Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.02.1992, Page 9

Bjarmi - 01.02.1992, Page 9
einn munn til viðbótar að metta. Trúboðarnir í dag verða hreinlega að fara heim til að ná sér í mat og þeirra matarforði er mjög takmark- aður. Svo að til að trúborðarnir geti búið í þorpunum verðum við að sjá þeim fyrir mat og jafnvel fyrir vatni. Það er langt að fara í brunnana og þegar vatnið er komið í þorpið er það orðið svo dýrt að konurnar vilja ekki gefa það nema mjög takmarkað.“ „Biblíunámskeið með nýju sniði“ Pú nefndir að biblíuskólarnir hefðu verið lagðir niður eftir byltinguna. Hvað hyggist þið gera núna í Bórana varðandi uppfræðslu þeirra trúboða sem þið viljið senda út? „Þegar ég kem til Eþíópíu í janúar fer ég aftur til Yavelló þar sem ég bý. Þar ætlum við að byrja þriggja mánaða námskeið fyrir þá sem vilja. Það sem við hugsum okkur þá er að kenna á Bóranamáli og við gerum engar kröf- ur til fyrri menntunar til að menn geti fengið inngöngu í námið. Hugsunin á bak við það að taka inn ómenntað og ólæst fólk er að með því erum við að mennta fólk sem fer aftur heim í þorpin sín og býr í sínu eigin þjóðfélagi. Því að biblíuskóli eða biblíunámskeið opnar ekki leið til annars starfs en innan kirkjunnar. Ef við miðum hærra t.d. á sjötta bekk er hætt við að nemendur leiti sér starfs annars staðar og vilji heldur vera í bænum en að fara út í þorpin.“ Hvernig hyggist þið byggja upp þessi nám- skeið? „Við miðum við að námið verði eitt ár. En fyrir venjulega bændur eða hirðingja er erfitt að vera að heiman í níu eða tíu mánuði. Þess vegna skiptum við þessu upp þannig að við höfum þriggja mánaða námskeið nú og svo byggjum við á því næsta ár. Þannig höfum við þrjú þriggja mánaða námskeið. Ef þrír mán- uðir reynist of mikið getum við skorið þá niður í einn eða tvo mánuði. Þá getum við jafnvel haft þetta oftar á ári. Þegar ég er búinn með námskeiðið í Yavaelló fer ég til Negellí með svipað námskeið.“ Hvað getum við á íslandi gert til að styðja við starfið í Bórana? „Starfið í Bórana er fjármagnað af Norska lútherska kristniboðssambandinu eins og margir vita. Fjárframlög frá íslandi myndu ekki ná þessu starfi beint. En það sent við þurfum ennþá frekar er fyrirbæn og fyrirbæn er afl sem við skiljum afskaplega lítið en við biðjunt almáttugan Guð að liðsinna okkur í starfi sem hann hefur falið okkur — sem hann hefur kallað okkur til. Þá erum við að biðja Guð almáttugan að styðja sitt eigið starf. Og það er bæn sem Guð heyrir.“ Fr.H. DANMÖRK: Drottningin treystir Jesú Margrét Danadrottning er ófeimin að játa trú sína á frelsarann. í viðtali við danska blaðið Berlingske Tidende tekur drottningin m.a. svo til orða: „Eg lít svo á að Guð sýni okkur einmitt í Jesú Kristi að liann vakir ylir okkur og dvelst mitt á ineðal okkar. Jesús er vitnis- burður (íuðs um það að Guð er ekki aðeins skapari heldur er hann sá Drottinn sem vitjar okkar til að endurleysa okkur sér til handa. Eg trúi því og er þess fullviss að Jesús hafi ekki einungis verið maður. Hann var Guð sjálfur sem varð eitt með okkur. Þess vegna þori ég að setja traust mitt á Jesú - sem náðaður syndari og sem drottning.“ JAPAN: Eftirlaunamenn í prestsstarf? Lútherska kirkjan í Vestur-Japan vantar mjög presta. Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort ekki sé rétt að leita lið- sinnis manna sem komnir eru á eftirlaun. Hvergi í heiminum er meðalaldur manna jafnhár og í Japan, um 80 ár, og þar fer fólk á eftirlaun 62 ára gamalt. Ljóst er að þetta fólk, sem farið er af almennum vinnumarkaði - og er kristið - á hugsanlega eftir að vera í kirkju sinni 20 ár í viðbót. Rektor í lútherskuin guðfræðiskóla í Japan bendir á að æ fleiri umsækj- endur um nám séu yfir sextugt. Þeir eiga kost á styttra guðfræði- námi en aðrir. í þessum skóla voru fyrir skömmu 20 nemar. Rektorinn telur að eftirlaunamenn séu margir það vel á sig komnir að þeir gætu hæglega gegnt forstöðu í kristnum söfnuðum lengur eða skemur. ÞÝSKALAND: Krossferð undirbúin Þær fregnir voru birtar fyrir nokkru að hinn heimsþekkti, bandaríski predikari Billy Graham mundi brátt rifa seglin og hægja ferðina. Hann hefur heimsótt mörg lönd austan hafs og vestan og boðað fagnaðarerindið fyrir miljónum manna. Billy er nú rúmlega sjötugur. fm þessi sendiboði Jesú Krists hefur ekki lagt árar í bát. Nýlega mátti lesa í erlendu blaði að söfnuðir í Þýskalandi væru farnir að undirbúa samkomuröð á næsta ári, nánar tiltekið 17.-23. inars 1993, og yrði Billv Graham þar ræðumaður. Lausanne-hreyfingin svonefnda er meðal þeirra sem standa að þessum samkomuhöld- um. (iert er ráð fyrir að áheyrendur á 200 stöðum í og utan Þýskalands geti fylgst með samkomunum með aðstoð ljósvaka- tækninnar. Verið er að kanna hvort einnig séu tök á að fólk í Al- baníu, Rúmeníu og Búlgaríu geti hlustað á predikarann í beinni útsendingu. LifílLÍLlí, §

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.