Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1992, Síða 5

Bjarmi - 01.02.1992, Síða 5
kallar. Orðin ein ná ekki að bera Kristi vitni, sá sem elskar í orði og sannleika ber Kristi vitni. Hefur þú veitt því athygli að í raun hafa guðspjöllin ekki að geyma margar ræður Jesú? Kenning hans var ekki aðeins orð, rök- legar samræður, heldur þjónusta og líf. Það er stundum gert í biblíuútgáfum að hafa orð Jesú með rauðu letri. En það verður þunnt guð- spjall ef maður les bara rauða letrið í þeim biblíuútgáfum. Verk Krists er stærsti hluti guðspjallanna. Ef þú vilt ekki láta sannfærast við rök mín, lestu þá píslarsöguna einu sinni í gegn, þar finnur þú sjö orð Krists á krossinum. Eru þau ekki svona öflug vegna þess að sá sem talar leggur !íf sitt í hvert og eitt þeirra? Það er Meistari okkar sem kennir okkur að fara eins að. Honum eigum við að fylgja. Hann sagði: „Hvert ónytjuorð, sem menn mæla, munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi. Því af orðum þínum muntu sýknaður, og af orðum j þínum muntu sakfelldur verða (Matt. 12,36- | 37). Og hann sagði í dæmisögunni um komu j Mannssonarins: „Komið þér, hinir blcssuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims. Því hungrað- ur var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig... Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér“ (Matt. 25,34-35,40). Hér hefðum við gott af að minnast leiðtoga okkar og frumherja í félagsstarfinu. Þeir sáu ekki neina andstöðu milli boðunar og þjón- ustu, miklu frekar skildu þeir sambandið þar á milli, kraftinn þar í og störfuðu í þeim anda. Eflaust hefur velmegun og velferðarkerfi gert okkur sljó fyrir köllun Guðs í samtíð okkar. Afi minn sagði oft: „Það þarf sterk bein til að þola góða daga“. Það eru orð að sönnu. En ef þú áræðir að hlusta með mér eftir rödd Jesú Krists í bæn og íhugun, og svo að leggja út í þjónustu fyrir hann, elska í orði og sannieika, þá kvíði ég ekki framtíð félagsins, því að til þess voru félögin okkar stofnuð, til þess stönd- um við saman í þjónustu við Krist hér heima og erlendis. Það kemst eng- inn að raun um fagnaðarerind- ið nema að standa upp og fylgja Kristi. Sá fyrirverður sigfyrirfagn- aðarerindið sem árœðir ekki að standa UPP ogfylgja honum sem kallar.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.