Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 10
BARN ER OSS FÆTT Kóróna sköpunarverksins Viðtal við Huldu Jensdóttur, Ijósmóður Hulda Jensdóttir, ljósmóðir og fyrrum forstöðukona Fæðingarheimilisins, er flestum kunn og eru þau ófá börnin sem hún hefur tekið á móti. Bjarmi mælti sér mót við Huldu í verslun hennar, Þumalínu, til að eiga við hana spjall um ljósmóðurstarfið og barnið sem sköpun Guðs. Hvenær byrjaðir þú að starfa sem Ijósmóðir? Ég verð nú að hugsa mig um til að geta svarað þessu þvi það er svo langt síðan. Það mun hafa verið 1949. Hvað varð til þess að þúfórst í þetta nám? í gamla daga var ekki úr svo miklu að velja fyrir fólk sem ekki hafði möguleika á því að fara í langskólanám. Ég ætlaði mér að fara i hjúkrun en var þá þegar orðin svo mikill náttúrusinni að mér ofbauð lyfjanotkunin og fannst hún fara út í ðfgar svo að ég venti mínu kvæði í kross, sótti um í ljósmæðraskólanum og komst að. Á þessum árum var ljósmæðranámið sjálfstætt nám en ekki eins og í dag þar sem það er framhaldsnám eftir hjúkrun. Hvað starfaðir þú lengí sem Ijósmóðir? Mér finnst ég hafa unnið ljósmóðurstörf alla ævi ef undan eru skilin síðustu fimm árin. Auk þess var ég eitt ár í M érfinnst það vera kóróna sköpunamrksins þegar bamfœðist. Petta er hámark lífsinsfyrír mér og fullkomnastafyrirbœrið af öllufullkomnu. Að mínu mati er bamið sköpun Guðs, stórkostleg og fullkomin, svofullkomin að við gerum okkur í raun ekki greinfyrir því nema að mjög litlu leyti. framhaldsnámi og tvö ár við kennslu. Eftir að ég lauk námi starfaði ég i eitt ár á Landsspítalanum áður en ég fór til útlanda og var þar í rúm þrjú ár. Þegar ég kom heim aftur varð ég umdæmisljósmóðir í Garðabæ og tók á móti bömum í heimahúsum. Það var stórkostleg lífsreynsla og þótt allt hafi verið skemmtilegt held ég að þetta hafi í raun verið lærdómsríkasti og ánægjulegasti timinn. Hefur þú tölu á þeim bömum sem þú hefur tekið á móti? Sumar ljósmæður hafa skrifað niður hveija einustu konu sem þær hafa aðstoðað, hvort sem þær voru að taka á móti eða ekki, en það gerði ég aldrei. Ég hef ekki hugmynd um hvað bömin eru mörg en það er mikill fjöldi. Á tímabilinu, sem ég starfaði á fæðingarheimilinu, fæddust yfir tuttugu þúsund böm og ég kom auðvitað nálægt þeim þó að ég hafi ekki tekið á móti þeim öllum. Og af því að ég starfaði erlendis þá á ég líka mörg böm víða annars staðar þannig að þetta er stór hópur. Hefur þú tekið á móti bami hjá konu sem þú tókst sjálf á móti á sínum tíma? Já, það hef ég gert þó nokkmm sinnum og það var alveg stórskemmtilegt. Upplifir þú sjálf eftirvæntinguna sem foreldramir upplifa við fœðinguna? Já, það finnst mér. Þetta er alltaf jafnlifandi og skemmti- legt. Fœðingin verður þá ekki hversdagsleg eftir ákveðinn tíma? Nei, aldeilis ekki. Hver einasta fæðing er mikil lífsupp- lifun fyrir mig líka. Hvaðfinnst þérgera hverjafæðingu svo sérstaka? Mér finnst það vera kóróna sköpunarverksins þegar bam fæðist. Þetta er hámark lífsins fyrir mér og fullkomnasta fyrirbærið af öllu fullkomnu. Að mínu mati er bamið sköp- un Guðs, stórkostleg og fullkomin, svo fullkomin að við 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.