Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 21
geir. Eftir nokkra daga mátti Kári fara heim.
Og þá kom uppgjörið....
Þau báðu Ásgeir og Rúnu fyrirgefningar á
framferði sínu, á illu umtali og ljótum hugsun-
um. Sökin var öll hjá þeim sjálfum, sögðu
þau. Drengurinn þeirra hafði fallið í sams
konar freistni áður. En þau höfðu leikið tveim
skjöldum. Játningin var róttæk.
Ómar hafði verið óheiðarlegur í fjársökum.
Það byrjaði með „hagræðingu" á skattafram-
talinu. Hún var djarfleg en engin athugasemd
var gerð. Svo fylgdu fleiri „hagræðingar" í
kjölfarið, á öðrum sviðum.
Hann vissi að þetta var rangt. Það var synd.
Samviskan varð sífellt órólegri. Hann fór að
vakna eldsnemma á morgnana og gat ekki
sofnað aftur.
Loks vildi hann losa sig út úr þessu og snúa
við. En þetta hafði undið svo upp á sig, fannst
honum. Smánin yrði óbærileg, álit fólksins,
augnaráðið. Og þá hafði Elsa farið að fikta á
ný við sterka drykki, fyrst handa honum, síð-
an sjálfri sér.
Eldsvoðinn hafði eytt andstöðunni, svipt af
þeim hulunni og sýnt þeim niður í glötunar-
gröfina. Gátu Rúna og Ásgeir fyrirgefið
þeim? Og var hugsanlegt að þau vildu hjálpa
þeim að gera upp svik og óheiðarleika og
byrja á réttri braut á nýjan leik? Báru þau það
traust til þeirra, eftir allt sem á undan var
gengið?
É
J g held að ég reki söguna ekki nánar.
Það er skemmst frá því að segja að fullar sættir
tókust. Við lærðum öll af þessum atburðum.
Mér varð ljósara en nokkru sinni fyrr að trú
°g góð samviska verður að fara saman. Sá sem
á ekki frið í hjarta sér má búast við að glata
trúnni.
Og enn varð það lifandi fyrir sjónum okkar
að Jesús er kominn til þess að leita að hinu
týnda og frelsa það. Elsa og Ómar voru reist
við. Það kostaði þau mikla auðmýkingu
trammi fyrir Guði og mönnum. En allt varð
nýtt.
Önnur 25 ár eru liðin — nú í dag! Við Svav-
ar vorum að halda gullbrúðkaupið okkar há-
tíðlegt með þessum vinum okkar. Nú ríkti
ekki spenna og óvild heldur þakklæti og gleði.
Ég sé þegar ég lít á klukkuna að ég hef setið
bér í eldhúskróknum nærri tvo tíma og rifjað
UPP þessa atburði. Vindurinn gnauðar á
gtugganum og það er ekki laust við að ég sé
nieð hroll. En í hjartanu er ylur og lofsöngur
°g upp í hugann koma orð Biblíunnar: „Sjá,
gjöri alla hluti nýja.“
Viðar Valþjófsson
BANDARÍKIN:
Biblían á fleiri tungumál!
Fulltrúar helstu samtaka heims, sem vinna að því að þýða Biblí-
una, komu saman fyrir nokkru í Texas í Bandaríkjunum til þess
að ræða um samstarf og forgangsverkefni.
Gert er ráð fyrir að til séu rúmlega sex þúsund tungumál meðal
jarðarbúa. Biblían öll hefur verið þýdd á 318 tungumál, Nýja
testamentið á 726 mál og einstök rit Biblíunnar á 902 mál. Alls eru
þetta 1946 tungumál, og um 97 af hundraði alls mannkyns mælir
á þessar tungur.
Svo mjög hefur starfið að þýðingu Biblíunnar aukist að síðustu
árin hefur hlutum hennar verið snúið á nýtt mál tíunda hvern dag.
Á þinginu í Texas settu menn sér það takmark að þýða Nýja
testamentið næstu fimm árin á tungur allra mál-hópa sem væru
hálf milljón manns eða fleiri.
Nefna má að í Sovétríkjunum fyrrverandi eru fjölmenn mál-
samfélög sem eiga ekkert úr Biblíunni á sinni tungu hvað þá Bibl-
íuna alla. Úsbekistan byggja um 17 milljónir manna, llestir
múslímar. Þeir eiga ekki einu sinni Nýja testamentið á móðurmáli
sínu.
Stofnun, sem stuðlar að þýðingum Biblíunnar í Svíþjóð, vinnur
nú að því að þýða hina helgu bók á 30 sovésk tungumál.
KENÝA:
NT varð bók ársins
„Tvítyngt“ Nýja testamenti, á ensku og svahílí, sem samtökin
Scripture Mission (ein starfsgrein í Kristniboðssambandsins
norska) gaf út, hefur verið kjörin bók ársins 1991 í Kenýu. Bókin
hlaut einnig verðlaun er hún var útnefnd besta bókin í flokknum
„biblíurit“.
Það eru samtök kristinna bóksala sem hafa úrskurðað að Nýja
testamentið hlyti verðlaunin. Kjörið átti sér stað þegar opnuð var
kristileg bókasýning í Nairóbí í lok liðins árs.
Þetta er fyrsta Nýja testamentið sem er í senn á svahilí og
ensku. Ritið hefur selst mjög vel bæði í Kenýu og Tansaníu. Fyrsta
upplagið, um 25.500 eintök, kom út vorið 1991 og var nær uppselt
áður en árið var liðið. Áformað var að prenta annað álíka stórt
upplag í byrjun þessa árs.
!ifá.LlLLt ifl