Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 12
CJnnlii
ALLT ER FERTUGUM FÆRT
/ /
HATIÐARSTUND
í KFUM Á AKUREYRI
Ég var reiðu-
búinn til þess
ogfyrr en varði
fórég að
kalla saman
12 ára drengi
en þeim kenndi
égsöngí
skólanum.
KFUM á Akureyri varð 40 ára fyrsta desem-
ber síðastliðinn. Félagið minntist tímamótanna
á hátíðarsamkomu á afmælisdaginn í félags-
heimilinu í Sunnuhlíð.
Guðmundur Omar Guðmundsson stjórnaði
samkomunni. Björgvin Jörgensson, formaður
félagsins, mælti nokkur upphafsorð og flutti
bæn. Þá greindi Sigfús Ingvason guðfræðinemi
stuttlega frá aðdraganda þess að félagið var
stofnað. Jón Viðar Guðlaugsson, sem jafnan
spilar undir söng á samkomum í Sunnuhlíð,
flutti minningar frá fyrstu kynnum sínum af
Björgvin og félagsskapnum og fléttaði saman
gaman og alvöru. Jón Viðar var sá eini úr hópi
stofnenda félagsins, auk Björgvins sjálfs, sem
staddur var á samkomunni.
Ritari KFUM, Jón Oddgeir Guðmundsson,
skýrði frá því að Björgvin hefði verið gerður að
heiðursfélaga KFUM í viðurkenningarskyni
fyrir brautryðjanda- og forystustarf í 40 ár en
hann hefur verið formaður félagsins frá upp-
hafi. Var Björgvin afhentur silfurlitur skjöldur
með áletrun.
Hugleiðingu tlutti Jóhannes Ingibjartsson
formaður Landssambands KFUM og KFUK. í
lokin voru veglegar veitingar. Félaginu barst
veggklukka að gjöf, svo og blóm og heilla-
skeyti.
„Viltu sinna drengjunum?“
Blaðamaður Bjarma hitti Björgvin Jörgens-
son og spjallaði við hann stundarkorn. „Þú ert
Akurnesingur, Björgvin, en hefur lengst af átt
heima á Akureyri?"
„Já, við komum hingað ung hjón, við Bryn-
dís heitin Böðvarsdóttir, árið 1946. Mér bauðst
söngkennarastaða við barnaskólann. Reyndar
álli ég líka kost á að verða skólastjóri í Stykk-
ishólmi. En Bryndísi leist betur á að við færum
norður. Um þetta leyti áttum við von á fyrsta
barninu af þeim þremur sem við eignuðumst.
Síðar varð ég almennur kennari - og nú hef ég
dregið mig í hlé en hef þó nóg fyrir stafni.“
Björgvin situr sannarlega ekki auðum hönd-
um þó að leið hans liggi sjaldnar í Barnaskóla
Akureyrar en áður var. Hann talar oft á fundum
og samkomum kristilegu félaganna í bænum og
hann stjórnar biblíulestrum í báðum söfnuðum
Akureyrar. Hefur hann samið skýringar við
mörg rit Nýja testamentisins.
„Þegar við komum hingað til Akureyrar fór-
um við strax að sækja samkomur í kristniboðs-
húsinu Zíon en þær voru haldnar á vegum
Kristniboðstelags kvenna. Jóhanna Þór var þá
formaður. Hún frétti af nýja kennaranum, kom
fljótlega að máli við mig og sagði að þær kon-
urnar stæðu fyrir kristilegu starfi meðal stúlkna
en vantaði einhvern til að taka að sér drengina.
Gæti ég nú hugsað mér að sinna þeim? Já, ég
var reiðubúinn til þess og fyrr en varði fór ég að
kalla saman 12 ára drengi en þeim kenndi ég
söng í skólanum.
Fundarstaðurinn okkar var lengst af Zíon.
Við lásum framhaldssögu, ég sagði þeim frá
KFUM í Reykjavík og úti í heimi og kenndi
þeim KFUM-söngva og við höfðum orð Guðs
um hönd. Um tíma fengum við lánaðan í-
þróttasal einu sinni í viku og lékum okkur í
handbolta. Og á sumrin var stundum farið í
útilegur, til dæmis á Stóru-Tjarnir og Grenjað-
arstað. Drengirnir voru afar áhugasamir.
t