Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 21
Dasenetsjmenn eru bláfátækir og frumstæðir og hafast við í minnstu mannabústöðum sem ég hef komið inn í. Ég sá reyndar fáa karlmenn. Þeir hafa að öllum líkindum verið með húsdýrin sín í haga fjarri heimilum sínum. Varla var stingandi strá kringum kofana heldur einungis runnar á stangli hér og þar. Ég held ég hafi hvergi litið jafnmikla auðn og á víðáttumiklum sléttunum í Ómórate. Fólkið er léttklætt enda er gífurlega heitt. Það er áberandi að ungu, ógiftu stúlkurnar hafa marga, þykka málmhringi á fót- leggjunum og höfðu sumar fengið sár á öklana undan þunganum. Þær taka skrautið af sér þegar þær giftast. Þessi þjóðflokkur þekkir ekki Guð. Þeir tala um garam, anda hinna dauðu, en yfirleitt ekki aðra anda. Þó er til fljóts- andi og trúa sumir á hann. Fólkið óttast ýmiss konar álög. Illt auga getur valdið sjúkdómum. Maður getur spillt heilsu tengdasonar síns ef sá síðarnefndi hefur ekki komið með allar kýrnar sem um var samið fyrir eiginkonuna. Dauður maður kann að hefna sín ef eitthvað óviðurkvæmi- legt er látið á gröf hans. Heiðnir spámenn meðal fólksins fara ýmsar leiðir til að finna svör við spurningum manna. Þeir skoða innyfli fórnardýra. Þeir kasta skóm upp í loftið aftur og aftur og veita því athygli hvernig þeir koma niður, jafnframt því sem þeir spyrja viðmælanda sinn í þaula. Dasenetsjmenn eru bamgóðir og vilja eignast sem flest börn. Þegar kona Prédikarar gegna veigamiklu hlutverki á vegum safnaö- anna. Hér er einn þeirra aö sýna Birnu og Guðlaugi Gíslasyni stórar myndir sem hann ætlar að nota í boðunarstarfinu. verður þunguð myndast fyrst önnur stóra táin á fóstrinu, segja þeir. Og það ákvarðast ekki hvort barnið verður drengur eða stúlka fyrr en konan er komin sjö mánuði á leið. Þegar fæðing er í vændum er stráð kaffi, salti og tóbaki kringum hlóðirnar í kofanum til að fæla andana í burtu. Tviburafæðing vekur ótta. Einungis annar tvíburinn fær að lifa. Elsa Lindtjöm er norskur hjúkmnarfræðingur í Ómórate, rösk stúlka og íslendingum að góðu kunn. Hún starfar þar af köllun. „Það em mikil gæði að fá að vera hér hjúkrunarkona og kristniboði og það veitir mér mikla lífsfyllingu," sagði Elsa þegar ég spurði hana um starf hennar og um þjóðflokk- inn. Hún dvelst þarna ásamt danskri konu, er sinnir eink- KRISTNIBOÐ um boðun meðal kvenna, og norsk- um smið en hann á finnska eigin- konu og tvö ung börn. Von var á öðmm hjónum til starfa. í Ómórate er erfitt loftslag, hitasvækja og ryk. „Það reynir óneitanlega á líkamsþrekið að vinna hér,“ segir Elsa. „Og stundum eru yfirvöld í bænum kröfuhörð við okkur, til dæmis þegar þau vilja að við snúumst fyrir þau á bílnum okkar. En hér á ég að vera. Við sem trúum á Jesú fáum hvert okkar sinn vettvang, sinn vinnustað. Ég lít svo á að Guð hafi kallað mig til kristniboðsstarfa og leitt mig hingað.“ Víða í Eþíópíu er kirkjusókn mjög góð og jafnvel haldnar tvær guðsþjónustur á sunnu- dögum auk annarra samverustunda. Myndin er frá kristniboðsstöðinni i Konsó. Á litlu myndinni er greinarhötundur að flytja kveðju frá íslenskum kristniboðsvinum með aðstoð túlks. Lausn úr viðjum Einungis örfáir Dasenetsjmenn em orðnir kristnir. Myrkra- höfðinginn veit að hann hefur nauman tíma og vill ekki sleppa þeim sem hann hefur fjötrað. En veldi hans hrynur fyrr en varir. Merki þess sjást nú þegar. Mér var sögð saga af hjónum. Hún er sérstæð. Dasenetsjmaður er nefndur Girma. Hann hafði hlotið nokkra tilsögn í hjúkmn og fór hann nú á námskeið 1 Gídole til að bæta við þekkingu sína. Meðan hann var þar tók hann að lesa í Biblíunni af miklum áhuga. Girma var ekki við eina fjölina felldur og hafði ýmislegt á samviskunni. Dasenetsjmenn em sumir þjófóttir og margir ótrúir eiginkonum sínum. Nú verður Girma fyrir miklum áhrifum af því sem hann les og heyrir Við sem trúum á Jesúfáum hvert okkar sínn vettvang, sinn vinnustað. Ég lít svo á að Guð hafi kallað mig til kristniboðsstarfa og leitt mig hingað. 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.