Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 3
TILEFNI JOLAGLEÐINNAR að fer varla framhjá neinum að jólin nálgast. Við erum rækilega minnt á það í fjölmiðlum með endalausum auglýsingum og jólalðgum og með ýmiss konar uppátækjum og skreytingum allt í kringum okkur. Líklega er útilokað að gleyma jólunum. En skyldi vera hægt að gleyma tilefninu? Rómantisk mpd af barni með geislabaug í jötu í fjárhúsi kemur e.t.v. fyrst upp í hugann þegar hugsað er um innihald jólanna. Hefur sú mynd einhverja merkingu? „Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn" (Jes. 9:6), segir í gömlum texta sem við könnumst við. í jólaguðspjallinu er þráðurinn tekinn upp: „Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu“ (Lúk. 2:7). Er þetta ekki býsna hversdagslegt? Fæðing bams á sér stað á hverri mínútu úti um allan heim í allt frá hátæknivæddum vestrænum sjúkrahúsum til hrörlegra moldarkofa. Barnsgráturinn kunngjörir hvarvetna að ný manneskja er í heiminn borin. Hvað var þá svona merkilegt við það þótt kona fæddi barn í fjárhúsi suður í Betlehem fyrir 2000 áram? Er allt umstangið okkar ekki á misskilningi byggt? Matteus guðspjallamaður gefur í skyn að eitthvað sérstakt sé um að vera: „Hún mun son ala, og hann skaltu láta heitajesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra“ (1:21). Nokkrir hirðar fengu það staðfest af engli í náttmyrkrinu úti í haga við Betlehem: „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs“ (Lúk. 2:11). Jóhannesarguðspjall botnar síðan og segir: „Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðum- um“ (1:14). Það skyldi þó ekki vera hægt að færa rök fyrir öllu umstanginu? Um hvað er verið að tala? Guð fæðist sem bam - rétt eins og hvert annað bam! Mörgum þykir hugsunin fráleit og í rauninni er hún það. En Guð lætur sig hafa það til þess að frelsa mennina. Það var engin önnur leið. Mannkyn hafði eyðilagt samband sitt við Guð. Annað hvort varð Guð að láta það lönd og leið eða koma sjálfur og endurreisa sambandið. Merking jólanna er því sú að Guð gerðist maður í Jesú Kristi. Hann gekk fullkomlega inn i okkar mannlegu kjör til að frelsa okkur úr fjötrum syndar og dauða. Á því byggist möguleiki okkar til að lifa í samfélagi við hann. Við höfum því ástæðu til að gleðjast og fagna á jólum. „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð“ (Lúk. 2:10). Umstangið í kringum jólin virðist eiga sér ærið tilefni. En gæti það verið að við séum farin að snúast um allt umstangið og höfum þannig misst sjónar á hinu raunverulega tilefni jólagleðinnar? Gæti það verið að við séum svo upptekin af þvi að búa til jólagleði að gleðiefnið sjálft gleymist? 13jcir»nt Kristilegt tímarit Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Benedikt Arnkelsson, Guðmundur Karl Brynjarsson, Henning Emil Magnússon, Kjartan Jónsson og Þórunn Elídóttir. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.700,- innanlands, kr. 3.200,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,- Umbrot: SEM ER útgáfa. Ljósmyndir: Lárus Páll Birgisson, Kristján Einar Einarsson o.fl.. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Tilefni jólagleðinnar.................. 3 Myndasaga: Er líf eftir fæðingu?.................. 4 Sr. Ólafur Jóhannsson: Barn er oss fætt....................... 6 Viðtal: ... og vaknaði morguninn eftir, orðinn pabbi ................... 8 Kristbjörg Gísladóttir: Barnið sköpun Guðs..................... 9 Viðtal: Kóróna sköpunarverksins................10 Anna Hugadóttir: Eru til kristilegar uppeldisaðferðir?.12 Bækurfyrir þig og þína.................13 Henning Emil Magnússon: Misskilda María........................14 Innlitið: Ég get ekki lengur þagað um Krist.....16 Benedikt Arnkelsson: Konan með armhringina..................20 Viðtal: Ég vil efla áhuga barna á Jesú.........24 GunnarJ. Gunnarsson: Kristur á kvikmyndahátíð? .............26 Ertu komin í jólaskap?.................27 Árni Bergur Sigurbjornsson: Þú finnur jólin við jötuna.............29 Ragnar Gunnarsson: Að lesa meira og meira.................31 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.