Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 18
!5másagci Vinirnir okkar heima höfðu komist á snoðir um brúðkaups- afmœlið og sendu okkur gjöfsuður. Pá fannst okkur við ekki geta hœtt við hálf- kveðna vísu. BRUÐKAUPS- AFMÆLI Smásaga eftir Viðar Valþjófsson — Við verðum að sjálfsögðu að bjóða Rúnu og Ásgeiri líka. Rúna er nú besta vinkona mín og við eigum þeim hjónunum mikla skuld að gjalda fyrir tryggð þeirra. — ,lá, svaraði Svavar, eiginmaður minn í blíu og stríðu í 25 hamingjurík ár, — en ger- irðu þér ljóst að þá láta þau Ómar og Elsa ekki sjá sig? Við höfðum ætlað að sleppa öllu tilstandi á silfurbrúðkaupsdegi okkar vegna þess hve mamma var veik. En þegar hún frétti um áform okkar mátti hún ckki heyra að við tækjum slíkt tillit til hennar. Það varð því úr að við fórum suður og héldum smáveislu hjá henni þennan dag. Vinirnir okkar heima höfðu komist á snoðir um brúðkaupsafmælið og sendu okkur gjöf suður. Þá fannst okkur við ekki geta hætt við hálfkveðna vísu svo við hugsuðum okkur að kalla á þau heim eitt kvöldið skömmu síðar. Leifarnar af „brúðkaupstertunni" frá mömmu voru vel innpakkaðar í frystikistunni. V ið vorum þrenn hjón í þorpinu sem máttum ekki hvort af öðru sjá. Kynnin hófust þegar við Rúna unnum saman í fiskvinnsl- unni. Ég fór að skjótast heim til hennar stöku sinnum. Þá sá ég Biblíu í fyrsta sinn á eldhús- borði. Biblían mín var uppi í stofuhillu við hliðina á Þjóðsögum Jóns Árnasonar. — Ég lít oft í hana þegar ég er að sýsla, sagði Rúna. — Núna er ég að læra tíu ritning- arstaði í ákveðinni röð. Ég kom sem af fjöllum. En Rúna var svo eðlileg að ég lét ekki á neinu bera. Smám sam- an fór ég að spyrja eins og annars og hún sagði mér frá einlægri trú sinni á frelsarann. Ég fór að læðast inn í stofu heima seint á kvöldin og lesa í Biblíunni minni í laumi... og þremur árum síðar höfðum við Svavar bæði eignast lif- andi samfélag við Jesúm — og vinirnir okkar Ómar og Elsa líka, fyrir áhrif Rúnu og Ás- geirs. Elsa, þessi elskulega kona, hafði átt við vín- hneigð að stríða og hafði flúið slæma félaga með manni sínum úr höfuðborginni hingað í friðsælt sjávarþorpið. Síðan hafði henni vegn- að sæmilega, en þegar Kristur varð henni veruleiki var sem nýr kraftur kæmi til sögunn- ar í lífi hennar. Hún frelsaðist frá drykkjusýk- inni. Hreinlæti, reglusemi og hógværð ein- kenndi nú heimili þeirra hjóna. Vinátta okkar allra varð náin og innileg. E 1 J n nú var öldin önnur. Það var risinn hér, ósýnilegur veggur á milli Elsu og Ómars og þeirra Rúnu og Ásgeirs. Eða, ég ætti ef til vill heldur að segja þyrnigerði. Ógæfan virtist byrja þegar Ásgeir stóð son þeirra hjónanna að því að stela. Ásgeir var á hjóli skammt frá heimili kaupmannsins og sá þá tíu ára gamlan einkason þeirra, Kára, stökkva ofan úr glugga á vörugeymslu versl- unarinnar flóttalegan á svip. Ásgeir varð tortrygginn. Hann fór af baki, gekk til Kára og bað hann að lyfta péysunni. Stór skammtur af alls konar sælgæti hrundi niður í grasið. Og vasarnir reyndust vera fullir af sams konar varningi. Þegar Ásgeir fór heim úr vinnunni um

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.