Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 12
BARN ER OSS FÆTT Anna Hugadóttir Anna G. Hugadóttir, móöir og nemi í uppeldis- og menntunarfræði. egar ég var beðin um að rita nokkur orð í þetta blað og gefa hagnýt ráð sem koma mættu að gagni í trúarlegu uppeldi fór ég að velta þeirri spurningu fyrir mér hvort í raun væri einhver munur á trúarlegu uppeldi og uppeldi almennt. Flestir foreldrar kappkosta að ala bömin sln vel upp og markmiðið er að gera úr þeim dugandi einstaklinga sem verði sjálfum sér og þjóð sinni til sóma. Áherslur sem foreldrar leggja í uppeldinu fara svo eftir persónugerð, persónulegri afstöðu, áhugamálum og lífsafstöðu foreldr- anna sem í hlut eiga. Foreldrar sem hafa mikinn áhuga á íþróttum og heilbrigðum lifnaðarháttum leitast við að vekja áhuga bama sinna á þessum þáttum og foreldrar sem unna listum reyna gjaman að leiða böm sín á fund listagyðjanna. Sama gildir um foreldra sem eiga trúarsannfæringu, þeir vilja gjaman gefa bömum sínum hlutdeild í þeirri reynslu. Hvemig er þá best að fara að? Er hægt að ala börn upp til trúar og em til einhveijar kristilegar uppeldisaðferðir? Enn vil ég draga upp samlíkingu með almennu uppeldi. Ef ætlunin er að skapa afreksmann í íþróttum er talið mikilvægt að hann hefji æfingar snemma á ævinni og stundi þær af alúð. Sama gildir um heilbrigðan llfsstH. Við þurfum sífellt að vera að benda bömunum á hvað sé hollt og hvað beri að varast og fá þau til að temja sér að neyta þess sem hollt er. Þama skipta fyrirmyndir miklu máli. Það er erfitt að sannfæra bam um að það sé gott að gera eitthvað sem það sér foreldrana aldrei gera, eða öfugt að láta eitthvað vera, svo sem að reykja, ef við höfum það fyrir því daglega. í uppeldinu er gott að líta á trúna sem lífsstíl, kristinn lífsstíl sem við óskum að börnin okkar temji sér. Þarna getum við gripið til sömu aðferða og nefndar hafa verið sem almennar uppeldisaðferðir. Gott er að byrja snemma að biðja með og fyrir barninu, strax á meðan barnið er enn ómálga þannig að það venjist andrúmsloftinu og hugblæn- um sem bæninni fylgir. Þegar barnið venst bæninni sem eðlilegum hlut i daglega lífinu frá blautu bamsbeini eru meiri líkur á að það temji sér að halda henni áfram, þegar það fer að standa á eigin fótum. Miklu máli skiptir að rækta vel sambandið við bamið, að gefa sér tíma til að ræða við það og vera samvistum við það. Á slíkum stundum er til dæmis hægt að lesa góðar og uppbyggilegar bækur, leika sér, eða bara vera saman, þvl að oft er það fyrst og fremst samveran sem skiptir máli. Iðulega gefast á samveru- stundunum tækifæri til að benda á dýrð Guðs og mátt í sköpunarverkinu og handleiðslu hans og varðveislu í daglega llfinu. Að mínum dómi skiptir miklu máli að hafa einhverjar fastar venjur i bænallfinu, svo sem kvöldbænir, borðbænir eða aðrar bænastundir. Böm finna öryggi í venjubundnum hlutum og temja sér fremur að viðhalda venjum sem góðar minningar eru tengdar við. Oft er talað um að trúin grundvallist á traustinu á Guði. Þetta traust byggist smám saman upp með barninu eftir þvi sem það vex og þroskast. Talið er að foreldrar geti lagt 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.