EFNI:
Staldrað við: Réttlæti ................. 3
Sr. Guðmundur Guðmundsson:
„Fylg þú mér“ ........................ 4
„Við þurfum fyrirbæn“
— Rætt við Harald Ólafsson ........... 6
Kveðjusamkoma með jólabrag ............. 10
Hátíðarstund í KFUM á Akureyri ......... 12
Steinarnir tala ........................ 14
Á nýársnámskeiði KSS ................... 16
Smásaga: Brúðkaupsafmæli ............... 18
Frástarfmu ............................. 22
3+<alclrað við
RETTLÆTI
Spurningin um réttlæti er mönnum áleitin. Hér skal vikið að
tveim hliðum máls. Annars vegar snýst málið um það að öðlast
réttlæti frammi fyrir Guði. í því efni kennir Biblían okkur að eng-
inn maður geti stigið fram og sagst vera réttlátur. Predikarinn
segir: „Enginn réttlátur maður er til á jörðinni, er gjört hafi gott
eitt og aldrei syndgað“ (7,20). Páll postuli áréttar hið sama í
Róm. 3. Réttlæti frammi fyrir Guði fæst aðeins sem óverðskuld-
uð gjöf fyrir trú á Jesú Krist. Mörgum finnst erfitt að sætta sig við
það og telja raunar fráleitt að réttlætið sé tilreiknað eða gefið
mönnum fyrir trú eina saman. Menn hljóti að þurfa að leggja
eitthvað með sér sjálfir. En fagnaðarerindið er samt sem áður
þannig: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlæt-
ast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina sem er í
Kristi Jesú“ (Róm. 3,23n).
Hins vegar beinist spurningin um réttlæti að þjóðfélaginu sem
við lifum í og erum hluti af. Hvernig er unnt að gera þjóðfélagið
réttlátara? Heiminn réttlátari? Ber ég einhverja ábyrgð eða er
bara hver sjálfum sér næstur?
Lúther talaði um tvenns konar hlutverk lögmálsins. Annars
vegar á lögmálið að sannfæra manninn um synd (sbr. það sem
Páll postuli segir í Róm. 3,19-20). Hins vegar birtist lögmálið í
skipulagi og lögum þjóðfélagsins þar sem Guð knýr manninn til
hlýðni við sköpunarvilja sinn. Markmiðið er réttlæti meðal
manna. M.ö.o. Guð vill að allir frelsist, eignist réttlæti frammi
fyrir honum. Fagnaðarerindið flytur boðskapinn um réttlætingu
af náð fyrir trú á Jesú Krist. Ekkert annað getur gefið okkur rétt-
læti í augum Guðs en trúin á Jesú Krist. Hann tók á sig synd okk-
ar og gefur okkur í staðinn réttlæti sitt.
En Guð vill einnig að við spyrjum um réttiætið í þjóðfélaginu
og tökum upp baráttu gegn ranglætinu. Það er í samræmi við
sköpunarvilja Guðs. Spámenn Gamla testamentisins börðust af
krafti gegn þjóðfélagslegu ranglæti. Oft fór svo að á efnahagsleg-
um uppgangstímum í ísrael magnaðist ranglætið i þjóðfélaginu
og menn hættu að skeyta um vilja Guðs. Við slíkar aðstæður
þurftu spámennirnir oft að vera harðorðir. Sú saga er sífellt að
endurtaka sig. Kristinn maður á ekki að sætta sig við ranglætið.
Hann ber ábyrgð á náunga sínum. Hér gildir ekki að hver sé sjálf-
um sér næstur.
Hvernig er háttað réttlæti þínu frammi fyrir Guði? Hvernig er
háttað réttlætinu í okkar þjóðfélagi? Hvernig er háttað réttlætinu
í heiminum? Fyrstu spurningunni verður hver að svara fyrir sig.
Hitt vitum við líklega öll að margs konar ranglæti viðgengst í ís-
lensku samfélagi og ranglætið í heiminum í dag er himinhróp-
andi.
Biðjum Guð að fyrirgefa og gefa okkur réttlæti sitt fyrir Jesú
Krist. Biðjum hann um réttlátara þjóðfélag og réttlátari heim.
Biðjum hann að sýna okkur ábyrgð okkar!
GJG