Bjarmi - 01.02.1992, Qupperneq 11
hús Guðs. Jesús á að vera okkur fyrirmynd.
„En hver er þín fyrirmynd?“ spurði Helgi.
„Hver hefur stytt bænastundir þínar? Hver
hefur minnkað lestur Biblíunnar? Hver hefur
fækkað ferðum þínum í guðshús?“ Helgi
ræddi um að margir væru leitandi en sæktu
ekki alltaf þangað sem Jesús væri, þar sem orð
hans væri boðað. „Þar sem tveir eða þrír koma
saman í hans nafni, þar er hann, þar er orð
hans, þar er helgidómur, þar sem hann sjálfan
er að finna.“
A santkomunni var tekið við gjöfum til
kristniboðsins og söfnuðustu tæpar 90 þúsund
krónur. Eins og fyrr segir var samveran fjöl-
sótt og hátíðleg og söngurinn var kröftugur.
Aður hefur komið fram að Birna og Guð-
laugur myndu hefja nám í amharisku, ríkis-
máli Eþíópíu fljótlega eftir að þau kæmu út og
að ákveðið yrði í samráði við yfirstjórn lút-
hersku kirkjunnar hvar starfsvettvangur
þeirra yrði. Helgi Hróbjartsson hefur unnið
að predikun hér heima og í Noregi, harin
gegndi um tíma prestsstarfi í Hrísey og hann
hefur verið kristniboði í Eþíópíu — þaðan
kom hann 1975 — og í Senegal. Við spurðum
Helga hvar hann myndi hafa aðsetur í Eþíóp-
íu.
„Ég verð væntanlega á meðan Bórana og
Gúdsímanna í Suður-Eþíópíu. Það gæti orðið
í Vaddera eða Neghelli en ég hef starfað á
báðum þeim stöðum. Kommúnistar lögðu
undir sig stöðina í Vaddera en skiluðu henni
aftur í hendur kirkjunnar snemma árs 1991.
Líklegast verð ég í boðunarstarfi. Ég er ákaf-
lega glaður að geta farið aftur til Eþíópíu. Já,
það er í einu orði sagt stórkostlegt!" Helgi var
áður sendiboði Norðmanna í Eþíópíu og fór
nú á vegum SÍK.
Helgi lagði af stað frá íslandi 2. janúar en
hjónin og dæturnar tvær daginn eftir, og þá
um kvöldið stigu þau öll upp í sömu flugvél í
Frankfurt í Þýskalandi og lentu svo að morgni
4. janúar á flugvellinum í Addis Abeba.
Á DÖFINNI:
KFUM OG KFUK:
Fræðslumorgnar
KFUM og KFUK í Reykjavík bjóða um þessar mundir upp á
fræðslustundir í húsi félaganna við Holtaveg. Fræðslustundirnar
eru á laugardagsmorgnum kl. 10.30-12.00. Þær hófust 18. jan. sl.
og standa fram í mars. Markmiðið með stundunum er að gera
þátttakendur að hæfari lærisveinum Jesú Krists og til starfa innan
KFUM og KFUK. Efni stundanna er fjölbreytt. M.a. verður
fjallað um bæn, almenn fundarsköp, engla, bibiíuiestur, fyllingu
heilags anda, 1000 ára ríkið, að vera kristinn í þjóðfélaginu o.fl. í
tengslum við fræðslumorgnana verða tvær dagráðstefnur í mars.
Þann 7. mars verður rætt um efnið KFUM og KFUK og náðar-
gjafirnar og 28. mars um samstarf KFUM og KFUK, SÍK og
KSH. Nánari upplýsingar fást á Aðalskrifstofunni við Holtaveg í
síma 678899.
KFUM OG KFUK:
Hópferð til Þýskalands
KFUM og KFUK í Reykjavík vinna nú að undirbúningi hóp-
ferðar til Þýskalands fyrri hlutann í júní í sumar. Ferðin verður
skipulögð í samvinnu við KFUM þar í landi og m.a. stefnt að þátt-
töku í íþróttahátíð 7.-8. júní. Reynt verður að hafa ferðina sem
ódýrasta og því ástæða fyrir félagsfólk að fylgjast með og afla sér
nánari upplýsinga um ferðina. Hér er gott tækifæri til að ferðast í
góðum hóp og heimsækja KFUM-fólk í Þýskalandi. Nánari upp-
lýsingar gefur Björgvin Þórðarson stjórnarmaður í KFUM í
Reykjavík (hs. 618482). Einnig má hafa samband við Aðalskrif-
stofuna við Holtaveg, í síma 678899.
KSS:
Kynningarfundir
Af starfi KSS er það helst að frétta, að framundan er útgáfa
blaðsins Okkar á milli, sem dreift er til allra nemenda í efri bekkj-
um grunnskóla. Blaðinu verður fylgt eftir með heimsóknum í
skólana á Reykjavíkursvæðinu. Þar munu KSS-ingar segja frá
starfi félagsins og trúarreynslu sinni. Að þeim kynningum lokn-
um verður haldinn sérstakur KSS-kynningarfundur þann 15. fe-
brúar að Háaleitisbraut 58-60.
Ekki má heldur gleyma árlegu vorskólamóti KSS um bænadag-
ana.
lifÁOLöfi 1111